Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 15

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 15
kostnað vegna meðgöngunnar og fæðing- arinnar. Loks var klausa um algera leynd. Frjóvgunin fór fram: Bandaríski karlinn lót af hendi sæði sitt, sem hjúkrunarkona flutti svo heim til Kim, þar sem sæðinu var sprautað í hana. En jafnskjótt og Ijóst var, að Kim var orðin þunguð, lýsti fyrirtækið því yfir opinberlega að nú væru Bretar líka búnir að eignast sína fyrstu staðgöngu- móður. Breskir fjölmiðlar fóru af stað til að hafa upp á henni og fyrirtækiö fór fram á það við hana að hún kæmi fram í sjónvarp- inu, — allt þetta í bága við klausuna um leynd. Fyrirtækið reyndi líka að fá Kim til aö selja Sunday Times sögu sína á £2.500 en hún komst að því að þaö væri of lágt verð og seldi söguna Daily Star fyrir £15.000. Blaðið keypti einnig rétt að Ijós- mynd af Kim að kyssa barnið eftir fæð- inguna. Martröð Kim hafði ekki gert sér grein fyrir því að það sem hún haföi ákveðið að gera myndi valda slíku fjaðrafoki. Hún hafði ekki einu sinni hugsað út í það hvernig hún ætlaði að skýra fjölskyldu sinni og vinum frá þessu öllu, hvernig hún ætlaði að skýra óléttuna og barnleysið eftir á. Þegar hún tók jóðsóttina, upphófst raunveruleg martröð. Sjúkrahúsið var umkringt fjöl- miðlafólki, kvikmyndatökuvólum og for- vitnum vegfarendum. Kim var lögst á fæö- ingarbekkinn þegar fulltrúi Félagsmála- stofnunar hverfisins kom til að spyrja hana hvað hún hyggðist fyrir með barniö sem var að fara aö fæðast. Hún vissi þá ekki að stofnunin haföi sett lögbann á flutning á barninu. Fæðingin var erfið eins og nærri má geta viö slíkar kringumstæður. Þegar telpan var komin í heiminn tók Ijósmyndari Daily Star mynd af mæðgunum en síðan afhenti Kim starfsfólkinu barnið. Daginn eftir, þegar Daily Star var að smygla henni út af sjúkrahúsinu — til þess að keppinaut- ar blaðsins næöu engum myndum — upp- götvaöi Kim aö barnið átti að verða þar eftir. Geoff kyssti telpuna bless en Kim vildi það ekki. Nú segir hún: ,,Ég vildi óska að ég heföi gefið mér tíma til að knúsa hana.“ Þegar hún kom aftur heim, settist hún með mömmu sinni niður [ eldhúsinu og grét. ,,Ég hugsaði bara um þetta nafn- lausa barn, aleitt í vöggunni sinni og móð- urlaust. Ég hefði viljað leggja hana í hend- ur væntanlegrar mömmu sinnar, þá heföi mór fundist ég uppskera eitthvað fyrir Rætt við staðgöngu- móður mína vinnu. Það sem ég hafði hlakkað mest til var að sjá svipinn á foreldrum þess þegar þau litu hana fyrst augum." En Kim heyrði aldrei neitt. Dómstólarnir störfuðu fyrir luktum dyrum og Kim vissi ekkert um framvindu málsins, ekki einu sinni þegar félagsráðgjafi kom og bað hana að skrifa undir skjal þar sem hún afsalaði sér öllum réttindum yfir barninu án þess að vita hvort faðir þess fengi það eða ekki. Loks- ins ákvaö dómarinn að salan skyldi ganga í gegn en þegar Kim sá niöurstöðuna í blöðunum, var barnið flogiö vestur um haf. Hún fékk engan stuðning frá fyrirtæk- inu, sem kom þessu öllu í kring. Það eina sem hún heyrði var að foreldrar barnsins kenndu henni um fjölmiðlafárið. Og var þetta þess viröi? „Já, svarar hún ákveð- in,“ ég hef sýnt að það er hægt að gera þetta." Ótal spurningar Samt er erfitt að losa sig við óþæginda- tilfinninguna, sem þessi saga vekur hjá manni. Mun Kim ekki sjá eftir neinu? Svo margar konur, sem gefa börn í fóstur, fyll- ast þrá eftir þeim síðar. Og hvaö með börn- in þeirra Kim og Geoff? Hvernig hugsa þau um litlu systur sem mamma lét frá sér? Og þaö vakna líka margar spurningar sem varða foreldrana, bandarísku hjónin — hvers vegna þurfti barniö t.d. endilega að vera af sæöi karlsins, fyrst konan gat engan þátt átt í barninu? Og hvað munu þau segja stúlkunni. Dómarinn kvaöst þess fullviss að „Baby Cotton" myndi fá að vita allt um uppruna sinn. En það getur veriö erfitt fyrir börn aö skilja aö þau eru fósturbörn, en hvernig er að heyra að mamma manns gaf mann ekki af neyð og með hryggum hug heldur af gleði og fyrir peninga? i lok þessa sumars verður þingið búið að staðfesta lög sem banna öll viðskipti með börn á þann hátt sem hér um ræðir — fyrir- tæki af því tagi sem skipulagði þetta verða bönnuð. En þá þegar munu fjögur börn hafa verið seld á sama hátt og „Baby Cotton". Og þrátt fyrir bann á viðskiptum geta konur komist að samkomulagi við barnlaus pör — enginn veit hversu oft slíkt samkomulag hefur veriö gert í gegn um ár- in (Bók Kim Cotton, ,,Baby Cotton, For Love and Money" er gefin út af Dorling Kindersley.) Ms þýddi úr The Guardian. 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.