Vera - 01.03.1985, Síða 35

Vera - 01.03.1985, Síða 35
Prinsessan verður drottning „Geföu þið fram Gabriel” Höf. Snjólaug Bragadóttir Útg. Örn og Örlygur Rvik. 1984. Linda, stjúpdóttir bresks blaöakóngs og íslenskrar hjúkrunarkonu, svífur um á rós- rauðu peningaskýi í leit að hinum rétta, hinni sönnu ást, því án hennar er hún að sjálfsögðu tilfinningalegt rekald. Þess á milli tekur hún viðtöl við frægt fólk um allan heim og er ,,á vettvangi” þar sem helstu hörmungar i heiminum gerast eins og t.d. flóð og námaslys. Hún lendir oft í miklum hrakningum og hörmungum í þessu starfi sínu, en hún er blaðamaður af lífi og sál og lætur ekkert aftra sér þegar vinnan er ann- ars vegar. Hún er sífellt önnum kafin og störfum hlaðin en slappar svo rækilega af þess á milli á einhverjum afskekktum en notalegum stað með viskýglas í hönd. í byrjun sögunnar hrapar hún með flug- vél niður á litla, klettótta og frumstæða eyju. Hún kemst ein af, vafin í ullarteppi. Á eyjunni dvelur hún þar til velvaxinn líkam- inn hefur náð fullum bata með góðra manna hjálp. Ennfremur rekur þar á fjörur hennar dularfullan draumaprins sem kyssti Lindu í námunni forðum „réttur og sléttur námuverkamaður”. Sá koss var svo heitur að hann brennur enn á vörum hennar. Hefst nú heilmikið hugarvíl hinnar ríku blaðaprinsessu. Getur hún: fræg, rík, falleg, gáfuð og dugleg elskað þennan myndarlega, stritandi fátækling? eða er hann einhver annar en hann segist vera? Þetta er hin dularfulla ráðgáta bókarinn- ar sem á að halda lesandanum spenntum. Fram á sögusviðið stígur svo fleira ríkt fólk, allt glæsilegt og flest hávaxið og Ijós- hært. Líf þessara persóna gengur þrauta- laust fyrir sig aö mestu og er stöðgut verið að gæða sér á Ijúffengum safaríkum steik- um, eftirréttum sem eru hreint augnayndi og öðru hnossgæti. Á undan skvetta menn í sig nokkrum lystaukum, sporðrenna Ijúf- um vínum með matnum og drekka ómælt viský með kaffinu á eftir, einsog ríku fólki sæmir. Svona bókmenntir hafa verið flokkaðar undir heitinu „afþreyingarbókmenntir”. Þá er átt við bækur sem notaðar eru til þess að drepa tímann með, hafi maður einhvern aflögu. En er ekki hægt að hafa ofan fyrir sér og gleyma volæði hversdags- ins með einhverju innihaldsríkara? Bókmenntir geta verið góðar eða slæm- ar og vanti afþreyingu velur maður vænt- anlega fyrri kostinn, því slæmar bækur eru leiðinlegar. Slæmar bækur skilja lesand- ann eftir tóman í höfðinu og skilningssljó- ann á lífið og tilveruna, þyrstan og svang- an. Góðar bækur afturá móti geta gert það að verkum að tíminn fljúgi frá manni auk þess sem skilningurinn á margbreytileika lífsins eykst og maöurverðurglaöur, sadd- ur og ánægður. Þó bækur á borð við þá sem hér hefur verið gerð að umræðuefni, hafi ekkert það að bjóða sem geri þær eftirsóknarverðar, þyrpast þær inn á markaðinn og eiga sér stóran hóp óþreyjufullra lesenda, sem bíða í röðum eftir bókinni sinni um hver jól. Þessar bækur kaupast upp, lesast upp, bókstaflega étast upp hratt einsog krem- brauö en eru líka álíka frauðkenndar og þau og skilja ekkert eftir nema kannski dulitla klístraða froðu á efri vörinni og hungur í kjarnmeira fóður. Gyða Hátt uppi: Bryndís Schram (Setberg) 1984 ,,Og svo bara gifti ég mig. . . ” . . . segir forsætisráðherrafrúin, sem hætti að fljúga átta mánuöum eftir aö hún gifti sig, „það var ekki beint bannaö að vera gift, en það var ekki venja. Það hefði líka verið erfitt að samræma fjölskyldulíf og flug” segir hún ennfremur en ekki er spurt fyrir hvern, eöatil hvers — hvort slíkt háttalag hefði hugsanlega veriö einhvers virði. Og Eddavirðist hafa það ágætt „fyrir framan arininn í ró og næði”, eins og segir í myndatextanum, í faðmi fjölskyldunnar úti í Arnarnesinu góða. Hinar konurnar i flugfreyjubókinni giftu sig svo bara líka, allar nema ein, og sneru sór að þjónustu viö heimili sín, þó ekki Erna Hjaltalin, hún „hélt áfram að vinna eins og ekkert heföi í skorizt. Mér var ekki sagt upp, þó að ég væri gengin í hjóna- band. Það hlýtur aö vera einkamál konu, hvort hún giftir sig eðaekki. Hún er í vinnu, og ef hún vinnur sitt starf vel, kemur eng- um við hvort hún er gift eða ekki.” En hún tekur fram eins og til að koma í veg fyrir einhvern misskilning, aö hún sé „ekki rauðsokka, langt því frá.” Saga Ernu Hjaltalín er reyndar sú athyglisveröasta í þessari bók, frá sjónar- hóli okkar kvenréttindakellinganna. Erna ólst nefnilega upp í flugvél með pabba sin- um sem var svo blessunarlega laus viö heföbundin viðhorf feðra til dætra sinna að hann tók hana meö sér hvert sem hann fór, en sjálfur var hann mikill áhugamaður um flug. Erna lærði svo flug í Flugskólan- um samhliða því sem hún stundaði nám í verslunarskólanum. Að loknu prófi fengu hinir nemendurnir — „strákarnir” sumsé — fastráðningu hjá Loftleiðum, en ekki Erna: „Ég var kvenmaður.” Erna hélt samt áfram að fljúga, og dag- inn sem hún varð átján ára gaf pabbi henn- ar henni eins hreyfils Piper Cup flugvól í af- mælisgjöf. Erna ætlaði að verða atvinnu- flugmaöur, en gerðist í staðinn flugfreyja, líkaði ekki starfið og hætti fljótlega. Að lok- inni Ameríkudvöl geröist Erna þó aftur flugfreyja: „En óg var ekki alveg búin að gefa atvinnumannshugmyndina upp á bátinn. Ég fór í blindflugið á fullu, og svo flaug ég alltaf mikið með pabba. í hvert skipti, sem starf losnaði, sótti ég um. En þeir sögðu alltaf „þú ert stelpa”. Það var vonlaust aö reyna.” Seinna hélt Erna til Bandaríkjanna á nýj- an leik og lærði siglingafræði: „Þegar óg kem heim aftur, sæki ég um aö verða sigl- ingafræöingur, en þeir vildu mig ekki. „Það mundi enginn þora að fljúga með þér,” sagöi Alfreö. Og ég trúði honum.” En Ernu þótti gaman aö fljúga og fyrst hún gat ekki fengið það besta tók hún það næstbesta. Skömmu síðar bauöst henni að starfa fyrir Loftleiöir í Kaupmannahöfn. „Eftir áriö kom Alfreð út og vildi fastráöa mig. Hann bauð mér fjögur hundruð krón- um minna í kaup en karlmenn fengu, sem áður höfðu unnið þessi sömu störf.” Erna kærði sig ekki um lægri laun en karlmaður fyrir sömu störf og bauðst til að setja nýjan mann inn I starfið. „Og hvað viltu gera heim?” spurði Alfreö. „Get ég orðið flug- freyja?" „Starfið bíður alltaf eftir þér,” svaraði hann. Hann var alltaf svo elskuleg- ur, hann Alfreö.” Það kemur fram í viðtalinu við Ernu að eftir Danmerkurdvölina reyndi hún enn á ný að komast inn í flugstjórnarklefann, án árangurs. Mál hennar vakti þó töluverða athygli og spunnust af því blaðaskrif, en þá var kvennahreyfingin ófædd og hún stóð ein í baráttunni viö alla „elskulegu” Alfreöana í flugheiminum. Það kemur víöa fram í þessum viötölum að viðmælandinn hefur átt að fara ein- hverja ferð, en því verið breytt á síðustu stundu. Og sú vél aldrei komið til baka. Tvær kvennanna lentu í alvarlegustu slys- um íslenskrar flugsögu. Ingigerður Karls- dóttir slapp meö 40% ævilanga örorku, Oddný Björgólfsdóttir var sextán mánuði frá vinnu með spjaldhrygginn brotinn á tveimur stöðum. En hún heldur ótrauö áfram því að: „Flugið er eftirsóknarvert starf. Kaupið er að vísu ekki hátt. Þetta er dæmigert kvennastarf. En maður upplifir svo margt, fer til ókunnra landa, lærir að bjarga sér sjálfur, þroskast.” Mór þótti Oddný skemmtilega opinská i sinu viðtali, en kannski hefur persónulegt líf hinna 35

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.