Reykvíkingur - 16.05.1928, Síða 2
2
REYKVÍKINGUR
S3S3SS8S83S3S3S3SS8383S383SSS3S3S3S3S383^S3S3S3
88
hefir mest verið noluð hér á landi síðusiu árin
og reynst aflmesta, drýgsta og hreinasta
benzínið sem völ er á.
Eigendur bifreiða, mötorhjóla og flugvéla hata
þrásinnis unnið sigra sína með B. P. benzíni.
Reykjavík.
(Sölufélag fyrir Anglo Persian Oil Co., Ltd.)
Í8388838383838383838383838383838388838883888383
Tveir brunaliðsmenn bíða
bana á æfingu.
Óvcnjulegt slys varð á slökkvi-
stöðinni í Esbjerg 26. f. m. Bruna-
liðsmennirnir voru að æfa sig að
fara niður kaðal, og fóru tveir og
tveir í einu. Þegar petta hafði
verið gert nokkrum sinnum bilaði
kaðallinn og mennirnir sem ætl-
uðu að renna sér niður hann,
steyptust báðir á höfuðið niður í
steinlagða götuna og biðu bana
samstundis.
í febrúar fórusf 83 skip
eftir pví, sem segir í frétt frá
Bureau Verilas.
Þau voru frá pessum löndum:
Gufuskip: England 18, Ítalía 5.
Bandaríkin, Frakkland, Japan, 4 úr
hverju landi. Svípjóð, Þýskaland,
Grikkland og Noregur 3 úr hverjit
landi. Spánn og Kína 2, Belgia,
Argentína, Tékkoslóvakia, ísland,
Egyptaland, Letland, Portugal, Ser-
bia og Rússland 1 hvert. Alls 60
gufuskip.
Af vélskipum fórust 6 og af
seglskipum 17.
S383S3S3SSS3S3S3SSSSS3S3S3S3S3S3SSS3S3