Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 199

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 199
Ritdómar 197 Víða til þess vott ég fann þó venjist fremur hinu að Guð á margan gimstein þann sem glóir í mannsorpinu. Það heyrir þó fremur til undantekninga að tiltölulega algeng orð vanti, og sumt er nú komið inn sem vantaði í 2. útgáfú, t.d. hallamál, auðugur, og það má telja vel af sér vikið að glæný orð eins og blogg og ruslpóstur skuli vera með í bókinni! Að vísu krefst bókin nokkurrar forþekkingar notandans, stöku sinnum umtals- verðrar, a.m.k. ef gert er ráð fyrir að útlendingar eigi að geta nýtt sér bókina og e.t.v. einnig ungir íslenskir notendur. T.d. er fjöldi þeirra nafnorða takmarkaður sem leidd eru af sögnum með hinu mjög svo virka viðskeyti -un, enda væntanlega gert ráð fyr- ir að málnotendur geti sjálfkrafa myndað slík orð af sögn og gefið sér merkinguna. Mörg dæmi eru reyndar í 10 3 um orð af þessu tagi, svo sem bónun, burstun, böðun, frestun, götun, drukknun, dýrkun, litun, en lausleg athugun gæti bent til þess að frem- ur hafi verið reynt að taka með orð sem ekki hafa augljósa aðgerðarmerkingu, á kostn- að orða sem hafa skýrari tengingu við sögnina. Sé leitað að fagorðum kemur maður oftar að tómum kofunum en þegar leitað er að orðum hins almenna orðaforða, enda er varla við því að búast að í orðabók af þessu tagi sé hægt að finna mörg sérfræðiorð. Þó má segja að óvenjumargt slíkra orða komi i ljós þegar bókinni er flett. Til dæmis er í henni að finna mjög mörg sveppaheiti, og þar á meðal heiti ýmissa sveppa sem ekki vaxa hér á landi og eru alls- endis óþekktir hinum almenna notanda orðabókarinnar. Vel má réttlæta það að taka með ýmis íðorð og sjaldgæf faghugtök í bók af þessu tagi og telja það til gagns fyrir hinn stóra og margbreytta markhóp, en þó má spyrja sig þess hvort sumum þeirra þröngu fagsviða sem nefnd eru á bls. vii í inngangi ætti ekki að halda utan við almenna orðabók og kynna orð og hugtök sem þeim tilheyra í sérstökum íðorðabók- um. Á hinn bóginn eru í bókinni orð sem telja má sjaldgæf, en algengari hliðstæður þeirra vantar; samsetningin hinninnfyrridagur o.fl. hliðarmyndir er t.d. tekin með (bls. 585) en hvergi er að finna hittifýrradag (hitteðfyrradag). Fyrri orðmyndirnar eru sára- sjaldgæfar og kannski óþekktar í nútímamáli. Síðamefnda samsetningin er að vísu ekki í ritmálssafni Orðabókar Háskólans (þar er hins vegar að finna samsetningar eins og hittifýrravetur o.fl.), en í talmáli er talsvert algengt að heyra um hittifyrradag og einföld leit á Intemetinu skilaði nokkrum dæmum (hitti-, hittí-). Þegar maður svo rekst á „upphrópunina" naha eða nah (bls. 1041), sem sögð er sjaldgæf og skýrð sem Týsir spotti og óhugnan’, og svo er dæmi tekið úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Skrælingjagráti: „Báglega tókst með alþing enn, naha, naha naha!“, sem mér vitan- lega er fyrsti og e.t.v. eini staðurinn þar sem þetta er notað (hvomg orðmyndin er til- tekin í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans), þá finnst notandanum e.t.v. að helst til langt sé um seilst til að koma að sérkennilegu orði og vel hefði mátt skera þetta brott (eða hefði ekki a.m.k. mátt bæta við skýringuna þeirri sem ég held að fleiri telji rétta, nefnilega að þetta eigi ffekar að líkja á háðulegan hátt eftir snökti?).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.