Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2004, Page 207
Ritdómar
205
í Möðruvallabók eru allmörg dæmi um rithætti sem bera vott um tvíhljóðsfram-
burð áéogœ (<(?, $). Þannig er é, sem venjulega er stafsett <e> eða <é>, 275 sinnum
ritað <ie>, 56 sinnum <íe>, einu sinni <ié> og <iæ>; auk þess kemur rithátturinn <ei>
þrisvar fyrir. Þá er œ, sem langoftast er táknað með <æ>, 13 sinnum ritað <ie>, einu
sinni <íe>, 24 sinnum <iæ> og tvisvar <íæ>.4 Þessir rithættir eiga sér eftirfarandi
skýringar (sbr. Jón Axel Harðarson 2001:51-54):
Um 1300 hafði é tvíhljóðazt sums staðar á landinu. Útkoman var ýmist [ie] (ritað
<ie>) eða [ei] (ritað <ei>). Hér hefur verið um mállýzkumun að ræða. Elztu dæmi um
<ie> fýrir é eru frá um 1200 (<ietr> og <hieroþ> fyrir étr og héroþ í AM 673 a II 1
4to). Á 13. öld er þessi ritháttur fremur fátíður, en í byijun 14. aldar verður hann æ al-
gengari. í handritum frá um 1400 er <e> og <ie> skrifað jöfnum höndum fyrir é. Elztu
dæmi sem ég hef rekizt á um ritháttinn <ei> fyrir é eru ffá um 1220 (<heít> og <leit>
fyrir hét og lét í AM 645 4to A). Hann endurspeglar tvíhljóð sem líkzt hefur mjög
gamla ef-inu, því í kveðskap ffá 14. öld (rímum og dróttkvæðum) rima stundum é og
ei. Seinna hvarf [ei] sem var orðið til úr é með öllu úr málinu.
Á 14. öld koma rithættir fyrir sem sýna mismunandi tvíhljóðsffamburð á œ, sbr. <iæ,
i§, ie> (t.d. <kliæðe> fýrir klœöe í AM 273 1 4to, <biý>, <vienstr> fýrir bæ, vœnstr í AM
53 fol.) annars vegar og <æi, ei> (t.d. <quæidi>, <bameiskv> fyrir quœði, bamœsku í
AM 122 a fol.) hins vegar. í textum þar sem <ei> stendur fýrir œ getur <æ> öfugt verið
notað fýrir ei (t.d. <hæmilan>, <lidvæzlo> fýrir heimilan, liðveizlu í AM 122 a fol.).
Rithættimir <iæ, ig, ie> fýrir œ endurspegla hljóðgildið [ie]. Þeirra gætir aðallega
í handritum ffá norður- og norðvesturhluta landsins. Hér virðist vera um mállýzku-
fýrirbæri að ræða sem kom upp í byijun 14. aldar og gekk til baka stuttu síðar eða um
1400. Rithættimir <æi> og <ei> fýrir æ sýna vissulega millistig tvihljóðunar á œ [e:],
þ.e.a.s. [ei] sem seinna varð að [aij. Möðruvallabók hefur hins vegar engin dæmi um
þessa rithætti, heldur aðeins <iæ> og <ie> (með eða án brodds), og kemur það ágæt-
lega heim við þá ætlun að Möðruvallabók sé rituð á Norðurlandi (sjá Málfræði
Möðruvallabókar, bls. 6-7 með tilvisunum).
Af ofangreindu má draga þá ályktun að í hljóðkerfi Möðruvallabókar séu é og œ
orðin að tvíhljóðum m [ie] og [ie]. Hins vegar er ritun þeirra að jafnaði íhaldssöm.
Erfiðara er að sýna fram á að ó sé orðið að [ou] á ritunartíma Möðmvallabókar,
sökum þess að tvíhljóðun þess leiddi ekki til neinnar ritháttarbreytingar. Við höfum
því aðeins óbeinan vitnisburð um hljóðbreytinguna. Fombréf ffá 28. feb. 1447 sýnir
dæmi um hvarf g [y], eða öllu heldur breytingu þess í [u], á eftir ó [ou] í bæjamafn-
inu Skógum. í bréfinu var þetta naftt fýrst ritað <skofvm>, en það síðan leiðrétt í
<skogvm> (sjá Stefán Karlsson 1963:382). Upphaflegi rithátturinn ber vott um fram-
burðinn [skou:um], þ.e.a.s. hér hafði ó breytzt í [ou], en sú breyting hafði aftur í för
með sér að g [y] samlagaðist síðari þætti tvíhljóðsins. Á sama hátt breyttist g [y] í [u]
á eftir [au] < á, sbr. rithætti eins og <láu> fýrir lágu (þt. af liggja) frá 16. öld og síð-
ar. Framburður nútímamáls sýnir þetta einnig.
4 í Málffæði Möðruvallabókar, bls. 68 og 75-76, er að finna töluyfirlit yfir ein-
staka rithætti.