Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 8

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 8
„Mér fannst þetta aldrei erfitt" Sennilega eignast stærsti hópur kvenna börn einfaldlega vegna þess aö þær langar til þess. Okkur þótti því sjálf- sagt aö fá sjónarmið einn- ar slíkrar með. Þó ekki ætl- um við okkur þá dul að skilgreina af hverju sú löngun er sprottin. Það er önnur saga. Ég ræddi við konu, sem hefur eignast þrjú börn, og spurði hana fyrst hvernig henni hefði liðið á meðgöngutímanum. Mér fannst meögangan erf- iö. Mór fannst hún þreytandi og hálf leiðinleg. Þetta er svo langurtlmi. Heilir nlu mánuöir! Mór fannst ætlast til þess af mór aö óg væri glöð og hress, en óg var þvert á móti óþol- andi. Ég vildi vera í friði. Kannski var þaö mest óg sjálf sem gerði kröfurnar til mín. Maöur á aö standa sig. Þaö er jú sagt meö hrifningu: ,,Hún er svo dugleg, hún vann fram á síöasta dag“. Og í aöra rönd- ina vill maöur gjarnan standa sig, en mér bara leið ekki þann- ig- Svo er þaö peningahliðin. Þriggja mánaöa fæðingarorlof er alltof stuttur tími. Eg tala ekki um ef maöur tekur einn mánuöfyrirfæöingu. Og fæstir hafa efni á aö taka lengra fri. Sex mánaða fæöingarorlof er algert lágmark. — „Nú fæöa allar konur nér á landi á fæöingarstofnunum. Hvaö fannst þér um dvölina þar?" Þaö er visst öryggi aö fæöa á stofnun þar sem maöur er umkringdur fólki sem kann sitt fag. Hins vegar leiðist mór dvölin. Finnst hún allt of löng. Þaö eina sem hægt er aö gera er að labba um gangana eða reykja í setustofunni. Ég vil geta fariö út eins og ég sjálf treysti mór t.d. í bæinn. Mór finnst llka ég ætti aö geta fariö fyrr heim. Þaö hlýtur aö fara eftir aöstæöum hverrar og einnar hvenær hún treystir sér aö fara heim og því skyldi ein- hver annar en óg vera færari aö meta mlnar aðstæður? Svo er þaö brjóstagjöfin. Þaö hefur veriö haldiö uppi miklum áróöri um brjóstagjöf. Allar mæöur geti og eigi aö hafa börn sln á brjósti. Þaö só bara spurning um vilja og kunnáttu. Þessi vakning er mjög góö svo langt sem hún nær. En hún er slæm fyrir mæöur sem geta takmarkaö mjólkaö börnum sínum og vek- ur hjá þeim sektarkennd. Þaö eru nefnilega til tregmjólkandi konur. Á fæöingarstofnunum var til skamms tíma jafnvel gengiö svo langt að vikta börn- in eftir hverja gjöf og svo boriö saman I áheyrn mæðranna hve mikið hvert barn fókk. Móöir fær líka oft aö heyra þaö að barnið sé óvært af því aö hún gaf því ekki nóg. Og nú á þaö að vilja eignast börn og eignast þau aö vera svo eðlilegt þegar kona er úti meðal fólks aö lyfta upp skyrtunni og gefa barninu síni brjóst. Þaö er eins og hún só annars flokks móöir ef hún tek- ur upp pela. Þetta vekur sekt- arkennd og þaö getur ekki ver- iö meiningin. — Hvaö kom þór mest á óvart viö aö eignast börnin? „Hvaö mór þótti gaman. Ég haföi heyrt svo mikið um erfið- leikana. En mér fannst þetta aldrei erfitt. Ég hef aldrei litið á þetta sem neitt mál að eignast barn. Þaö kom mór llka á óvart þegar ég eignaöist annaö og þriöja barn iö hvaö þetta er ól íkt í hvert skipti. Hver einstakling- ur kallar á mismunandi þætti í manni. Þegar maöur fer að kynnast einstaklingnum er eins og maöur skynji llfiö upp á nýtt. Hversdagslegir hlutireins og til dæmis aö fara í strætó verða ævintýralegir. Heimur- inn séöur meö augum barns- ins veröur skemmtilegri. Aö eiga barn hjálpar manni til aö varðveita barniö í sjálfum sór. Börn hafa mikla kímnigáfu sem kemur fljótt í Ijós. Þaö má ekki kæfa hana I fæðingu, heldur örva. Persónuleikinn kemur strax I Ijós. Smábörn eru ekki pakki sem hægt er aö leggja ( sófahornið bara af því aö þau eru svo róleg. Þau eru sjálfstæöir einstaklingar en ekki eign sem viö getum ráöskast með.“ — Hverju breyttu þessir nýju einstaklingar fyrir þig? Mór fannst óg vera sjálf- stæöari. Ég fór aö skipta máli. Þarna var kominn einhver sem treysti á mig. Þaö styrkir mann aö bera ábyrgö. Þaö er öllum nauösynlegt. — Hvernig fannst þór viöhorf samfólagsins vera? Nánasta umhverfi er mjög jákvætt. Vinir og ættingjar koma og spyrja hvort mann vanti ekki kerrupoka, sæng, rúm o.s.frv. og eru boðnir og búniraö hjálpa. Reyndarfinnst mór allt of mikiö um aö fólki finnist þaö þurfi aö eignast allt nýtt fyrir nýja barnið. Hins vegar hafa stjórnvöld ekki staöiö sig nógu vel. Eins og óg sagöi áöan er fæðingar- orlofiö allt of stutt. Til aö halda heimili þarf tvær fyrirvinnur i flestum tilvikum. En þrátt fyrir þaö er ekki til nóg af barna- heimilum svo aö foreldrar geti veriö áhyggjulausir í vinnunni. Almennt finnst mór vanta töluvert að skilningur só á þörf- um barna t.d. að í umhverfinu sé tekið miö af þeim. Heimili fólks finnst mér eigi aö vera eitt allsherjar vinnu- og leiksvæði. Ég er alveg á móti stássstofum sem helst þarf aö afgiröa svo börnin geti ekki skemmt eitt- hvaö. Heimili á ekki aö vera safn þar sem ekki má snerta munina. Börn hafa voðalega gaman af að klæðast skrýtnum fötum og leika. Þaö er líka gaman aö vera meö þeim í þessu, róta í fataskápnum og fara I gamla undirkjóla og vera með skrýtna hatta. Krakkarnir hafa gott af því að sjá að mamma getur breytt út af vananum og kannski þóst vera gamall karl eöa eitthvaö annaö. Maður þarf ekki endilega aö fara I leik- hús til að sjá fólk skipta um hlutverk, þaö er líka hægt aö leika heima á stofugólfinu meö krökkunum. Allir krakkar kunna aö leika og hafa löngun til þess. Þaö má ekki þagga niður í þeim og banna þeim en óg held aö þaö só of mikiö gert af því. Börnunum er ekki leyft aö njóta sín og þeim er ekki hrósaö nóg, börn þurfa nefni- lega hvatningu ekkert síöur en fullorðnir. Börnin hafa veitt mór óskap- lega ánægju, þau hafa kennt mór margt og þroskað mig. Þau koma síöur en svo í veg fyrir aö óg geti gert þetta eöa hitt. Ég hef ekki sömu ánægju af t.d. ferðalögum ef krakkarnir eru ekki meö og það er ekki heldur eins gaman að taka á móti gestum ef þau eru ekki heima. Krakkar eru nefnilega svo gestrisin, þau hafa mikla ánægju af því aö fá fólk í heim- sókn. Þaö er að mínu mati al- rangt aö reka þau snemma í bóliö svo maður só laus viö þau einmitt þegar þaö eru komnir gestir. Það skapar bara þving- að andrúmsloft. Ég myndi gjarnan vilja hafa stærri fjölskyldu og eiga fleiri krakka ef þaö væri ekki svona erfitt i þessu þjóöfólagi. Það er borin von aö óg fái nokkurn tima dagheimilispláss og þaö kostar vinnutap og álag fyrir mig aö ganga meö og eignast barn. Svo er óg heldur ekki ein af þeim sem reglulega nýt þess aö vera ólétt! Og þó, þaö er nú þess virði eftir allt saman. k.BI. 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.