Vera - 01.03.1985, Síða 30

Vera - 01.03.1985, Síða 30
Ljósmynd:Ms í síðustu VERU var Ingibjörg Hafstað í samtalinu endalausa. Þar minnist hún á þá umbyltingu í kvennapólitískri umræðu sem átti sér stað hér á landi sumarið 1981. Eða eins og hún segir sjálf: „Öllu var kollvarpað og byrjað upp á nýtt að skoða og skilgreina — vá hvílíkt sumar.“ Segir hún að Helga Sigurjónsdóttir og Helga Kress hafi átt þarna stóran hlut að máli. Þær hafi verið boðberar nýrra hugmynda. Það kom því eiginlega af sjálfu sér að önnur hvor þeirra yrði næsti við- mælandi okkar. Helga Sigurjónsdóttir varð fyrir valinu. Samtalið endalausa I Helga Sigurjónsdóttir var í hópi þeirra kvenna sem stofnuðu Rauð- sokkahreyfinguna árið 1970 og var virkur félagi þar í mörg ár. Hún varð bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi árið 1974 en sagði af sér þvi embætti 1979 og gekk stuttu síðar úr flokknum. Hún tók þátt í þeim hópi sem ræddi kvennaframboð til borg- arstjórnar sumarið 1981 en dró sig út úr hópnum áður en framboðið varð að veruleika. Hún er fráskilin 3ja barna móðir og kennir íslensku og sálfræði við Menntaskólann í Kópa- vogi. 30

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.