Vera - 01.03.1985, Page 33

Vera - 01.03.1985, Page 33
vilduð þið“. Auðvitað hljóta konur og aðrir sem standa höllum fæti að reyna að rétta hlut sinn með öllum tiltækum ráðum og þá er eðlilegt að byrjað sé á hinum formlegu réttindum. En konur standa utan valdsins, þær þekkja það ekki, þekkja ekki valda- hugsunarháttinn og valdataflið sem ein- kennir karlamenninguna. Þær kunna heldur ekki á stofnanirnar sem eru upp- byggðar á sömu forsendum. Þær átta sig heldur ekki á karlasamstöðunni sem er afar sterk, kannski sterkasta ,,stofnun“ þjóðfélagsins. Konurnar á fyrra skeiði kvennabaráttunnar fyrir stríð voru búnar að komast til botns í þessu, (sumar þeirra a.m.k.). Þær höfðu gengið sömu braut og við í Rauðsokkahreyfingunni, farið að ,,læra“ allt mögulegt meðaðstoðkarlanna til þess að verða gjaldgengar í hinu stóra samfélagi. Þær æfðu sig í ræðumennsku og félagsstörfum, fóru síðan út í pólitík og upplifðu svipaðar hremmingar og við og árekstra við karlveidið með misjafnlege slæmum afleiðingum fyrir þær sjálfar. Það er eins og dýrkeypt reynsla baráttukvenna berist ekki á milli kynslóða. — Af hverju? Ja, það er ekki gott að segja. Kannski er ein af ástæðunum sú, að dætur baráttu- kvenna verða svo miður sín yfir persónu- legum örlögum margra þeirra. Þær vilja ekki lenda í því sama. Fjöldi kvenfrelsis- kvenna hefur á öllum tímum orðið illa úti vegna andstöðunnar við karlveldið. Fyrir 300 árum voru þær brenndar, síðan þá hefur verið þaggað niður í konum með mildari hætti. En það er alltaf reynt að þagga niður í þeim. — Þú segir að því fylgi hremmingar að vera kvennabaráttukona? Já, svo sannarlega. Rauðsokka var t.d. og er enn mikið skammaryrði. Ég veit að börnunum mínum var oft strítt á þessu. En ég sé samt ekki eftir neinu. Fyrir mér var sumarið 1970 mjög spennandi timi, rétt eins og ’81 var fyrir ykkur. Ég get vissu- lega sagt um það sumar: ,,Vá, hvílíkt sum- ar“. — En svona að lokum, hvað finnst þér mikilvœgast í kvennabaráttunni núna? Samstaða. Kvennasamstaða. — isg. Konur, kastið ekki verðmætum á glæ! Frímerki eru verö mæti sem við Kvennahúsinu getum notað. Safnið þeim því saman og sendið okkur. Heimilis- fangið er: Kvenna- húsið, Vallarstræti 4, Reykjavík. 33

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.