Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 24

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 24
„Þú brenndir mig, mannstu ekki eftir því?“ (framhaldi af þessu segir Ásta mér hvernig hún hafi sjálf verið hálft í hvoru neydd út í það aö nota þessa aöferð. Til hennar kom kona sem var mjög slæm í báðum fótum og beið eftir því að kom- ast í uppskurö. konan hafði heyrt að Ásta heföi stundum aðstoð- að fööur sinn við að brenna og vildi endilega láta hana brenna sig. „Ég sagði henni aö ég gerði ekkert svona þó ég hafi stundum gert þaö meðan pabbi var lifandi. Þá sagöi konan viö mig: „Þú getur víst gert það“ og ég sagöi henni aö víst gæti ég þaö en vildi þaö ekki. Ég hólt að ég væri nú laus allra mála en nokkru seinna kom hún aftur og sagöist ekki trúa því aö óg geröi þetta ekki fyrir sig, því nú væri hún komin á svo sterk lyf að hún þyldi ekki meira. Þetta endaöi auövitaö meö þvf aö ég lét til leiöast og lét hana hafa bakstur og sagöi henni hvernig hún ætti aö fara aö. Ég sagöi henni aö láta sór ekki bregöa þó þaö sviöi undan þessu og blöör- urnar yröi hún bara aö klippa. Þetta geröi hún en þegar hún tók baksturinn af þessu komu svo miklar blöðrur og gekk út svo mikill óþverri að henni fóllust alveg hendur. Hún lót þá sækja mig og óg kom til hennar daglega í 7—8 daga meöan þetta var aö gróa. Siðan vissi óg ekkert meira af þessari konu en ég sá hana oft á götu og hún gekk eins og heil- brigö væri. Mér datt þá ekki annaö í hug en aö hún heföi fariö í uppskuröinn en ég haföi mig aldrei í aö spyrja hana. Þaö var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem óg spuröi hana hvort hún heföi fariö í uppskuröinn. Hún horföi á mig hálfundrandi og sagði, rótt eins og þaö væri sjálfsagöur hlutur: „Nú, hvaö, þú brenndir mig, mannstu ekki eftir þvl?“ Mór fannst auövitaö mjög gleöilegt aö heyra þetta því þaö er alltaf ánægjulegt ef fólk sleppur viö aö láta skera sig og liggja langdvölum á sjúkrahúsi." Má ekki rjúfa lífkeðjuna Ásta kann margar slikar sögur af fólki sem hlotið hefur fullan bata meö hjálp grasalyfja. Þær eru efni í annað og meira en stutt blaðaviötal. En þó hún trúi á mátt grasanna þá segist hún þó aldrei hafa tekið af skariö og sagt fólki aö fara ekki til læknis. Hún leggur þvert á móti mikla áherslu á aö þaö sé bæöi sjálfsagt og eölilegt aö fara til læknis ef eitthvaö amar aö og gangast undir þær aðgeröir sem nauösynlegar eru. Hún segir: „Ég myndi aldrei draga úr fólki aö gangast undir aögerö. Ég tek ekki á mig þá ábyrgö. Ég veit hins vegar og er sannfærö um aö þaö er hægt aö gera þvílíkt mikið með þessum jurtum, aö það er hægt að lækna meö þeim nánast alla sjúkdóma. Þaö þarf bara aö rannsaka þær. Ég er þó ekki meðmælt því að það só verið aö einangra efni í jurt- unum því þá er búiö aö rjúfa lífkeðjuna. Ég vil nota jurtina alla, þannig kemur hún aö bestum notum. Þaö eru óendanlegir mögu- leikar í þessu og ótæmandi verkefni. Þetta er ekkert sem maður lærir í eitt skipti fyrir öll. Þaö kemur alltaf upp eitthvaö nýtt viö jurt- irnar. Þaö sem mór finnst verst er þegar fólk skellir alveg hurðinni á þessa þekkingu. Þaö er enginn svo læröur aö hann hafi efni á aö segja aö þetta sé allt tóm vitleysa, þaö sé ekkert aö hafa i grös- unum sem spretta allt í kringum okkur. Þaö er endalaust hægt aö læra. En þaö er líka annaö sem fólk verður aö athuga meö jurtir og þaö er aö þær vinna afar sterkt. Maöur verður því aö komast sem næst því hvaöa jurtir henta hverri manneskju og í hvaöa ástandi hún er aö ööru leyti. Ég þarf því helst aö kynnast manneskjunni áöur en ég gef henni eitthvaö." Ég biö Ástu aö nefna mér einhver dæmi og hún segir mór sögu af konu sem leitaöi til hennar vegna gallsteina. Ásta segist aöal- lega nota tvær jurtir í slíkum tilfellum, en sagðist hafa veriö hrædd um aö ef hún gæfi þessari konu þær eingöngu myndi þaö hafa áhrif á meltinguna hjá henni. Hún segist því hafa blandaö lyfiö meö öörum jurtum til aö milda þaö, þó þannig aö þaö heföi áhrif á galliö. Af þessum sökum reiknaöi hún meö aö konan þyrfti tals- vert af þessari inntöku en í Ijós kom aö hún þurfti ekki nema tvær flöskur og þá batnaði henni. Hvert gras og hver jurt hefur sinn tíma Þaö er greinilegt aö það er ekkert barnameöfæri aö sjóða lyf úr jurtum og Ásta segir mór aö henni bregöi oft stórkostlega þegar hún heyri um tilraunir fólks til aö lækna sjálft sig. Hún segir mér sögu af manni sem hafi hringt í sig og sagst vera meö í nýrum en það væri ekkert vandamál, hann syöi bara nóg af sortulyngi og tæki þaö inn. „Þaö er stórhættulegt" sagöi Ásta, „hann heföi getaö stíflað sig svo rækilega aö þaö skapaöist bara nýtt vanda- mál." Og hún bætir viö: „Þaö er hreinlega hættulegt aö taka ein- hverjar jurtir og sjóöa upp af þeim ef maöur þekkir ekki eiginleika þeirra." Þaö gefur auga leiö að þaö er ekki nóg aö kunna aö sjóöa sam- an jurtir i lyf, þaö verður aö tlna þær lika. Hvert gras og hver jurt hefur sinn tíma og þaö er ekki sama hvenær ársins þær eru tekn- ar. Ásta segir mér aö ef voriö er gott þá byrji hún aö tína síöast i maf og sé aö allt fram I miöjan september. Hún fer út um allt í þessum erindum, bæöi vestur og norður, og í ár hefur hún fengið talsvert af jurtum sent austan af fjöröum frá barnabarni sínu sem þar býr. Hún segir mór aö þaö hafi verið alger vandræöi aö ná sór í jurtir hér sunnanlands síöustu sumur vegna rigninga. „Það blasti við að maöur hefði varla til heimilisbrúks, hvað þá handa öörum. Og þaö er dýrt aö safna þessu án tillits til þess hvort þaö er mikið eöa lítið sem maður uppsker. Ég þyrfti aö koma mér upp þurrkaöstööu og reyndar er þaö stóri draumurinn aö koma sér upp einhverri aðstöðu þannig að maöur sé ekki alveg háður veðri og vindum. Jurtirnar spretta líka úr sér í mikilli rigningu og svo get- ur maður ekki staðið úti í hvaöa veðrum sem er viö að tína." Styrkjandi og uppbyggjandi jurtir fyrir veturinn Þaö er farið aö líða ao hádegi og síminn tekinn til við að hringja án afláts. Allt er þaö fólk sem er aö leita ráða við ýmsum kvillum hjá Ástu. Hún svarar öllum jafn Ijúfmannlega, segist ætla aö at- huga málin og biöur fólkið að hafa samband við sig aftur. Fullorö- inn maður kemur til aö sækja nýjan skammt af inntökunni sinni og Ásta er greinilega vel heima í þvf sem aö honum amar. Það er greinilegt að erill dagsins er hafinn og ég geri mig því líklega til aö kveðja. Ég get þó ekki á mér setið aö spyrja Ástu hvort hún geti ekki bent á einhverjar uppbyggjandi og styrkjandi jurtir sem geti dreg- iö úr vetrarsleninu — minnug kvefpesta og slappleika síöustu vetra. „Ég veit nú varla hvaö ég á að benda á" segir Ásta. „Það er allt að sölna og fátt aö hafa úr þessu. Gulrófur eru reyndar mjög góöar. Um aö gera aö borða mikiö af þeim hráum því þær eru uppfullar af vítamfni. Þaö er líka gott að klippa knúppana ofan af baldursbránni og þurrka þá og ég tala nú ekki um ef þú getur náö þér í aðalbláberja- lyng og birkilauf, en birkilaufiö er nú líklega fariö aö veröa dauft. Þaö er ansi styrkjandi aö sjóöa te af þessu og drekka þaö. Mjaðar- jurt og blóðberg er líka mjög gott í te en blóðbergið er reyndar dá- lítið hart í maga. Fjallagrösin eru líka góö og maður fær svo fal- lega húö af þeim, en þó eru þau aðallega notuð í tengslum viö truflanir á skjaldkirtli og hormónastarfsemi. Svo er það líka elft- ing, það er ágætt aö hafa hana meö í teiö. Allar eru þessar jurtir mjög uppbyggjandi, það er auðvelt að þekkja þær og allir geta náö sér í þær. Ef maður drekkur te af þessum jurtum þá á maður aö standa betur að vígi þegar fer að líða aö jólum og vetrarslenið og flensurnar fara aö gera vart við sig." Meö þetta að veganesti og reynslunni ríkari kveð ég Ástu grasalækni og held aftur út í dumbunginn sem hún segir að sé að draga sig saman í rigningu. — isg. 24

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.