Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Qupperneq 195
Ritdómar
193
Skýringar eru yfirleitt ljósar. Þær eru að vísu misítarlegar, stundum örstuttar og
stimdum, að manni virðist, óþarflega langar. Fyrir kemur, þótt ekki sé það algengt, að
erlend samheiti séu sýnd (sbr. t.d. við úrrakssaumur bls. 1667, þar sem bæði dönsk og
ensk hliðstæða er nefnd). Stöku sinnum eru notuð orð i skýringum sem gætu vafist
íyrir notanda; þannig hefur kaka /.../ „skara eld að sinni köku“ merkingarskýringuna
‘stunda á eigið gagn, sjá eigin hagsmunum borgið’. Nokkuð vafasamt er að fyrra skýr-
ingarorðalagið sé ljóst öllum notendum, jafnvel þótt leituð sé uppi sögnin stunda, þar
sem stunda á e-ð er skýrt með ‘leggja stund á e-ð, gera sér far um e-ð’ (o.fl.).
1. og 2. útg. 10 voru stundum gagnrýndar fyrir hringskilgreiningar eða innihalds-
litlar skýringar (t.d. geitarhús eingöngu skýrt með „geitahús"; pottablóm: „ft. af pott-
blóm“). Tiltölulega lítið virðist vera af slíku, fljótt á litið, í ÍO 3 þótt enn eimi svolít-
ið eftir: hjartarhorn er skýrt sem ‘hom á hjartardýri’ (bls. 591); kalkbera er skýrt sem
‘bera kalk á’; sápuþvo er ‘þvo með sápu’ (bls. 1252), svo fáein dæmi séu tekin. Af
nokkuð líkum toga er þegar orðið sárreiður er skýrt sem ‘sár og reiður’ (bls. 1253).
Nokkuð er um að orð séu skýrð með orðum sem ekki er að finna sem uppfletti-
orð. Oftast skiptir það litlu máli, þótt það ætti að vera vinnuregla við samningu orða-
bóka að reyna að komast hjá slíku. Leituð vom uppi nokkur orð og kannað hvemig til
hefði tekist um þetta:
(3) niðamyrkur ‘svart myrkur, kolamyrkur’, niðmyrkur ‘svartamyrkur’, svartamyrk-
ur ‘brúnamyrkur, kolniðamyrkur’, brúnamyrkur ‘svartamyrkur’, kolmyrkur
‘niðamyrkur’, kolamyrkur ‘svartamyrkur’
I bókina vantar einungis sem uppflettiorð orðið kolniðamyrkur sem notað er sem skýr-
ing við svartamyrkur, og er það varla frágangssök.
(4) kajhríð ‘blindbylur, sortahríð’, blindbylur ‘ofsabylur þannig að ekki sér út úr aug-
unum’, moldbylur ‘þreifandi bylur, mikill, dimmur bylur’ (og viðþreifandi er tek-
ið dæmið ,þreifandi bylur moldbylur“ (bls. 1828)), sortabylur ‘blindbylur’.
Af þeim orðum sem hér em notuð í skýringum vantar þijú sem uppflettiorð: ofsabyl-
ur, ofsahríð og sortuhríð, og er það öllu verra en í fyrra dæminu, þótt flestir þeir sem
eiga íslensku að móðurmáli eigi vel að geta áttað sig á merkingu þessara samsettu
orða.
Það er síðan annað mál, sem e.t.v. má setja út á, hversu misjafhar skýringamar
em; er t.d. einhver merkingarmunur á sortabyl og blindbyll Ef ekki, væri þá ekki ein-
faldast að nota sömu skýringarorð?
Við sögnina kaksa, kaxa er engin merkingarskýring höfð, enda er orðið merkt sem
fomt eða úrelt mál (f) og sennilega ekki er hægt að festa hendur á merkingu sagnar-
innar einnar sér í germynd án agnar (við). Við miðmyndina kaksast er hins vegar gef-
in merkingin ‘baksast’, en sú mynd er ekki uppflettiorð og ekki getið sérstaklega und-
ir baksa, hvorki við merkingu 1 ‘strita, púla’, né 2 ‘basla’. Helst mætti ætla að merk-
ing kaksast og baksast sé ‘stritast við’, en það verður þó ekki fullljóst af skýringum
við þessi orð.