Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 18

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 18
en fæðingarþunglyndi. Helsta einkenni psykótískrar hegðunar er hvað hún er í litl- um tengslum við raunveruleikann. Sjúkl- ingurinn lifir í sínum eigin hugarheimi. Of- sjónir og ofheyrnir geta fylgt. Fæöingarpsykósan getur haft geðklofa- einkenni eða „maniodepressif'-einkenni eðaeingöngu „depressif“-einkenni. Þeg- ar um er að ræða geðklofapsykósu þá hef- ur konan mikið af ranghugmyndum sem gjarnan eru í tengslum við fæðinguna og barniö. Konan kann aö halda því fram að barnið hafi dáiö í fæðingu og það barn sem henni sé fært á sæng sé ekki hennar. Oft beinast ranghugmyndirnar að hjúkrunar- fólkinu, konan heldur því gjarnan fram að það hafi eyðilagt sig að innan og hún geti ekki framar eignast börn. Fæðingarpsykósan getur haft „manio- depressif" einkenni, öfgafulla sveiflu milli gleði og sorgar. Kona í manískri fæðingar- sykósu er mjög óeirin, missir úr svefn, tal- ar stöðugt, er mjög öfgafull í öllu hátterni, þrífur alla íbúöina um miöja nótt, svo dæmi sé tekið. Alvarleg fæöingarsykósa er ekki ein- ungis harmleikur fyrir hina sjúku konu, heldur líka hvítvoðunginn og alla vanda- menn. Ekki aöeins er móðirin svift þeirri ánægju að njóta hins nýfædda barns, heldur fer hið nýfædda barn á mis við ást og umhyggju mikilvægustu manneskjunn- ar í lífi sínu fyrstu mánuðina. Psykósan getur komist á það stig að líf barnsins sé I hættu, enda er þaö svo aö löggjafinn tekur tillit til þessa í sumum löndum, eins og í Bretlandi. Þar hafa verið ( gildi lög frá 1938 sem kveöa svo á, aö móðir teljist ekki sek um morð, ef hún verð- ur afkvæmi sínu að bana innan tólf mán- aöa frá fæðingu þess og sé þaö sannað eins og stendur í lögunum, að „hún var ekki í andlegu jafnvægi þar sem hún hafði ekki náð sér aö fullu eftir barnsburö" (the BRflun HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI VILTU GLEÐJA VIN VINNUFÉLAGA EÐA ÆTTINGJA? ÞÁ EIGUM VIÐ GJAFIR VIÐ FLEST TÆKIFÆRI VERSLUNIN PFAFF BORGARTUNI 20 balance of her mind was disturbed by reason of her not having fully recovered from the effect of giving birth). HVAÐ VELDUR. . . Hvers vegna geörænir örðugleikar koma fram á tíma sem venjulega tengist gleði og hamingju er mönnum hulin ráð- gáta, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir og athuganir. Sumir telja orsakanna að leita í hormónabreytingum sem verða við fæö- inguna. Aörir benda á sálfræðilegar skýr- ingar eins og erfiðleika með móðurímynd- ina, geðtengsl myndast ekki milli móður og barns. Svo eru þeir sem telja félagslega þætti þyngsta á metunum. í því sambandi má benda á að það fjölskyldumynstur sem viðgengst í okkar þjóðfélagi, býður uppá að móðirin einangrist inná heimilinu með nýfædda barnið sitt og umönnun barnsins verður nánast hennar einkamál. Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að annast hvítvoðung og sumum konum um megn að gera það hjálparlaust. Einnig held ég að hið margskipta hlutverk sem nútímakonan stendur frammi fyrir í dag geti átt hér hlut að máli. Hún vill starfs- frama sem útheimtir sitt og væntanlega vill hún eignast börn og gegna því starfi vel, auk annarra heimilisstarfa, þvotta, matseldar og oft uppeldis eldri barna. Úti- vinnandi mæður vita að erfitt er að þjóna tveimur herrum, hvort starfið fyrir sig krefst fullrar orku séu þær heilshugar við það og því vinnst annað starfið oft á kostn- að hins. Því held ég aö geðlægð geti kom- ið fyrir hjá mæörum ungbarna meðan þær eru að gera sér grein fyrir að þær geta ekki bæði sleppt og haldið. Ragna Ólafsdóttir sálfræðingur 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.