Vera - 01.03.1985, Page 36
Listahátíð kvenna
flugfreyjanna bara veriö svona hnökra-
laust.
Annars eru viötölin í þessari bók mjög í
hinum landsfræga helgarblaöa-stíl: ætt,
uppruni, bernsku- og æskuár tíunduö allít-
arlega áður en hægt er aö snúa sér aö efn-
inu. Og efniðsjálft—flugfreyjustarfiðaltso
— ekki ómerkara en hvur önnur störf sem
skráð hafa verið á bækur. Og konurnar
kjarnmiklar og án efa sjálfstæöar þó ég
leyfi mér að efast um orö skrásetjara sem
segir í formála: „Það er eitthvað í fari flug-
freyja, sjálfstæði og dirfska, sem gerir þær
frábrugðnar öðrum konum.. . Má með
sanni segja að þar (þ.e. í flugfreyjustétt)
sé samankominn blómi íslenskra
kvenna.” Óþarfi að láta tilfinningarnar yfir-
buga sig, Bryndís, þó auðvitað tendrist
þær alltaf eitthvað í hita vinnunnar. Frá-
gangur bókarinnar er ágætur, ég man ekki
eftir nema einni prentvillu. Stafirnir eru
óskaplega hávaxnir, en eflaust góðir fyrir
sjóndapra.
Sonja B. Jónsdóttir.
Nú er unnið að því að skipuleggja
Listahátíð kvenna sem verður einn lið-
ur í hátíðahöldum í tilefni þess að í ár er
seinasta ár þessa áratugar er Samein-
uðu þjóðirnar ákváðu að helga konum.
Inntak listahátíðarinnar verður að
kynna það sem konur hafa best gert í
listum og bókmenntum hérlendis.
Fyrirhuguð er myndlistarsýning á
KJARVALSSTÖÐUM dagana 21.
september til 8. október 1985. Öllum
myndlistarkonum í landinu er boðið að
senda inn Ijósmyndir (litmyndir á
pappír eða litskyggnur) af a.m.k. 5
verkum ásamt upplýsingum um nafn
heimilisfang og símanúmer. Gögn
þessi þurfa að hafa borist KJARVALS-
STÖÐUM fyrir 15. maí 1985. Vinsam-
legast merkiö innsendinguna með
„LISTAHÁTÍÐ KVENNA ’85".
Dómnefnd skipuð 5 konum (listakon-
um og listfræðingum) mun velja verkin.
Niðurstöður dómnefndar liggja fyrir í
byrjun júní 1985. Það skal tekið fram að
þeim listakonum, sem valdar verða til
þátttöku í sýningunni, er í sjálfsvald
sett hvaða verk þær sýna. Verkin á sýn-
ingunni geta vel verið önnur en þau
sem send eru Ijósmyndir af.
Dómnefndin áskilur sér rétt til aö
hafna verkum ef þau sökum stærðar
eða annars slíks henta ekki á þessa
sýningu.
Allar upplýsingar varðandi þessa
sýningu má fá hjá Guðrúnu Erlu Geirs-
dóttur í síma 21500 á þriðjudögum milli
17.00 og 19.00.
ATH!
Nú eru síðustu forvöð að
eignast Veru frá upphafi.
Tilboðsverð: 1000 kr.
Hringið í síma 22188 og við
sendum í póstkröfu.
Við prentum fyrir
ykkur
Solnaprant sí
Kirkjusandi við Laugarnesveg - Sími 32414