Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 25

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 25
í Lundi í Svíþjóð hefur í vetur verið starfandi íslenskur kvennahópur sem m.a. hefur kynnt sér félags- skapinn ,,Forum för kvinnliga for- skare och kvinnoforskning". Þegar starfsemi okkar fór af stað voru nokkrar í hópnum, sem þegar voru meðlimir í Forum, aðrar sem lengi höfðu ætlað að athuga málið og enn aðrar sem ekkert þekktu til þessa, en fengu áhuga. Það sem einkum varð þó til þess, að við sem íslenskur kvennahópur fórum að fara í saum- ana á Forum var sá orðrómur, að umræða væri komin í gang heima á íslandi um stofnun hliðstæðs félags- skapar. Við höfum safnað að okkur upplýsing- um með það fyrir augum að gera okkur grein fyrir hvort forsendur væru fyrir stofn- un Forum á íslandi og að hvaða leyti væri æskilegt að fyrirbærið væri svipað því sænska, eða hvað rök hnigju að sérís- lensku sniði. Það kom fljótt I Ijós í viðtölum okkar við forystukonur Forum hér í Lundi, að það hefur verið við ramman reip að draga þar sem karlaveldið er, hvert sem litið er. Vart er von að annað verði uppi á teningnum á íslandi, ef til kemur, en lítum á sögu Forum í Lundi, sem er hið fyrsta sinnar tegundar í Svíaríki. Upphaf starfseminnar má rekja aftur til ársins 1978, er nokkrar menntakonur héldu almennan fund á bæjarbókasafninu og stofnuöu með sér félagið Forum för kvinnliga forskare och kvinnoforskning. Skömmu áður haföi bresk vísindakona haldið fyrirlestur við félagsfræðideildina hér og undrast þaö mjög, aö ekki skyldi vera nein kvennastofnun eða kvenna- bókasafn viö háskólann. Um svipað leyti, þ.e. árið 1978, byrjaði Universitets- och högskoleámbetet að út- hluta ríkisstyrk til kvennavísinda og tók því þakksamlega, aö þá skyldi vera fyrir hendi stofnun til aö veita fénu í, þ.e.a.s. Forum. Frá 1978—1983 var starfsemi Forum rekin sem verkefni (projekt) við Háskól- ann í Lundi og átti skipulagslega undir Forskningspolitiska institutet, en 1983 urðu samtökin að stofnun (institution). Þessi stöðubreyting hefur m.a. í för með sér, að Forum getur nú skipulagt nám- skeið til háskólaprófs bæði í grunnnámi og doktorsnámi. Alla tíð hefur verið lögð áhersla á sem víðast sjónarhorn í starfseminni, en í upp- hafi voru fleiri meðlimir úr hugvísinda- en raunvísindagreinum. Munurinn hefur þó minnkað með árunum. í starfsemi Forum kennir annars ýmissa grasa. Eins og við vitum — allar — þá er algengt, að konur fái litlar sem engar upp- lýsingar á vinnustað eða í skóla um ráð- stefnur, styrki og fleira, sem í boði er. Upp- lýsingastreymið er allt í strákagenginu og vandlega læst þar inni. Úr þessu vill For- um m.a. bæta með upplýsingabanka sín- um. Þar sem skammt er síðan farið var aö gefa kvennavísindum nokkurn gaum er ennþá stærsti hluti útgáfustarfsemi á þessu sviði í blaða- og timaritagreinum, bækurnar eru I minnihluta, og ber bóka- safn Forum keim af því. Stærsti hluti safnsins er á ensku, sem e.t.v. er miður, því samkvæmt upplýsingum bókavarðar er mikið gefið út á frönsku og þýsku sem vert er að hyggja að. Forum í Lundi er áskrifandi að um 20 tímaritum víðs vegar aö. Forum stendur oft að komu gistifyrirles- ara, gjarnan í samvinnu við félög, bóka- verslanir eða bókasöfn. Án þess aðýkjaánokkurn hátt mááreið- anlega ætla, aö allar þær ástæöur, sem lágu til þess aö Forum var stofnað hér, séu einnig fyrir hendi á íslandi. Jafnframt má bæta nokkrum við án tafar: Barnagæsla er mun erfiðari viðfangs á íslandi, skólatími samræmist illa vinnutíma foreldra, fæö- ingarorlof er skammarlega stutt o.fl. mætti rekja á þessu sviöi, sem heft hefur konur bæði í rannsóknastarfsemi og annarri atvinnu. Þessi atriði hafa auðvitað verið margítrekuð, en glata ekki gildi sínu sem forsendur nýrra framsækinna félaga fyrir það. Hvað varöar sérstöðu íslenskra menntakvenna gagnvart sænskum kyn- systrum þeirra og öðrum nágrannaþjóð- um höfum við hér í Lundi rætt ákveöna þætti, sem hafa mætti að leiðarljósi, ef far- ið væri út í stofnun Forum á íslandi. — Á íslandi er mjög takmarkað skipulegt framhaldsnám, sbr. masters-, licentiat- og doktorsnám hér. — Á íslandi er stór hópur fólks, ekki síst kvenfólks, sem ekki hefur haft tækifæri til að stunda háskólanám, en engu að síður lagt stund á ákveðnar fræðigrein- ar. —■ Á íslandi er fólk, sem hlotið hefur menntun sína í mörgum löndum við mismunandi skólakerfi og veitt þannig ýmsum straumum til landsins. Þessi atriði m.a. gera stofnun Forum á íslandi eilítiö öðru vísi en hér er, en ekki síður aðkallandi og spennandi. Þar sem svo lítið er um skipulagt framhaldsnám og endurmenntun við Háskóla íslands væri mjög hvetjandi fyrir konur, sem ekki hafa farið til náms erlendis og konur sem hlotið hafa menntun sína í ýmsum löndum, að hittast og halda áfram vinnu að sínu áhugasviði. Það er óraunsætt að ætla, að okkar litla þjóð geti komið upp öflugu námi fram yfir grunnnám, og vafamál hvort slíkt væri einu sinni æskilegt. Það má líta á það sem styrk íslenskrar menntunar, að til hennar hafa borist stefnur og straumar hvaðanæva að. Það er óþarfi að ræða hér ástæður þess, að konur hafa í minna mæli en karlar hlotið framhaldsmenntun, en þeim mun ánægjulegra hve margar halda vöku sinni eigi að síður. Þess vegna álítum við, að ekki ætti að takmarka íslenskt Forum við konursem lokiðhafagrunnnámi I háskóla, heldur hafa það opið öllum konum, sem vilja sinna fræðigrein sinni með öðrum konum eða sinna kvennamenningu al- mennt. E.t.v. myndu slæðast með ein- hverjir karlmenn, sem vildu leggja málun- um lið. Sjálfsagt verðum við að feta hinn grýtta veg, sem kynsystur okkar í öðrum löndum hafa þurft að fara, byrja smátt, ávinna okk- ur viðringu og sess (meðal okkar sjálfra og karlaveldisins), slá vopnin úr höndum karl- anna smátt og smátt og enda e.t.v. sem bráðvirk háskóladeild með sjálfvirkt öryggi á fjárlögum. En ef við getum bara stutt við bakið hver á annarri, I visindastörfum, á vinnumarkaðinum og í jafnréttisbaráttunni almennt, þá er tilganginum náð. Við vilium gjarnan skiptast á skoðunum viö áhugafólk um ,,Forum“, heyra hug- myndir annarra og miðla frekar af okkar. Auk þess höfum við sæg af heimilisföng- um og öðrum upplýsingum fyrir þær sem vantar slíkt. Hafa má samband viö Guðbjörgu Lindu Rafnsdóttur Kámnársvágen 2 A:111 222 46 Lund SVERIGE Sigríði Stefánsdóttur Barmahlíð 2 Reykjavík Sími* 18841 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.