Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Qupperneq 201
Ritdómar
199
bls. 408, um fyrir). Erfitt er að sjá að óformlegra geti talist að nota þágufall en þolfall
í þessu orðasambandi, en vissulega hefur þolfallið verið talið upprunalegra og því
„réttara".
4) Alþjóðaorð eru gjaman merkt sérstaklega (sbr. inngang, bls. viii).
5) Fyrir kemur að orð sé merkt sérstaklega sem „slangur", t.d. við Jila (so.), kikk,
skœslegur. - Draga má í efa að rétt sé að taka með orð í almenna orðabók af sama tagi
og orðið þorstaheftur, sem augljóslega er gert til gamans og ætti fremur að kallast
gamanmál en slangur! (Að öðmm kosti hefði alveg eins mátt taka með önnur gaman-
orð, eða hvað?).
6) Fyrir kemur að orð sé merkt sérstaklega sem „gróft“.
7) Auk þessara sex aðferða við að merkja gildi orða kemur fyrir að sagt er berum
orðum að eitthvað teljist ekki nógu gott, t.d. stendur við orðið vœttur að kvenkyns-
myndin eða -beygingin sé eldri og „talin betri“ en karlkynsmyndin (bls. 1782), og við
sögnina ske stendur þessi athugasemd: „tekin i ísl. á 16. öld en þykir enn fara illa í
formlegu máli“ (bls. 1313).6 Stöku sinnum má rekast á beinar leiðbeiningar eða upp-
lýsingar um gildi tiltekins málfarsatriðis, eins og þegar um viðskeytið -ískur, -iskur er
m.a. sagt (innan sviga): ,,-ískur er nú algengari mynd en -iskur er einnig viðurkennd
og meira notuð fyrrum" (bls. 720).
Við nánari skoðun kemur þó í ljós að orð sem eru merkt á einhvem hátt með ofan-
greindum tákmmum em mun færri en í 2. útg., og þessi nýja, nákvæmari sundurlið-
um röksemda á bak við merkinguna mun áreiðanlega koma mörgum notendum að
gagni.
ÍO 3 er augljóslega frjálslyndari en fyrri útgáfumar — eða reynir það a.m.k.; hún
tekur t.d. upp talsvert af slangri og nýjum tökuorðum sem enn em ekki fyllilega viður-
kennd og mildar oft dóma um orð sem í ÍO 2 vom merkt með spumingarmerki. Sem
dæmi má taka eftirfarandi orð: bögga („slangur"; IO 2: -s-), bömmer („slangur“; 10 2:
„?“), djobb („óforml.“; ÍO 2: „?“), djók („??“; ÍO 2: -), djúkbox („??“; ÍO 2: -), djúsi
(„slangur"; ÍO 2: +),Jila („slangur"; ÍO 2: „?“), kósi („??“; ÍO 2: ■*•), möst („slangur“;
ÍO 2: -), næs („??“; ÍO 2: „?“), setla („óforml.“; ÍO 2: -), sjitt („??“), sjeik („??“; ÍO
2: -:-), sjó („slangur"; ÍO 2: „?“), töff („óforml.“; ÍO 2: „?“).
En maður fær þó ekki varist þeirri hugsun að val á tökuorðum og slangri hafi ver-
ið talsvert tilviljunarkennt; fyrst þau orð sem hér voru talin em með, hvar em þá töku-
orð eins og blasta, deita,feika, hösla, lúser, speisaður, svo valin séu örfá orð úr tal-
máli ungs fólks nú á dögum? Og reyndar vantar ýmis önnur vel þekkt orð, sem telja
má í talsvert almennari notkun en þessi, svo sem gæd/gœt (guide), kanó, marinera.
Það skal viðurkennt að þetta kann að vera svolítið ósanngjörn gagnrýni. Vel er
hugsanlegt að sum orðin sem ekki er að finna í bókinni hafi einfaldlega ekki verið
algengt mál þegar lokahönd var lögð á verkið. Það minnir okkur á að orðabækur lif-
andi tungumála em í raun og vem alltaf orðnar úreltar að nokkm leyti þegar þær koma
út, og við því er ekkert að gera — annað en að endurskoða þær sem oftast. Það er auð-
6 Orðið er reyndar komið inn i málið á 14. öld (sbr. Veturliða Óskarsson
1997-98:190-191), en það er annað mál.