Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 7

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 7
Æðsta sæla hverrar Mjög afgerandi þáttur í lífi hverrar konu er að eignast barn. Ekki er það síður afdrifarlkt að eignast ekki barn. Viö erum aldar upp í móðurhlutverkið alveg frá fæöingu. Okkur eru gefnar dúkkur, ætlast er til þess að við sem ungar stelpur pössum lítil börn og flestar viljum við það gjarnan. Og auðvitað höfum við mæður okkar og allar aðrar mæður sem fyrirmyndir. Leynt og Ijóst er okkur beint inn í þetta hlutverk og I hugum flestra er það órjúf- anlega tengt þvl að vera kona. Okkur er innprentað frá unga aldri að æðsta sæla hverrar konu sé að hafa karlmann sér við hlið og barn á handleggnum. Það er því ekki að ósekju að ýmsum konum, sem af einhverjum ástæðum ekki geta eignast börn, finnst þær vera hálfar manneskjur. Þær geta ekki gegnt því hlutverki sem greypt er inn I huga þeirra að þeim sé ætlað. Hinar sem taka þá ákvörðun að gegna ekkii þessu hlutverki, annað hvort með því að eignast aldrei börn eða láta börn sín af hendi til annarra, eiga (vök að verjast gagnvart umheiminum og eru allt að þvf taldar haldnar ónáttúru. Báðir þessir hópar kvenna finna fyrir miklum þrýstingi og enn eimir eftir af þv( viðhorfi að þær séu eiginmönnum sínum eða sambýlismönnum einskis nýtar. Þær halda ekki það boðorð karlveldisins aö fæða karlmanninum afkomendur. Það er trúlega algengast að við konur göngum inn (móðurhlutverkið hugsunarlaust þ.e.a.s. við eignumst börn án þess að yfirvega hvers vegna og hverju það muni breyta fyrir okkur og hvernig l(f okkar yrði án barna. Ef þú spyrð konu hvers vegna hún hafi eign- astbörn vefst henni gjarnantunga umtönn. Eðahún svarar: ,,Þaðer svogaman að börn- um“ ,,ég elska börn" eöa ,,ég gæti ekki hugsað mér Kfið án barna". Hún er l(ka sterk I hugum okkar, myndin af móðurinni alsælu með annaðhvort sofandi eða brosandi barnið í fangi sér. Það er þó ekki fyrr en við reynum það sem við vitum hvort það er gaman aö eiga börn eöa ekki, og þá er ekki aftur snúið. En hver skyldi hún vera reynsla okkar af þessum atburði? Skyldi hún svara til þeirrar myndar sem haldið er að okkur? Flestar erum við með á hreinu hvernig okkur á að líöa samkvæmt uppskriftum. Við eig- um að vera hamingjusamar, já hreint alsælar. Viö eigum að finna til þessarar yfirþyrmandi móðurástar um leið og við sjáum barnið, jafnvel um leið og við finnum fyrir því inni I okkur. ,,Þetta kemur af sjálfu sér“ er sagt og er þá átt við móðurástina eða móðurtilfinninguna. Sumar upplifa þetta á þennan hátt þ.e. samkvæmt uppskriftinni. En það eru bara alls ekki allar. Það er staðreynd. Og hvernig skyldi hinum llða? ,,Ég hélt að það vantaði eitt- hvað I mig, ég hlyti aö vera ein um þessa reynslu og ég sagði engum frá þvl. Mér fannst ég vera ófullkomin, mislukkuð". Þetta sagði vinkona mln viö mig mörgum árum eftir að hún átti sitt fyrsta barn og fann enga móðurást blossa upp innra með sér. ,,Ég hef alla tíð þjáðst af sektarkennd gagnvart þessari dóttur minni", sagði hún ennfremur þó henni hafi vissulega farið að þykja vænt um þessa litlu veru þegar hún fór að kynnast henni. Nú er það viðurkennt að mörgum konum llður illa á meðgöngutímanum, ekki bara líkamlega heldur llka andlega, og sumar þjást hreinlega af þunglyndi. En það er ekki bara á meðgöngutímanum heldur líka eftir fæðinguna sem sumar konur ganga I gegn- um erfitt tlmabil. Erfitt er að henda reiður á af hverju þetta stafar. Talað hefur verið um hormónabreytingar og ýmsar aðrar líkamlegar skýringar gefnar. En skyldu félagslegar aðstæður ekki llka hafa þar áhrif? Hér á landi fylgir þvl oft mikið öryggisleysi og röskun fyrir konu að eignast barn. Fæðingarorlof er skammarlega stutt, það er skortur á barna- heimilum og barnagæsla ótrygg. Mjög margar búa jafnframt við óöryggi I húsnæðismál- um eða eru búnar að reyra sig svo fast á lánaklafann að ekkert má út af bregða. Getur það llka hugsast aö erfitt sé að láta óléttu- og ungbarnastandið falla inn I myndina I þessu ,,töff“ samfélagi sem við búum I? Allavegakomumstviðekki hjáþvlað skynja hversu lltið tillit er tekið til barneigna og barna. Við þurfum ekki að llta langt til að sjá að þarfir mæðra og barna sitja ekki I fyrirrúmi. Allt þetta auk hinnar yfirþyrmandi ábyrgðarkenndar sem oft hellist yfir konur, hlýtur að hafa áhrif á andlega llðan þeirra. Öll þessi mjög svo ..hversdagslegu mál" eru okkur konum afar hugstæð, sem sést best á því hve oft þau ber á góma þar sem konur hittast, tvær eða fleiri. Sem sagt, llf flestra kvenna snýst að meira eða minna leyti, um lengri eða skemmri tíma, um börn hvort sem þær eignast þau af fúsum vilja, gegn vilja sínum eða þær eignast þau ekki vegna þess að þær geta það ekki eða hafa tekið yfirvegaða ákvörðun þar um. Okkur, sem sitjum I ritnefnd Veru, er þetta efni ekki síður hugleikið en öðrum konum, og I stað þess að tala um það á ritnefndarfundum ákváðum við að skrifa um það.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.