Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 2

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 2
5/1985 — 4. árg. Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar 22188, 21500, 13725 Mjög afgerandi þáttur í lífi hverrar konu er að eignast barn. Ekki er það síður afdrifaríkt að eignast ekki barn. Við erum aidar upp í móðurhlutverkið alveg frá fæðingu. Okkur eru gefnar dúkkur, ætlast er til þess að við sem ungar stelpur pössum lítil börn og flestar viljum við það gjarnan. Og auðvitað höfum við mæður okkar og allar aörar mæður sem fyrirmyndir. Leynt og Ijóst er okkur beint inn í þetta hlutverk og í hugum flestra er það órjúfanlega tengt því að vera kona. Okkur er innprentað frá unga aldri að æðsta sæla hverrar konu sé að hafa karlmann sér við hlið og barn á handleggnum. Það er því ekki að ósekju að ýmsum konum, sem af einhverj- um ástæðum ekki geta eignast börn, finnst þær vera hálfar manneskjur. Þær geta ekki gegnt því hlutverki sem greypt er inn í huga þeirra að þeim sé ætlað. Hinar sem taka þá ákvörðun að gegna ekki þessu hlutverki, annað hvort með því að eignast aldrei börn eða láta börn sín af hendi til annarra, eiga í vök að verjast gagnvart umheiminum og eru allt að því taldar haldnar ónáttúru. Báðir þessir hópar kvenna finna fyrir miklum þrýstingi og enn eimir eftir af því viðhorf i að þær séu eiginmönnum sínum eða sambýlismönnum einskis nýtar. Þær halda ekki það boðorð karlveldisins að fæða karlmanninum afkomendur. Hún er líka sterk í hugum okkar, myndin af móðurinni alsælu með annað- hvort sofandi eða brosandi barnið í fangi sér. Sumar upplifa þetta líka þannig. Aðrar ganga í gegn um erfitt tímabil á með- göngunni og eftir fæðinguna jafnvel svo að um alvarlegt þung- lyndi getur verið að ræða. Erfitt er að henda reiður á af hverju þetta stafar. Talað hefur verið um hormónabreytingar og ýmsar aðrar líkamlegar skýr- ingar gefnar. En skyldu félagslegar aðstæður ekki líka hafa þar áhrif? Hér á landi fylgir því oft mikið öryggisleysi og röskun fyrir konu að eignast barn. Fæðingarorlof er skammarlega stutt, það er skortur á barnaheimilum og barnagæsla ótrygg. Mjög margar búa jafnframt við óöryggi í húsnæðismálum eða eru búnar að reyra sig svo fast á lánaklafann að ekkert má út af bregða. Getur það líka hugsast að erfitt sé að láta óléttu- og ungbarnastandið falla inn í myndina í þessu ,,töff“ samfélagi sem við búum í? Allavega komumst við ekki hjá því að skynja hversu lítið tillit er tekið til barneigna og barna. Við þurfum ekki að líta langt til að sjá að þarfir mæðra og barna sitja ekki í fyrirrúmi. Allt þetta auk hinnar yfirþyrmandi ábyrðarkenndar sem oft hellist yfir konur, hlýtur að hafa áhrif á andlega líðan þeirra. í Veru núna: 5 ,,Geriö býráðið heilt“ Um kvenfrelsisbaráttu í Færeyjum 6—13 Æðsta sæla hverrar konu. . Konur og barneignir 14 Móöurlíf til leigu Staðgöngumóðir 16—18 . . . en hvað um mig Erfiðleikar eftir fæöingu 23 Skrafskjóöa Edda Jóhannsdóttir skrafar 22—24 Ásta Erlingsdóttir Um grasalækningar 25 Um kvennarannsóknir 26—29 Þingmál 30—33 Borgarmál 34—35 Úm bækur Ritnefnd: Gyða Gunnarsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Helga Thorberg Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kristín Blöndal Guörún Kristmundsdóttir Magdalena Schram Útlit: Gyöa, Stína, Helga, Kicki Starfsmaöur Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar og dreifing: Hólmfriður Árnadóttir Áslaug Jóhannesdóttir Ábyrgð: Kristín Blöndal Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Sólnaprent Ath: Greinar í VERU eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endi- lega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.