Vera - 01.03.1985, Síða 3

Vera - 01.03.1985, Síða 3
Jqfningjar.. .. Kæra VERA! Um leiö og ég óska eftir aö gerast áskrif- andi að Veru vil ég þakka ykkur fyrir mjög Svo frambærilegt blaö, sem ég vona aö verði ennþá öflugra eftir því sem fram líöa stundir. Ég ætla aö nota tækifærið og skrifa ykk- Ur smábréfkorn: (Það er svo ykkar mál hvot þiö birtiö það eða ekki). Ég er búsett 1 sveit og stunda hér búskap meö foreldr- mínum og tveimur yngri systkinum. Mér liður aö flestu leyti vel hér og ætla mér aö búa hér í framtíðinni ef nokkrir mögu- 'eikar eru á því. í sveitinni gefst manni svo 9ott tækifæri til að vera einn meö hugsun- Ufn sínum, auk þess er mannbætandi að Vera í stööugu sambandi viö landið og skepnurnar. Enginn sem ekki hefur kynnst N að vera sjálfs síns húsbóndi, getur heldur ímyndaö sér hvað það er gott aö Vera sjálfs síns húsbóndi, laus undan oki shmpilklukkunnar. Hitt er svo aftur annað mál aö stundum er maöur svolítið einangraöur og bundinn. Héöan eru til dæmis um 40 kílómetrar til næsta verslunarstaöar og vegurinn auö- v'tað misjafn eins og gengur. Þar sem ég h0f ekki bíl sjálf hleypur maöur ekki hvenær sem er á fund eöa samkomu þangaö og sinnir því kannski minna ýms- um félagsmálum en mann langar til. víst ekki neitt lítið ef ég væri karlmaður, en konurnar hér á bæjunum I kring hafa stór- ar áhyggjur af svona kvenmanni, sem aldrei hefur bakað jólaköku hvaö þá saum- aö I klukkustreng. Ég er hin roggnasta og segi þeim aö ég sé staðráðin í aö ná mér í mann sem sé húslegur í sér, búi til góöan mat, geri viö fötin mín og baki meö kaffinu. Þeim líst nú svona mátulega vel á þessar bollalegging- ar. Og ekki fer síður í þær þegar ég segi, að svo sé allt eins trúlegt aö ég nái mér aldrei í mann, en eitt barn ætli ég aö eiga, hvað sem öllum karlmönnum líöur, til að hafa þó eitthvað tii aö lifa fyrir. Svona tala víst ekki siðprúðrar sveitastúlkur. Það er eitt sem ég hef oröið mjög vör við hjá þeim konum sem ég þekki, einkum þó ungum stelpum. Þeim finnst aö meö jafnréttistal- inu og því aö vera sjálfstæðar manneskjur, séu þær að gera sig óaðgengilegar í aug- um karlmanna. Þó það sé í mínum augum þveröfugt. Ég gæti aldrei hugsað mér sambúö meö karlmanni sem ekki liti á mig sem sjálfstæðan einstakling, meö vilja og skoðanir. Auövitaö erum viö öll, hvort sem við erum karlar eöa konur, þurfandi fyrir einhvern sem okkur getur þótt vænt um og við getum treyst fyrir innstu hugrenning- um okkar — verið örugg hjá. En það ætti þó ekki aö þurfa aö þýöa aö viö getum ekki verið við sjálf, finnst ykkur það? Ég tek fram að ég þekki þetta ekki af eigin reynslu. En mér finnst mjög undarlegt aö heyra stúlkur sem voru skeleggar og sjálf- stæðar, umbreytast í skoðunum þegar þær eru trúlofaðar eöa giftar. Er þetta eitt- hvað óumbreytanlegt lögmál? Jafnréttis- baráttan snýst heldur ekki, eða á ekki aö snúast um aö viö förum nú að kúga karl- menn, eins og viö höfum látið kúga okkur. Máliö er aö við séum metnar sem jafningj- ar, elskaöar sem jafningjar, og aö viö ger- um slíkt hiö sama. Þá getum viö aliö börnin okkar upp við viðhorf sem gerir þeim kleift aö bæta heiminn. Kveöja til ykkar allra. Kristín Svo er þaö nú þetta með jafnréttið. Ég er 'uttugu og tveggja ára og þar sem ég er e|st systkina minna hef ég vanist því aö 9anga í öll útiverk meö pabba, frá því ég Ver smákrakki. Ég vinn á dráttarvélunum, ^noka skít, rý féð, fer í göngur, mjólka kýrnar og geri yfirleitt þaö sem til fellur úti viö. Aftur á móti þyki ég víst ekki sérlega húsleg í mér, þó svo ég þvoi gólf, ryksugi, Þvoi fötin mín og taki til þegar mér finnst draslið vera orðið of mikiö. Þetta þætti nú Týnd í ástinni Kæra Vera! Mig langar til aö senda ykkur smáhugleiö- ingu, sem ég hripaöi einu sinni niður. Hún kom í huga minn, þegar ég las um ástina í síðasta tölublaði '84. Það er hreint út sagt grátlegt hve margar ungar, metnaðar- gjarnar og atorkumiklar stúlkur og konur týna sjálfum sér í ástinni. metnaöargirndin fékk áfall og hrapaði í stiganum þegar hún mætti ástinni ástin hélt ótrauð áfram og hló að metnaðargirndinni sem gekk illa aö standa á fætur og ákvaö eftir árangurslitlar og óskipuleg- ar tilraunir að liggja kyrr fallin fyrir ástinni margflöt lá hún í dvala meðan ávextir ástarinnar komu í heiminn meðan ástin ein réð ferðinni og kæföi rödd skyn- seminnar þar til allt í einu ástin hvarf af sjónarsviðinu flaug í burtu rétt eins og tillitslaus fugl fugl sem skildi vængbrotinn vin sinn einan eftir þá ætlaöi metnaðargirndin að rísa á fætur aö taka til hendinni aö sýna mátt sinn en fann sér til mikillar skelfingar aö hún var lömuð hún lagði af stað í leit að nýrri ást ófleygri svo hún gæti legið kyrr áfram þá fékk hún máttinn aftur hægt og hægt núna berst hún fyrir þá vængbrotnu ástinni fær hún aldrei fullþakkað fyrir að skilja sig eftir eina vængbrotna. Yrmla. 3

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.