Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 14

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 14
Það vakti mikla athygli fyrr á þessu ári, þegar ensk kona, Kim Cotton að nafni, tók að sér að ganga með og ala barn til þess að selja það barnlausum hjónum. Hjónin eru bandarísk og eiginmaðurinn sá Kim fyrir sæðinu, en það var bandarískt fyrirtæki, sem sá um viðskiptin og kom öllu í kring. Kim var fyrsta enska staðgöngumóðirin og við fæöingu barnsins upphófst mikið lagalegt þóf um það hvort hún mætti selja barn sitt. Að fæðingunni lokinni fór Kim aftur heim til sín en dóttirin nýfædda, „Baby Cotton", eins og blöðin kölluðu hana, varð eftir á sjúkrahúsinu þar til dómur féll í málinu. Svo fór að lokum að bandarísku hjónin fengu hana. Launin, sem Kim fékk fyrir viðvikið voru £6.500 og auk þess keypti enskt dagblað einkaréttinn á sögu hennar fyrir £15.000. Ný- lega kom eigin frásaga Kim út í bókarformi og af því tilefni sótti blaðakona enska blaðs- ins The Guardian hana heim: Einhvern veginn haföi ég gert mér í hug- arlund aö Kim væri bláfátæk en svo reynd- ist ekki vera. Hún býr ásamt manni sínum, Geoff og tveimur börnum í rúmgóöri íbúö I Finchley hverfi Lundúna. Kim tók þar á móti mér, óaðfinnanlega klædd og tilhöfð, heimilið var, þrátt fyrir tvö ung börn, sömu- leiöis óaöfinnanlega. Vel tiltekiö og í röö og reglu. Kim sagði mér aö þaö hefði verið til aö koma húsinu í lag sem hún ákvað að ganga meö barn og selja þaö síöan. Núna, sex mánuðum eftir fæðingu dótturinnar er allt þar sem nýtt, húsgögn, lagnir, gólf- teppi, eldhús. Hún sýndi mér þetta allt stolt í bragði og sagðist ekki sjá eftir neinu, þetta heföi veriö þess viröi. En hún veit aö aðrar staðgöngumæður hafa þjáðst af eftirsjá. Hún hefur hitt þá fyrstu banda- rísku, sem nú lætur ekkert tækifæri ónot- aö til að segja frá því hversu mjög hún þrái barnið sem hún lét af hendi. En Kim lætur þaö ekki eftir sér að velta vöngum, hún hefur brynjað sig hetjukufli og kveöst stolt af því aö ,,hafa komist klakklaust í gegnum þetta, að hafa sýnt aö þetta er hægt. Þaö er hægt að útiloka móðurtilfinninguna ef maður reynir." En saga hennar er þó raunaleg og Kim er bitur gagnvart mörgum, ekki síst banda- ríska fyrirtækinu, sem kom kaupunum í kring. Hún óttast að foreldrar barnsins hati sig og kenni sér um þær lagalegu ógöngur sem málið er komið í: „Mig langar til þess að þau lesi bókina mína til þess að þau viti hvernig þetta var frá mínum bæjardyrum séð.“ Hún er að reyna að fá lögfræðing til að koma bókinni til þeirra, þráir samúð hjónannaog þakklæti. Hún þarfnast viöur- kenningar á því að hún sé ekki bara ein- hver gráðug fjármoksturskerling heldur MOÐUR- örlát kona, sem vildi gera öörum vel. En hún hefur aldrei oröiö vör við neitt þakk- læti. Eins og hver önnur vinna Kim heyrði fyrst um staðgöngumæður þegar hún var að hlusta á útvarp yfir morg- unverkunum heima hjá sér. Hugmyndin snart hana strax. Hún var atvinnulaus, án starfsmenntunar og bundin heima hjá börnunum. Maðurinn hennar, Geoff, starf- ar í þvottahúsi fööur síns. Þau höfðu ekki efni á aö láta gera neitt fyrir húsið. Geoff hafði látiö taka sig úr sambandi eftir að börnin tvö komu, þau voru ákveðin í að eignast ekki fleiri. Að vera staðgöngumóð- ir hljómaði eins og hver önnur vinna, m.a.s. vinna sem hægt væri að leysa af hendi heima viö um leiö og bús og barna væri gætt. Hvers vegna ekki? Barnleysi hjóna var Kim framandi hug- tak þangað til hún fór til spjalls viö fulltrúa fyrirtækisins. Hún hafði ekki hugmynd um hversu erfitt þaö er að fá nýfætt barn í fóst- ur né að eitt af hverjum sjö hjónum geta ekki eignast börn saman. Þegar henni var orðið þetta Ijóst, hætti Kim að skoða staö- göngu sem hvert annað starf, hún sá þaö sem göfugt verk til að gleðja aöra. Hún skrifaði undir samning við fyrirtæk- iö. i þeim samningi voru ótal margir liöir, svo sem að væntanlegir foreldrar barnsins skuldbundu sig til aö taka við því jafnvel þó svo það fæddist vanskapað. Kim átti aö líf- tryggja sig, hún mátti hvorki reykja né drekka áfengi, hún afsalaöi sér rétti til aö láta eyöa fóstrinu ef henni snerist hugur, bandarísku hjónin myndu sjá alveg um LIF TIL LEIGU 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.