Vera - 01.03.1985, Síða 15

Vera - 01.03.1985, Síða 15
heldur líta þær alltaf á störf sín utan heimilisins sem tíma- bundið neyðarúrræði, þótt þær ásamt dætrum sínum afli svo til allratekna heimilisins. Ung- ar, ógiftar konur, öðlast á eng- an hátt sjálfstæði við það að vinna fyrir launum. Aðeins með því aö giftast og stofna eigið heimili geta þær , öðlastvisstsjálfstæðiogsjálfs- forræði sem mæður og hús- mæður. Algengt orðtak á með- al fólksins í La Rosa er að „konan tilheyri heimilinu, karl- inn götunni“. En þótt konan tilheyri heim- ilinu þýðir það ekki að hún sé bundin aðeins sínu heimili. Sterk tengsl eru milli kvenn- anna í fjölskyldunni. Konurnar dveljast etv. jafn mikiö á heim- ilum mæðra sinna og systra og á sínu eigin. Hús móður Socorro hélt áfram að vera miðpunktur í lífi systranna eftir að þær giftust. Þær hjálpuðu hver annarri. Sérstaklega þegar „fyrir- vinna“ einhverrar brást, tíma- bundið eða til frambúðar. Þær deildu mat, fötum, peningum og tóku að sér börn hver ann- arrar. Socorro giftist þegar hún var tvítug. Hún bjó ásamt Gabríel k manni sínum í herbergi, sem byggt var ofan á hús tengda- foreldra hennar. Socorro reyndi að haldasínu heimili að- skildu frá heimilishaldi tengda- fjölskyldunnar. Hún notaði ekki eldhús hússins, heldur eldaði í herberginu, til að lenda ekki undir yfirráðum tengda- móður sinnar og enda sem nokkurs konar vinnukona hennar. Socorro hafði ekki leyfi til að fara út af heimilinu. Að mati manns hennar var ekki sæmandi giftri konu að vera að þvælast um göturnar. En móð- ir hennar, ásamt yngri syst- kinunum bjó skammt í burtu og tengdafólkiö gat ekki neitað henni að heimsækja þau. Hún dvaldi þar oftast allan daginn, undir því yfirskini að móðirin þarfnaðist hjálpar hennar. Faðir Socorro setti sem skil- yrði fyrir giftingunni að Gabríel hefði fasta atvinnu og hann fór ^ að vinna í verksmiðju. En þar var hann aðeins í sex mánuði, „af því að launin voru svo lág“. Því næst seldi hann happ- drættismiða um tíma, en eftir það hafði hann aldrei fasta at- vinnu. Socorro bjó með honum í þrjú ár og eignaöist son á þeim tíma. Gabríel fór brátt að van- rækja heimilið og beitti Socorro- ofbeldi þá sjaldan hann var heima. Að lokum fór hann að vera með annarri konu og Socorro yfirgaf hann og fluttist til móður sinnar með drenginn. Ári síðar dó móðir Socorro. Lucia, elsta systirin varð nú höfuð fjölskyldunnar og Socorro fluttist til hennar. En nú, þegar Socorro stendur uppi eiginmannslaus er félags- leg staða hennar mjög lág. Enda þótt hún hafi á allan hátt hegðað sér óaðfinnanlega að dómi samfélagsins, er það samt hún sem er dæmd — fyrir að glata eiginmanninum. Nú er hún heldur ekki húsráðandi lengur. Það er aðeins rúm fyrir eina húsmóður á hverju heimili og hér er hún á heimili Luciu. Hún býr undir hennar þaki, í óþökk manns hennar og háð góðvild systur sinnar. Socorro er bitur yfir mis- heppnuðu lífi sínu. Hún hefur ekki alveg gefið upp vonina um að Gabríel komi til hennar aft- ur. Hún á harða ævi. Hún fer á fætur fyrst allra á heimilinu og vinnur baki brotnu við heimilis- störf allan daginn. Fyrir það fær hún fæði og húsaskjól fyrir sig og drenginn. En hún á enga peninga. Stundum fær hún senda peninga frá systrum sín- um eða Mario, en það er ekki oft. Helst af öllu segist hún vilja fá launað starf til að geta séð fyrir drengnum. Hún hefur leit- að lengi að vinnu, en árangurs- laust. „í þessu landi vill enginn ráða konu með barn, konu sem ekki er ung og falleg lengur. Til að fá vinnu þyrfti ég að þekkja mikilvægar persónur, en ég þekki engar slíkar. Ég brýt um það heilann nótt og dag, hvernig ég geti fengið vinnu eða hvað ég geti gert til að breyta ástandinu." Socorro getur ekki gifst aftur, þvi að skilnaöur er ekki leyfður. Litið er niður á konur sem hafa skilið að borði og sæng og farið síð- an í sambúð með öðrum manni. „Og þar að auki, fyrst Gabríel gat yfirgefið sitt eigið barn, hvers gæti ég þá vænst fyrir barnið af öðrum manni? Ég velti þessu oft fyrir mér. Ég er ekki gift, ekki ekkja, ég er ekki ógift heldur. Það er eins og ég sé. . . ekkert." S.E. ‘Socorro er tilbúið nafn. Ljósmynd: Eliot Elisofon Svart er Svartur er ástarfaðmur móður minnar, Svart er hár föður míns, Svartir eru dimmir skuggar næturinnar, sem milda dagsbirtuna. Svart er barnið við brjóst mitt, Svartur vængur villisvansins, Svört er ást mín og ástvinir, Svartur litur hörunds míns. Svört er sú vissa að þekkja minn áfangastað. Svart er í Norðri, Suðri, Austri eða Vestri þar eru iíka svartir Svart er að deila með sér og þykja vænt um. Svartur er minn áfangastaður, Svört er þjóð mín og menning, Svartur er litur hörunds míns. Maureen Watson (gyöa þýddi) 15

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.