Vera - 01.08.1985, Side 28

Vera - 01.08.1985, Side 28
Margar tillögur voru lagðar fram á síðasta þingi um friöar- og afvopnunarmál. Kvennalist- inn flutti tvær tillögur til þingsályktunar, eina um frystingu kjarnorkuvopna, aðra um friðar- fræðslu. Auk þess voru þingkonur Kvennalist- ans meöflutningsmenn að tillögu um kjarn- orkuvopnalaus Noröurlönd. Engin þessara til- lagna var afgreidd, heldur var farin sú leið að reyna að ná samkomulagi allra flokka um stefnu íslands I afvopnunarmálum. Samkomulag náð- ist og veröur það aö teljast til nokkurra tíðinda aö slík tillaga skuli hafa verið samþykkt, enda vakti hún mikla athygli erlendis. Áöur en greint verður frá sameiginlegu tillögunni skal vikiö aö tillögum Kvennalistans, sem báðar voru nú fluttar í annað sinn. Frysting kjarnorkuvopna Frysting kjarnorkuvopna hefur verið mjög á dagskrá á undanförnum árum, einkum í Bandaríkjunum. Meö frystingu er átt viö að allri framleiðslu og tilraunum með kjarnorkuvopn veröi hætt þegar í staö og samningar hafnir út frá þeirri stöðu sem þá myndast. í tillögu Kvennalistans er skorað á íslensku ríkisstjórnina að beita sór fyrir samtíma, einhliða eða sameiginlegum yfirlýsinaum stórveldanna um frystingu kjarnorku- vopna. I slíkum yfirlýsingum felist: 1. „Allsherjarbann viö tilraunum með, framleiðslu á og uppsetningu kjarnorkuvopna. Ennfremur algjöra stöðvun á framleiöslu kjarnakleifra efna til vopna- notkunar. 2. Frystingu sem er háð öllum þeim aðferðum til sönn- unar og eftirlits sem þegar hafa verið samþykktar af málsaðilum í SALT-I og SALT-ll-samningunum, auk þeirra aöferða sem þeir hafa samþykkt í grundvallar- atriöum I þríhliða undirbúningsviðræðum í Genf um algjört bann við kjarnorkuvopnatilraunum. 3. Frystingu sem gildir Ifimm ártil að byrja meö en gæti orðiö lengri ef önnur kjarnorkuveldi slást í hópinn eins og vonir standa til." Það þarf vart að rökstyöja tillögu sem þessa fyrir les- endum VERU, hún felur I sér að íslendingum beri skylda til aö láta til sín taka í alþjóðamálum í þágu friöar og er um leiö stuðningur við hugmyndir um tafarlausa stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins, með einhliða aö- gerðum eða með samkomulagi stórveldanna. Með ein- hliða aögerðum er auövitaö átt við skref í átt til afvopn- unar sem bæði stórveldin hafa meira en efni á, enda vopnabúr þeirra yfirfull og sífellt bætast ný vopn í safn- ið. Friðarfræðsla Flestar ykkar muna eflaust eftir þeim miklu umræð- um sem uröu um friöarfræöslutillögu Kvennalistans o.fl. á sföasta ári, þegar sumir þingmenn tóku bakföll af hneykslun yfir því að nú ætti að fara aö troöa póiitlk inn í blessuö börnin á dagheimilunum. Svo viðkvæm eru málefni friðarins í augum sumra. Tillagan var ekki af- greidd í fyrra og því var hún endurflutt. Hún felur í sór aö Menntamálaráðuneytið skuli undirbúa friöarfræðslu á dagvistarheimilum, í grunnskólum og framhaldsskól- um landsins. Markmið fræðslunnar verði aö glæða skilning á mikilvægi friðar í samskiptum einstaklinga, hópa og þjóða. Að þessu sinni urðu litlar umræður, en Guðrún Agn- arsdóttir greindi skilmerkilega frá því hvað í tillögunni felst og hvernig hægt só að framkvæma friðarfræðslu. Hún vitnaöi m.a. til skilgreiningar Anatole Pikas á friðar- fræöslu, en hann kennir þau fræöi við Uppsalaháskóla. Hann segir sem svo: „Friðaruppeldi er að móta geröir og viðhorf manna I þá veru að þau minnki hættu á stríði. Þessi áhrif mega ekki skeröa þjóöernislega eða póli- tlska vitund manna eöa mannréttindi þeirra. Markmið- um friöaruppeldis er unnt að ná með auknum skilningi milli þjóða sem vlgbúast af ótta hver við aöra. Mikilvæg- asta tæki friöaruppeldis er aukning á þekkingu og hæfni til að leysa deilur með viðræðum deiluaöila á jöfn- um grundvelli." Guðrún vitnaði einnig I Stefanie Duckzek sem segir: „Með friðarfræöslu er leitast við að dýpka vitund, vitneskju og skilning á deilum milli einstaklinga, innan þjóðfélags og milli þjóða. Deilur eru rannsakaöar og orsakir þess að deilur leiða til átaka eða ofbeldis, en þessar orsakir eru samofnar skynjunum, verömæta- mati og viðhorfum einstaklinga. Enn fremur má finna orsakir (félagslegri, stjórnmálalegri og efnahagslegri gerð þjóðfélagsins. Með friðarfræðslu er hvatt til þess að leita annarra leiða, sem fela í sér lausnir á deilum án ofbeldis og jafnframt stuðlað að því að þroska þá hæfi- leika sem nauösynlegir eru til að beita slíkum lausn- um.“ Slöar í ræöunni svaröi Guörún þeim fullyrðingum að meö friöarfræöslu ætti aö fara að troða pólitík inn í litlu börnin: „Oröiö friðarfræðsla er gildishlaðið og e.t.v. óheppilegt orð þar sem það býður upp á vissa mögu- leika til misskilnings. Sumir hafa látið í Ijós ótta um aö friðarfræöslaveröi vettvangureinhliða áróðurs. Nokkrir hafa látið sér detta í hug aö nú ætti að fara aö kenna stóra sannleik um alþjóðastjórnmál á dagvistarheimil- um eöa þá aö spilla ætti saklausri bernsku meö því aö fylla börn af ótta. Enn aðrir hafa haldið þvl fram að skól- arnir geti alls ekki kennt um slík mál, til þess séu þeir allt of pólitískir. Eg tel þaö alveg Ijóst af því sem ég hef þegar sagt að ekki er það ætlunin að kenna um alþjóöastjórnmál á dagvistarheimilum nó heldur aö vekja ótta með litlum börnum gagnvart einhverju sem þau skilja ekki og ráöa ekki viö. En því má ekki gleyma að hversu vel sem við vildum geta verndað börnin okkar þá kemur óttinn til þeirra úr umhverfinu fyrr en síðar. Sjónvarp, myndbönd og kvikrrtyndir flytja ofbeldi í auknum mæli aö augum og gljúpum hugum barna og unglinga. Þaö er bæöi i frétt- um af átökum og styrjöldum sem lýst er á sífellt óvægn- ari hátt og einnig I leiknum myndum þar sem einstak- lingar beita hvorn annan grófu ofbeldi í návist. Og óg vil minna á þegar geröar voru upptækar fjölmargar ofbeld- iskvikmyndir úr myndbandaleigum hór á s.l. vetri. Vitneskja um tortimingargetu kjarnorkuvopna skilar sór líka fyrr en síðar og henni fylgir ótti, vonleysi, van- máttur og reiöi gagnvart foreldrum og hinum fullorðnu sem búa barninu svo brothættan og ótryggan heim." Friðarfræðslan á eflaust eftir að fá meiri umfjöllun á næstu árum og skal forvitnum því bent á 27. hefti Alþingistiöinda frá 1985 þar sem ræðu Guðrúnar er aö finna. Stefna íslendinga í afvopnunarmálum Sem fyrr segir samþykkti alþingi tillögu um afvopnun- armál nú í vor og er hún fyrir margra hluta sakir nokkuð merkileg. I tillögunni eru viöurkennd þau sjónarmiö aö allt of miklu fjármagni só varið til vígbúnaðar f heiminum

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.