Vera - 01.03.1985, Page 20
Hvað verður um
Elliðaárdal?
Af einhverjum ástæðum hefur meiri-
hluti borgarstjórnar ákveðið að fresta
friðlýsingu Elliðaárdalsins. Sú ákvörð-
un veldur áhyggjum um framtíð dalsins
en þá ekki síður furðu, því enginn hald-
bær rök hafa komið fram sem styðja
frestunina.________________________________________
Guörún Ólafsdóttir, fulltrúi okkar í Umhverfismála-
ráöi og nú einnig varaborgarfulltrúi, var meðal þeirra
minnihlutafulltrúa, sem tóku til máls á borgarstjórnar-
fundinum 7. mars, þegar frestun friðlýsingar Elliöaár-
dalsins var samþykkt. Guörún andmælti þeirri frestun,
undraðist hvernig á henni stæði eftir áralanga sam-
stöðu í borgarstjórn um að stefna skuli að friðlýsingu og
stofnun fólkvangs á þessum vinsæla og fagra útivistar-
stað. „París á sína Signu, Vín sína Dóná og Reykjavík
sínar Elliðaár'1 sagði Guðrún og getum við allar tekið
undir það.
Formaður umhverfismálaráðs borgarinnar, Hulda
Valtýsdóttir, mælti fyrir tillögu Sjálfstæðisflokksins um
frestun. Hún vitnaði til athugasemda, sem borginni bár-
ust, þegar auglýst var fyrirhuguð stofnun fólkvangs í
.dalnum. Þar kemur m.a. fram að Vatnsendabóndi
krefst samninga um kaup borgarinnar á þeim lands-
svæðum, sem málið varöar, en Vatnsendabýlið er að
hluta til í lögsögu Reykjavíkur og að hluta til Kópavogs.
Að sögn borgarverkfræöings ,,má búast við að kaup
þeirra geti numið verulegum fjárupphæðum." Hulda
sagði í ræðu sinni frá harðvítugum landamerkjadeilum
undir lok síöustu aldar og kvaðst ekki vilja sjá slíkt end-
urtakasig nú! Því væri best að fresta stofnun fólkvangs.
Hulda las einnig úr bréfi frá stjórn Landverndar en í
bréf inu er skoraö á borgarstjórn aö stefna að f riðlýsingu
dalsins og var efni bréfsins samhljóða samþykkt í
stjórninni, þar sem Hulda Valtýsdóttir á reyndar sæti.
Álfheiöur Ingadóttir (Alþýðubandalagi) bar fram til-
lögu þess efnis að Elliðaárdalurinn yrði gerður að fólk-
vangi að undanskildu landi Vatnsendabónda. Tillagan
var borin upp í trausti þess að raunverulegur vilji væri
fyrir hendi til að friða Elliðaárdalinn og tryggja að hann
yrði ekki fyrir ásókn byggingaframkvæmda eða annars
konar röskun. Tillögunni var vísað frá. Álfheiður benti
á að friðun lands væri fyrirbyggjandi aðgerð og næg
dæmi sýndu að landssvæði, sem á skipulagskorti er
prýtt grænum lit og þannig merkt útivistarsvæði eða
opið, eru engan vegin tryggð fyrir byggingarfram-
kvæmdum. Friðlýsing ein gæti verið sú trygging. Álf-
heiður nefndi dæmi af Vatnsmýrinni (þar sem fuglalífi er
nú ógnaö með skurðgreftri) Laugarnestanganum, sem
hefði verið rýrður með vegalagningu, Stangarholtinu og
Öskjuhlíðinni, sem nú er sem óðast aö byggjast af
skemmtistöðum, þessu til staðfestingar. Friðlýsingu
Elliðaárdalsins var fyrst hreyft í borgarstjórn árið 1978.
Mikið undirbúningsstarf hefur átt sér stað og vorið 1982
tók þáverandi borgarstjórn af skarið og samþykkti ein-
róma að dalurinn skyldi friðlýstur. Náttúruverndarráð
auglýsti eftir athugasemdum hlutaðeigandi landhafa í
dalnum svo sem lög gera ráð fyrir og barst umhverfis-
málaráði borgarinnar bréf Náttúruverndarráðs ásamt
svörum við auglýsingunni í mars í fyrra. Þau göng voru
send borgarverkfræðingi til umsagnar þá þegar. Það
var þó ekki fyrr en í janúar á þessu ári sem umhverfis-
málaráði barst umsögn borgarverkfræðings, sú sem
vitnað var til hér að ofan. Sú umsögn fól í sér tillöguna
um frestun friðlýsingarinnar, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefur nú fengiö fram. Athugasemdir landhafa, svo og
kröfur Vatnsendabóndans, voru að miklu leyti fyrirsjá-
anlegar og hafa ekki haft áhrif á einhug borgarstjórnar
til þessa, alltaf hefur verið Ijóst að friðlýsingu fylgdi
kostnaður og jafnvel málaþjark. Það hefur þó hingaö til
verið álitið þess virði, svo tryggja mætti verndun Elliða-
árdalsins og framtíð hans sem perlu Reykjavíkur. Nú-
verandi borgarstjórameirihluti virðist annarrar skoð-
unar og spurningin er bara: hvað ætlast hann fyrir með
Elliöaárdalinn?
Magdalena Schram skrifaði
borgarmálasíðurnar.
*-s
é