Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 33

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 33
Fulltrúar íbúasamtaka úti — atvinnulífsins inni í VERU hefur stundum verið lítillega fjallað um þann lýðræðisskort sem hrjáir meirihlutann I borgar- stjórn. Má nefna mýmörg dæmi þessari fullyrðingu tll stuðnings en hér kemur það nýjasta. Á fundi skipulagsnefndar ekki alls fyrir löngu lagði meirihlutinn fram tillögu þess efnis að fulltrúa Kaup- mannasamtakanna yrði heimiluð seta á fundum skipu- lagsnefndar, með málfrelsi og tillögurétti, þegar mál sem tengjast málefnum verslunarinnar væru til um- ræðu. Jafnframt lögðu þeir til að fulltrúum „annarra stórra hagsmunasamtaka í atvinnulífinu" yrði heimiluð seta á fundum nefndarinnar þegar mál sem þau snerta eru á dagskrá. Á sama fundi lagði ég fram tillögu um að fulltrúum íbúasamtaka í borginni yröi veittur sami réttur þegar mál sem snerta hagsmuni þeirra hverfis eru til umfjöllunar í nefndinni. En meirihlutinn var ekki á því að láta eitt yfir alla ganga. Þeir samþykktu að sjálfsögöu sína tillögu en veittu tillögu minni ekki stuðning þannig að hún náði ekki fram að ganga. Mörgum reynist eflaust erfitt að skilja með hvaða rökum hægt sé að veita ákveðnum samtökum rétt innan borgarkerfisins sem öðrum er synjað um. En rökstuðningur fyrir slíku vefst ekki fyrir Sjálfstæðismönnum enda er hann aukaatriði í þeirra augum. Aðalatriðið er að menn eigi málefnalega sam- leið með Sjálfstæöisflokknum. Gamla sagan um Jón og séra Jón. Annars var rökstuðningur Sjálfstæðismanna á þá leið að þeir hefðu nú þegar svo náið samstarf við íbúa í hverfunum að annað eins hefði aldrei þekkst áður við stjórn borgarinnar. Að auki voru svo rökin þessi: „íbúasamtök þau, sem nefnd eru í tillögunni (þ.e. tillögu minni), eru áhugasamtök einstaklinga, sem ekki hafa formbundið umboð frá íbúum í viðkomandi hverfi. Því er ekki hægt að miða slíkan seturétt við þau“. Þegar afstaða Sjálfstæðismanna lá Ijós fyrir greiddi ég að sjálfsögðu atkvæði gegh tillögu þeirra um að full- trúar atvinnulífsins fengju seturétt á fundum skipulags- nefndar. Gerði ég grein fyrir afstöðu minni með svo- hljóðandi bókun: „Ástæða þess að ég greiði atkvæði gegn tillögu meirihlutans er sú, að hún gerir ráð fyrir því aðsamtökum í borginni, sem láta sig skipulagsmál ein- hverju varða, sé gróflega mismunað. Fulltrúum at- vinnulífsins er veittur réttur sem fulltrúum íbúa er synjað um. Þessi afstaða meirihlutans sýnir í hnotskurn hverra hagsmuna hann gætir. Þau rök gegn setu fulltrúa íbúa- samtaka á fundum nefndarinnar, að þarna sé um áhugasamtök einstaklinga að ræða, falla um sjálf sig, þar sem dæmi er um slíkt í nefndum borgarinnar. Má t.d. nefna að F.Í.B. og Slysavarnafélag íslands hafa seturétt á fundum umferðarnefndar." m LAUSAR STÖÐUR HJÁ '•r REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Forstöðumaður við dagh./leiksk. Iðuborg, Iðu- fell 16. Forstöðumaður v/Barónsborg, Njálsgötu 70. Matráðskona við skóladagh. Hálsakot, v/Hálsa- sel. Matráðskona við dagh. Sunnuborg, Sólheimum 19, 1/2 starf. Starfsmenn og fóstrur við eftirtalin heimili: Bakkaborg, v/Blöndubakka. Laufásborg, Lauf- ásvegi 53—55. Múlaborg, v/Ármúla. Stakka- borg, Bólstaðarhlíð 38. Sunnuborg, Sólheimum 19. Hraunborg, v/Hraunberg. Iðuborg, Iðufelli 16. Álftaborg, Safamýri 32. Kvistaborg, v/Kvista- land. Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og umsjónar- fóstrur á skrifstofu dagvistar í síma 27277 og for- stöðumenn viðkomandi heimila. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Póst- hússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðu- blöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 19. ágúst 1985. m LAUSAR STÖÐUR HJÁ 1 REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Starfsmenn, í eldhús hjá þjónustuíbúðum aldr- aða. Um er að ræða 75% stöður. Vinnutími frá 8.00—14.00 og aðra hvora helgi. Starfsmaður, á vakt hjá þjónustuíbúðum aldr- aðra. Um er að ræða 100% starf, aðstoð við íbúa. Unnið er á vöktum og aðra hvora helgi. Upplýsingar um stöður þessar fást í síma 685377, frá kl. 13.00—15.000 daglega. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknarblöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánu- daginn 19. ágúst n.k. isg. 33

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.