Vera - 01.03.1985, Side 24
senn. Með þessu móti gefst hverjum starfsmanni færi
á að nýta hæfileika sína í þágu starfs síns jafnframt því
sem hann sjálfur er fyrst og fremst gerður ábyrgur fyrir
því sem hann gerir.
Notendaráð
í samræmi við þær valddreifingarhugmyndir sem
frumvarpið byggir á er lagt til að útvarpsráð í núverandi
mynd verði lagt af og þar með bein pólitísk afskipti af
Ríkisútvarpinu. í stað núverandi útvarpsráðs kemur
notendaráð, skipað 14 konum og körlum, sem valin
eru með tilviljunarúrtaksaðferð úr þeim hópi lands-
manna sem kjörgengi hafa og kosningarétt. Hlutverk
notendráðs er að leggja drög að skiptingu efnis í höfuð-
dráttum, þ.e. hlutfall barnaefnis, íþrótta- og afþreying-
arefnis og einnig að gæta þess að mismunandi sjónar-
mið og málaflokkar fái sambærilega umfjöllun. Þá á
notendaráð að tryggja að notendur sjálfir veiti starfs-
mönnum Ríkisútvarpsins nauðsynlegt aðhald í störfum
sínum. Sú breyting verður á starfsháttum frá því sem nú
er að notendaráð skiptir sér ekki af dagskrárgerð né
framkvæmd dagskrár, heldur gagnrýnir hana eftir á.
Notendaráð kemur til með að hafa hvetjandi áhrif á ein-
staklinga til skapandi hugsunar og starfa og eykur jafn-
framt áhuga hvers og eins á að hafa mótandi áhrif á um-
hverfi sitt. Þá er það liður í að tryggja aðgang og áhrif
almennings að Ríkisútvarpinu, útvarpi almennings.
Hér gefst, því miður, ekki færi á að rekja þær umræð-
ur sem urðu um frumvarp Kvennalistans, en bent skal
á að allar umræður er að finna í Alþingistíðindum. Út-
varpslagaumræðan fór fram í efri deild 11. febrúar síð-
ast liðinn.
UMHVERFISMÁL
Náttúruverndarsjónarmiö mega sín lítils
gagnvartþeirri auðhyggju sem einkennir stjórn-
araðgerðir íþessu landi. Eitt dæmi um slíkt kom
nýlega í Ijós þegar iðnaðarráðherra framlengdi
leyfi til kísilgúrnáms af botni Mývatns, í trássi
við vilja Náttúruverndarráðs. Núgildandi leyfi
rennur ekki útfyrr en eftir tæþ tvö ár og undraði
því marga að ákvörðun um framlengingu skyldi
tekin nú áður en rannsóknir hafa farið fram á
áhrifum kísilgúrnámsins við Mývatn á lífríki
vatnsins. Umsagnar Náttúruverndarráðs var
leitað í máliriu og var ráðið tilbúið til að fallast
á leyfi til skemmri tíma, í fimm ár, að því til-
skildu að fjármagn fengist til nauðsynlegra
rannsókna. En nú hefur iðnaðarráðherra fram-
lengt leyfið í 15 árog meðþeirri ákvörðun gengið
þvert á lögfrá 1974þar sem segirað hvers konar
mannvirkjagerð og jarðrask á Mývatnssvæðinu
sé óheimil nema með leyfi Náttiiruverndarráðs.
Daginn eftir að aðgerðir ráðherra urðu uppvísar
kvaddi Guðmundur Einarsson sér hljóðs utan dagskrár
og gagnrýndi harðlega þá blindni og skammsýni sem í
þeim felast. Miklar umræður spunnust um málið og áttu
þingkonur Kvennalistans þar drjúgan þátt í. Kristín Hall-
dórsdóttir sagði m.a. að ákvörðun ráðherra væri í meira
lagi vafasöm frá lagalegu sjónarmiði og forkastanleg
með tilliti til náttúruverndar á þessu svæði sem ekki á
sér sinn líka í öllum heiminum. Einnig ítrekaði Kristín
tillögur Náttúruverndarráðs og sagði sér óskilanlegt
hvers vegna ekki væri hægt að fara að tillögum þess
aðila sem hefur lagalegan rétt til ákvörðunar í málinu.
Hún benti á að ferðamennska er ekki síður mikilvægur
atvinnuvegur í Mývatnssveit en kísilgúrvinnsla, en fyrir
um þremur árum munu um 160 manns hafa haft at-
vinnu þar af ferðamannaþjónustu á ferðamannatíman-
um. Hætt væri við að fáir leggðu leið sína í Mývatnssveit
til að skoða kísilgúrverksmiðju, sagði Kristín. Svör ráð-
herra voru mótsagnakennd og Guðrún Agnarsdóttir
sagði að hún gæti ekki orða bundist svo hefði sér
blöskrað að hlutsta á málflutning ráðherra og stuðn-
ingsmanna hans, og þá lítilsvirðingu sem þeir í máli
sínu sýndu náttúruverndar- og vísindamönnum. Það
gæfi kannski skýringu á því hve rannsóknarstarfsemi
almennt hefur átt undir högg að sækja hér á landi. Hroki
ráðherra og hortugheit bæru ekki vott um styrkan mál-
stað né góða samvisku. Ráðherra sagði að ef verulegar
breytingar yrðu á gróðri og dýralífi við Mývatn sem rekja
mætti til verksmiðjunnar myndi hann afturkalla leyfið.
Sigríður Dúna sagði sér þennan hugsunarhátt afar and-
stæðan, þ.e. að draga að byrgja brunninn fyrr en ein-
hver hefur dottið ofan í hann. Annars væri það svo að
þau mál sem heyrðu undir iðnaðarráðherra og komið
heföu til umfjöllunar á Alþingi stefndu öll að sama
marki: að stundargróða, að einhverjum ábata sem er
fljótfenginn.
Fjölmiðlar gerðu þessari umræðu á Alþingi nokkuð
góð skil í fréttum sínum, en athyglisvert er að þrátt fyrir
að allar þingkonur Kvennalistans létu í Ijós skoöun sína
og færu alls fimm sinnum í ræðustól, þá sá enginn
þeirra ástæðu til að láta þess getið, né heldur minnast
orði á sjónarmið og kröfur Kvennalistans. Það er samt
ekki á hverjum degi að heill þingflokkur tjáir sig um mál
á Alþingi.
Kristín Árnadóttir skrifaði
þingmálasíðurnar