Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 29

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 29
og aö þeim fjármunum beri að veita til þróunaraöstoöar. Þá er ríkisstjórnin hvött til að stuðla aö og styðja alls- herjarbann viö tilraunum, framleiöslu og uppsetningu kjarnavopna undir traustu eftirliti. Veröur fróölegt að sjá hvernig utanríkisráðherra fylgir þessu eftir á þeim fund- um og ráöstefnum sem hann sækir á næstu árum. Þá er einnig vikiö aö því mikilvæga atriöi aö bann veröi sett viö vinnslu kjarnakleifra efna til vopnaframleiöslu, en heiminum stafar ekki síst hætta af sjálfri vinnslunni og þeim úrgangi sem frá henni kemur. Tillagan gerir ráö fyrir eins konar stööugri fækkun kjarnorkuvopna (,,Build down“ í staö „Build up“ eins og nú er). Tillagan gerir ekki ráð fyrir einhliða skrefum, heldur gagnkvæm- um og er þarna gengið mun skemmra en i tillögu Kvennalistans. Lögð er áhersla á að draga úr spennu milli stórveldanna og sagt aö íslendingar hljóti ætfö aö leggja slíkri viöleitni liö. Merkast (tillögunni er tvímælalaust sú ákvöröun aö ekki skuli staðsett kjarnorkuvopn á (slandi. Eins og fregnir siöasta vetrar báru meö sór luma haukarnir i Washington á áætlunum um staösetningu kjarnorku- vopna á íslandi ef hættuástand skapast og kom utanrik- isráðherrann aö venju af fjöllum um málið. Fleiri þjóöir fregnuöu þessi áform sem hvorki höföu veriö borin und- ir kóng né prest. Samþykkt alþingis ætti aö taka af öll tvlmæli um aö við viljum engin kjarnorkuvopn hér á landi, aldrei. Annað merkilegt atriöi f samþykktinni er um könnun á því hvernig hægt veröi aö gera Evrópu að kjarnorkuvopnalausu svæöi. Hingaö til hafa til aö mynda Sjálfstæöismenn ekki mátt heyra minnst á kjarnorkuvopnalaus svæði og taliö allar slikar hug- myndir óraunhæfar, en nú stíga þeir þaö skref aö vilja samstööu og umræöur um slík svæði i Norður-Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á hafinu eöa i þvl. f framhaldi af þessu á aö kanna þátttöku (slands f viðræðum um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Orðalag tillögunnar er um margt varfærnislegt og sumir óttast aö meö þessari samþykkt veröi frekari um- ræöa um t.d. yfirlýst kjarnorkuvopnalaust ísland gerö ómarktæk, þar sem alltaf veröi vísaö til þessarar sam- þykktar. Þaö verður auövitaö aö reyna aö ganga lengra, á næstu árum en þaö er spurning hvort alþingi hafi ekki einmitt samþykkt ísland sem kjarnorkuvopnalaust svæöi? Þaö sem á vantar er viöurkenning beggja stór- veldanna og trygging fyrir því aö þau viröi þessa sam- þykkt.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.