Vera - 01.08.1985, Page 9

Vera - 01.08.1985, Page 9
„Lífið ekki spennandi meir' ‘ Viðmælandi Veru er 35 ára gömul kona og 3ja barna móðir. Hún eignað- ist öll sín börn innan við tvítugt, það fyrsta 16 ára, annað 18 ára og þriðja 19 ára. í öll þrjú skiptin varð hún barnshafandi án þess að það væri ætlunin. Þessi kona gekkst undir ófrjósemisaðgerð fyrir nokkrum árum og mun þvíekki eignastfleiri börn. Við spyrjum hana hvernig á því hafi staðið að hún hafi orðið barnshafandi 16 ára gömul. Árin, þegar ég var aö fá kyn- hvötina, þ.e. 1965—66 voru mjög flókin ár. Þaö var eitt- hvað að opnast fyrir kynlíf og nú var þaö ekki bara Ijótt og bannað eins og áöur. Þaö mátti þó ekki tala mikið um þaö og það var ekki hægt að tala um getnaðarvarnir viö full- orðna fólkið. Þegar mamma komst að því að ég svaf hjá stráknum sem ég var meö flutti hún bara rúmið mitt inn til sín og sagði: ,,Ef þú verður ófrlsk þá ætla ég ekki að hjálpa þór.“ Ég var búin að sofa hjá honum í hálft ár áður en ég varð ófrísk og það var auðvitað slys. — Haföi þér ekki dottiö í hug aö þú gætir oröiö ófrísk? Jú, oft. En þó maöur sé á ýmsum sviðum gamall á þess- um aldri þá er maður samt svo mikið barn. Maður er kæru- laus og hugsar ekki svo langt aö maður þurfi að taka afleið- ingum gerða sinna. — Hvernig varö þér viö þeg- ar þú uppgötvaöir aö þú værir ófrísk? Þetta var hrikalegt sjokk — þó ekki í fyrstu. Þá var þetta svo óraunverulegt því svona lagaö gerist bara ekki i lífinu. Mér fannst sem ég myndi fá plástur á báttið og allt myndi lagast. Það myndi einhver redda þessu. — Og hvaö geröist? Mamma fór með mig til ein- hverrar hjúkrunarkonu sem hún þekkti og hún gaf mér pill- ur sem ég átti að taka inn tii að koma blæðingu af stað. Sam- hliða pillunum átti ég aö fara í langargönguferöir, brennandi heitt bað og sprauta sjóöandi heitu vatni upp í leggöngin. Ekkert gekk. Þá var reynt að fá fóstureyðingu og fengin uppá- skrift tveggja lækna. Félags- legar aðstæður mínar voru mjög slæmar, ég var ung og í skóla, hafði ekki fyrirvinnu þar sem barnsfaðir minn var frá vinnu vegna slyss og ég bjó hjá móöur minni sem var ein- stæð móðir. Ég fór með plagg sem lýsti öllum mínum að- stæðum til Péturs Jakobsson- 9

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.