Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1997, Page 291
289
Frá íslenska málfrœðifélaginu
í næstu skýrslu gerð grein fyrir Rask-ráðstefnunni í janúar 1999, þótt
hún verði haldin áður en næsta stjóm tekur við (þ. e. fyrir aðalfund).
Tólfta Rask-ráðstefna íslenska málfræðifélagsins var haldin 24.
janúar 1998. Sjö fræðimenn fluttu þar erindi. Þeir voru: Höskuldur
Þráinsson: Harðmæli og linmæli í færeysku; Kristján Amason: Hljóð-
kerfísgreining flámælis. — Dæmi úr Lóninu; Ari Páll Kristinsson: Úr
athugun á málfari í útvarpi; Jóhannes Gísli Jónsson: Stílfærsla; Hall-
dór Ármann Sigurðsson: Setningaratviksorð; Baldur Sigurðsson: Staf-
setningarreglumar þrjár; Magnús Snædal: Um /-stofna lýsingarorða í
gotnesku. Ráðstefnan var nokkuð vel sótt.
Átta aðrir fyrirlestrar og fundir voru haldnir á starfsárinu. Þann 13.
janúar flutti Peter Svenonius, dósent við Háskólann í Tromsó, fyrir-
lestur á vegum félagsins og heimspekideildar sem bar heitið: The Syn-
tax of Cleft Constmctions in Scandinavian. 19. febrúar flutti Helge
Sandpy, prófessor við Háskólann í Björgvin, fyrirlesturinn Fram-
gómun uppgómmæltra hljóða — lífseig hljóðkerfis-/ beygingarregla.
Um norsku með hliðsjón af íslensku og færeysku. 20. mars ræddi Sten
Vikner, háskólakennari frá Stuttgart, um andlagsfærslu í setningafræði
í ljósi tveggja nýlegra kenninga innan fræðanna, bestunarmálfræði (e.
Optimality Theory) og naumhyggju (e. Minimalism). 2. apríl fjallaði
Ruth Carroll, stundakennari við Háskóla Islands, um setningafræði-
lega hegðun sagna um matargerð í 14. aldar ensku. 1. október talaði
Þórhallur Eyþórsson um hjálparsagnir í germönskum og rómönskum
málum frá samtímalegu og sögulegu sjónarhomi. 15. október flutti
Haraldur Bemharðsson fyrirlestur sem hann nefndi „Blöðum flett:
fomháþýska blat og tokkaríska B pilta, A pálf‘ þar sem hann fjallaði
um sögu 5-stofna nafnorða í fomgermönskum málum. 29. október
flutti Jón Axel Harðarson fyrirlesturinn Forsaga og þróun mynda mið-
stigs og efsta stigs í íslensku. 3. desember ræddi Viola Miglio, stunda-
kennari við Háskóla íslands, um það hvemig hin svokallaða bestunar-
kenning (e. Optimality Theory) í hljóðkerfisfræði getur varpað ljósi á
sérhljóðabreytingar í áherslulausum atkvæðum í nokkmm rómönsk-
um málum.
18. árgangur tímaritsins íslenskt mál og almenn málfræði (fyrir
árið 1996) kom út í mars 1998 (251 bls.) og ritstjóri var Höskuldur