Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 11

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 11
stelpa. Þá voru þau beðin aö „rétta upp hendi" sem ætluöu aö eignast börn og allir geröu þaö nema óg. Ég sem haföi ætlaö mér aö lifa svo ævintýra- legu lífi eignaöist svo barn um voriö. . Eftir á aö hyggja er annars furöulegt hvaö ég haföi sterka þörf fyrir aö segja aö ég ætlaði ekki aö eignast börn. Kannski þurfti ég aö sannfæra éinhvern hluta af sjálfri mór sem ekki var sterkur fyrir. — En þú ætlar ekki aö eign- ast fleiri börn? Nei, ég lót taka mig úr sam- bandi fyrir nokkrum árum. Kannski var óg meö því móti aö taka völdin af sjálfri mór. Koma í veg fyrir aö ég léti ein- hvern tímann undan róman- tískum tilfinningum, koma i veg fyrir aö óg eignaöist barn þegar ég heföi aðstæður til að láta drauma mína rætast. — Varstu meö öörum oröum að loka flóttaleiöinni? Já. — Hefur þú aldrei séö eftir þessari ákvöröun? Koma ekki stundir þegar þig langar í lítiö barn? Nei, ég hef aldrei séð eftir þessu. Hins vegar má kannski segja, aö óg leyfi mér meira en áöur aö láta mig dreyma um aö eignast barn af því aö ég er alveg pottþétt í aö þaö verður aldrei aö veruleika. Mig langar nefnilega í tilfinningatengsl viö barn en mig langar ekki til aö bera ábyrgö á því. _________isg. „Eins og að ganga með ólæknandi sjúkaóm" „Við vorum bæði í námi, þegar við giftum okkur og fannst ekkert liggja á. En eftir tvö ár ákváðum við að láta til skarar skríða og ég fór af pillunni. En það gerðist ekkert. Við hugg- uðum okkur við að sjálf- sagt gerðist þetta ekki í neinum hvelli en fórum þó að líta eftir bókum um mál- in og orða þetta við lækna sem voru kunningjar okk- ar. En eftir að hafa reynt í tvö ár fór ég endanlega til læknis.“ Þessi kona hefur nú veriö gift í um 12 ár og þaö eru tlu ár síöan hún og maðurinn hennar „ákváöu aö láta til skarar skríða“ án þess að barn hafi komið undir. Nú er hún 38 ára gömul. „Og þaö hefur smám saman veriö aö renna upp fyrir okkur aö sambandið verður liklega alltaf barnlaust. Og þegar þaö er oröiö Ijóst, þá hagar maöur sér öðru vísi, „við gerum varla ráð fyrir öörum en okkur tveimur í lífi okkar nú orðið. Og þetta er oröið léttara, m.a. vegna þess að jafnaldrar okkar og kunningjar eru búnir aö eignast sín börn og jafnvel koma þeim upp að miklu leyti svo þeirra líf snýst ekki lengur um uppeldið. En þaö hefur stundum gert mig mjög reiða aö missa af því aö ganga með barn, fæöa það og ala upp. Ég held það sé mjög ríkt I mann- skepnunni, bæöi konum og körlum aö vilja eignast af- kvæmi.“ — Var um þaö aö ræöa í ykk- ar tilfelli aö hægt væri aö „kenna ööru um" efég má oröa þaö þannig? Ástæöan liggur hjá báöum. — Þú sagöist hafa leitaö læknis eftir aö hafa reynt í tvö ár? Já, til heimilislæknisins. Hann kom mór undir eins til sórfræöings. Þaö var strax byrjað á því sem einfaldast er, aö skoöa sæöi mannsins mins. Svo kom röðin aö mór. Ég var spegluö, skafin, látin mæla mig, éta lyf. . . Fyrir þremur árum gáfumst viö upp og ákváöum aö sjá til, hættum aö fara til lækna. Ég vil þó taka fram aö samband okkar viö læknana var alltaf mjög gott, maöur var borinn á höndum þeirra og mætti miklum skiln- ingi. — Var þaö mikiö áfall aö upp- götva hversu erfitt ykkur yröi aö geta barn? Já, þaö var mikiö áfall. Aö geta eignast barn, þaö er regl- an. Viö vorum ekki undir annaö búin. Ég hef þaö stundum á til- finningunni aö honum sárni það meira. Sjálf hef óg gengið i gegn um alls konar skeið til- finninga: reiöi, gremju, hryggö, eftirsjá, já jafnvel sorg. Verst hefur mér liöiö í þau skipti sem óg hélt að nú væri ég oröin ófrisk en reynist svo ekki vera þaö. Þaö kostar mig tveggja til þriggja daga þunglyndi I hvert skipti. — Hvaö skipti þig þaö miklu máli aö veröa móöir? Sem kona þá hef óg áreiðan- lega reiknaö meö þvl. Sjáöu til, fólk giftir sig eöa fer aö búa saman og þaö gengur út frá þvl aö einhvern tlmann komi barn. Þaö er ekki fyrr en þaö kemur ekki og þaö veröur útséö meö aö það komi engin börn, aö þetta veröur mál. Sjálf var óg auðvitað alin upp meö vissar væntingar, en þaö var þó þannig aö I minni fjölskyldu voru flestar konur starfandi úti, meö langskólamenntun eöa starfsþjálfun. Það var aldrei spurning um þaö I minu tilfelli aö ég yröi heföbundin hús- móöir, óg setti þaö á oddinn aö afla mér menntunar og óg held aö þaö hafi skipt ofboðslega miklu máli. Þetta hlýturaö vera miklu verra fyrir konur, sem geröu alltaf beinlfnis ráö fyrir þvl aö veröa húsmæöur og mömmur. — Hvaö um viöbrögö annarra, var t.d. pressa á ykkur aö eignast börn fyrst? Vegna þess aö við vorum bæði I námi, var þaö sjálfgefið að viö myndum bíða. En svo liðu árin og ekkert gerðist. Þá fór fólk svona fínlega aö nefna það hvort við ætluöum ekki aö eignast börn. Við geröum þaö sem ég er viss um aö er skyn- samlegast, sögöum sannleik- ann, að jú, víst vildum viö börn en það hefði bara ekki gengið enn. Ég held satt að segja aö þetta hafi verið verst fyrir for- eldra okkar, sem biðu eftir því að fá barnabörn. Það var léttir aö vissu leyti þegar yngri syst- kini mín komu með börn, bæði gagnvart foreldrum okkar og svo fannst okkur gaman að fá aö vasast meö systkinabörnin. En barnleysi er mikiö feimn- ismál. i fyrsta lagi er alltaf gengiö út frá þvl aö það séu börn. Maður er spurður si svo: og hvaö eigiö þið nú af börnum — eða: hvaö eru börnin ykkar oröin gömul, og svo kemur mikiö á fólk, þegar það upplýs- ist aö þaö eru engin börn! Þaö getur veriö næstum þvl hlálegt hvernig fólki bregður! Svo veröur maöur var viö aö þaö er sneitt hjá vissum um- ræðuefnum til að sýna okkur tillit. Annars hefur þetta breyst mikið á þessum tlu árum. Það virðist vera oröiö miklu algeng- ara að fólk annað hvort geti ekki eöa vilji ekki eignast börn. Til að byrja meö var bara sagt: hva, þiö verðið bara að reyna meira, en nú orðið er litið á þetta sem raunverulegan vanda. Mór finnst stundum eins og þetta sé aö ganga meö ólæknandi sjúkdóm, aö óg sé gölluð. Samt veit óg aö svo er ekki — þetta er bara ein llkamsstarfsemi sem ekki verk- ar, eins og hver önnur fötlun. — Hvaöa áhrif hefur þetta á samband ykkar? Ég er alveg viss um að barn- leysi gerir bara annað tveggja viö sambönd, annað hvort sundrar þaö þeim eða styrkir. Ég heföi ekki viljað ganga I gegn um þetta I veiku sam- bandi, það þarf mjög sterk bein 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.