Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 26

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 26
Árlega leggur utanríkisráðherra fram skýrslu um utanríkis- og alþjóðamál ogsýnirhún íhnotskurn utanríkisstefnu stjórnvalda hverju sinni. íkjölfarþess eiga sérsíðan stað á Alþingi opinskáar umrœður um innihald ogþá stefnu sem ískýrslunni birtist, um stöðu íslands og samskiptiþess við önnur lönd. Þœr um- rceður endurspegla jafnan mismunandi lífsviðhorf og afstöðu þeirra afla sem fulltrúa eiga á Alþingi íslendinga. Aðþessu sinni var skýrsla utanríkisráðherra til umrœðu fyrstu dagana í maí og verður hér á eftir stuttlega greintfrá umfjöllun þeirra Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur og Guðrúnar Agnarsdóttur um skýrsluna. Þcer eru báðarfulltrú- ar Kvennalistans í utanríkismálanefnd þingsins, og höfðu býsna margt við skýrsluna að athuga. Heimsmynd kalda stríðsins Sigríður Dúnafjallaöi sérstaklega um þá heimsmynd sem í skýrslunni birtist og einnig um þróunaraðstoð, afvopnunarmál og auknar hernaðarframkvæmdir. Hún sagöi að helstu einkenni þeirrar heimsmyndar sem við blasti i skýrslu utanríkisráðherra væri sú mynd sem mótaðist á árum kalda stríösins, heimsmynd þar sem heiminum er skipt í tvær striðandi fylkingar, gráar fyrir járnum, önnur í austri en hin i vestri, þar sem öryggi þjóöa byggist á tilvist vopna sem eru nægilega öflug til að halda hinum stríðandi fylkingum í óttablandinni fjar- lægö hvorri frá annarri. Skýrt kæmi fram aö mat utan- ríkisráðherra væri það að friöur byggöist á vopnajafn- vægi, en það væri í hnotskurn sú heimssýn sem leitt heföi mannkyniö inn í þann vítahring ógnvænlegs víg- búnaðarkapphlaups sem viö nú búum við. Sigríður Dúna lagði á þaö ríka áherslu að hór þyrfti að koma til hugarfarsbreyting, því heimsmynd kalda stríösins skil- aði engum árangri í þá átt að þoka mannkyninu úr skugga helsprengjunnar til friöar og mannúöar í frjáls- um heimi. Hún gagnrýndi einföldun utanrikisráðherra á eöli og atferli stórveldanna, það væri sem hann sæi annað algott og hitt sem alvont. Um þaö má finna dæmi víöa í skýrslunni. En auövitaö eru bæöi stórveldin sek um þaö aö reyna aö skipta heiminum á milli sín í áhrifasvæði og skapa og viöhalda óvinaímyndinni hvort um annað til þess að tryggja sig i sessi og réttlæta vígbúnað sinn. Og þau eru bæöi sek um aö fylla vopnabúr heimsins með kjarn- orkuvopnum sem ógna öllu lífi á jörðinni. Okkur dugar ekki að skipta heiminum upp í eitt gott stórveldi á móti einu vondu, sagði Sigríður Dúna. Þannig komust við ekkert áfram í áttina að afvopnun og hafa veröur hug- fast að heimurinn er miklu flóknari og margskiptari en sem nemur austur/vestur skiptingunni. Þá er gagnrýn- isvert aö í skýrslunni er engin tilraun gerð til að greina ástand mála í öðrum heimshlutum í samhengi t.d. við hergagnaframleiöslu risaveldanna og vopnasöluhags- muni þeirra, sem eru gífurlegir. Engin tilraun er gerð til að greina samhengi hlutanna, heldur allt bútaö niður í aðskilin hólf og aö baki þessari sundur hólfuöu heims- myndar liggur hin svarthvíta mynd og sá skilningur að vopnin tryggi friðinn. Kjarnorkuvopnalaus svæði Hvaö varöar hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæði á Norðurlöndum, þá kennir mikils misskilnings um þau mál í skýrslu ráðherrans, sem ekki fær sóð til- gang þess ,,að vera meö vangaveltur um svæöi sem eru þegar kjarnorkuvopnalaus." Tillaga um kjarnorku- vopnalaus Norðuriönd var meðal þeirra sem í vetur voru fluttar um afvopnunarmál og að stóðu fulltrúar allra flokka. Utanríkisráðherra sniögengur alveg í skýrslu sinni þau rök sem fram komu við umræðu um þá tillögu og reyndar viö fleiri tækifæri. Sigríður Dúna benti utan- ríkisráðherra á að yfirlýsing um kjarnorkuvopnalaus svæði eru einmitt liöur í útrýmingu kjarnavopna og aö með því aö lýsa sig kjarnorkuvopnalaus svæði geta þjóðir heims gefiö kjarnorkuveldunum til kynna á ótvíræðan hátt hver sé afstaða þeirra til þessara gjöreyð- ingavopna og þannig beitt kjarnorkuveldin þrýstingi. Sagðist hún trúa að á Alþingi væri viðtæk samstaöa um þá hugmynd að lýsa Noröurlöndin kjarnorkuvopnalaust svæði og því hörmulegt að í skýrslu utanríkisráðherra skuli vera tekið á þessum málum eins og raun ber vitni. Kvennalistinn leggur mikla áherslu á samstarf og sam- vinnu við nágrannaþjóðir okkar í þessum málum og sama er aö segja um starf okkar á vettvangi alþjóða- stofnanna. Ekkert frumkvæði Hvað Sameinuöu þjóðirnar varöar benti Sigríöur Dúna á nauösyn þess aö Alþingi yrði gert kleift að vera virkur aöili í stefnumótun íslands á þeim vettvangi, en svo er ekki nú. Það vekur athygli aö ísland virðist ekki hafa haft frumkvæði aö neinum tillöguflutningi á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna og er það mjög miður því ekki er síöur undir okkur komiö en öðrum þjóöum aö hafa frumkvæöi um mál sem til heilla horfa. Sigríöur Dúna vók aö alþjóöasamningnum um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum (um hann var fjallaö í síöasta tölublaöi Veru) en samningurinn hlaut fullgildingu af ís- lands hálfu skömmu fyrir þinglausnir. Hún sagöi að raunverulegur árangur af starfi Sameinuðu þjóöanna færi m.a. eftir því hvernig aðildarríkin standa að fram- kvæmd mála heima fyrir, því eitt væri að samþykkja til- lögur og fullgilda samninga og annað aö framfylgja þeim. Fullgildingu samnings um afnám allrar mis- mununar gagnvart konum ber vissulega að fagna svo fremi að athafnir fylgi oröum.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.