Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2008, Page 44
42
Margrét Guðmundsdóttir
tökum á málinu sem fyrir þeim er haft. Ef sú hvöt réði ekki för, held-
ur einhvers konar vilji til að sleppa sem auðveldast frá verkefninu,
væru málbreytingar án efa miklu algengari en þær eru. Einhvers konar
einföldunarvilji ræður því ekki för. Stundum eru málbreytingar til
dæmis skýrðar þannig að eitthvað hafi breyst „til þess að létta fram-
burð“. í umijöllun um framgómmælt gogká undan frammæltum sér-
hljóðum gerir Jóhannes L.L. Jónsson ráð fyrir ý-innskoti sem fari að
kveða að í ritmáli á fyrri hluta 14. aldar.26 Hann segir (1924:7):
Orsökin itl [svo] þessarar breytingar er vissulega sú, að torvelt er að bera
hreint g- og A:-hljóð fram á undan e, i o.s.frv. og því er j skotið inn þarna
á milli, til auðveldanar.
Getur verið að einni kynslóð þyki eitthvað sem fyrri kynslóðir hafa
sagt „óþarflega erfitt“ og „ákveði“ að létta sér lífið? Það sem fyrri
kynslóðir hafa lært hlýtur ný kynslóð að geta lært, að því gefnu t.d. að
jafnmiklar upplýsingar berist eða að ekki hafi orðið aðrar málbreyt-
ingar sem gera atriðið torlærðara. Orsök málbreytinga er því varla sú
að eitthvað sé og hafi alltaf verið of flókið.27
4.4 Rökrétt túlkun upplýsinga
Þrátt fyrir þetta virðast bömin stundum gera „mistök“, í þeim skilningi
að þau ná ekki því markmiði sínu að byggja upp málkunnáttu sem
leiðir út sömu málbeitingu og fyrirmyndimar. Þau draga ályktun af
málbeitingunni um að tiltekin málkunnátta búi að baki. Ef sú ályktun
26 Ekki er einhugur um hvernig eigi að greina þetta, sjá t.d. Hrein Benediktsson
1962a:490; Stefán Karlsson 1989:13 og 281 og Kristján Ámason 1992:159-161.
27 Hins vegar má vera að atriði í málkerfmu séu á einhvern hátt misflókin og að
þau flóknari séu útsettari fyrir breytingum. Ef atriði í málfræðinni eru á annað borð
misflókin er það verðugt rannsóknarefni að athuga hvort og hvaða tengsl gætu verið
milli málbreytinga og einhvers konar „þyngdarstigs" málfræðiatriða. Hver sem
niðurstaðan yrði er ljóst að málbreyting felur í sér breytingu á einhverju sem fyrri
kynslóðir gátu lært (sjá hugmyndir um að „erfið" hljóð sem böm læra frekar seint séu
gjama fómarlömb málbreytinga hjá Jakobson 1968:51-62, en einnig má vísa til rits-
ins í heild (það er upphaflega frá 1941), sjá einnig Jakobson 1980 og um margt
svipaða umfjöllun hjá Hock 1986:128-137).