Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 34

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 34
Eldhús á Melstað I Hrútafirði á 19. öld. (Úr bókinni „Vinna kvenna á fslandi") Úr veröld kvenna 2. Vlnna kvenna á íslandi í 1100 ár Anna Sigurðardóttir Útg. Kvennasögusafn íslands Prentsm. Oddi Reykjavík 1985. Með þessari bók kemur fyrir almenn- ingssjónir ótrúlegt eljuverk Önnu Sigurö- ardóttur, við að safna að sér fróðleik um kjör íslenskra kvenna á fyrri tímum, en efni ritsins spannar ellefu hundruö ára iðju kvenna hór á landi og allt fram á níunda áratug tuttugustu aldarinnar. Prentun og bókband er unniö af listfengi ( prentsmiðjunni Odda. Mismunandi letur- stærðir eru notaöar og gefur þaö vísbend- ingu um áherslur á efnisþáttunum. Það hefur gert Önnu og Kvennasögusafninu kleift að gefa bókina út í svo veglegum búningi að sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðs- sonar hefur styrkt undirbúning verksins. Bókin er 482 bls. og skiptist í 23 kafla, er deilist í fleiri þætti mislanga. Efnisyfirlit er (tarlegt og gerir það notkun bókarinnar auðvelda sem uppsláttarrits. Skrá um rit- aöar heimildir, heimildamenn, myndaskrá og nafnaskrá eru aftast í bókinni, en tilvitn- anaskrá í lok hvers kafla. Nafnaskráin gef- ur til kynna hvar í bókinni persónunnar er getið og virtust, við lauslega talningu, vera nöfn 68 kvenna og 70 karla I fjórum fyrstu dálkum nafnaskrárinnar, en þeir eru alls 24 á 12 bls. svo þarnaer um mikinn fjölda að ræða sem til sögunnar er nefndur. Það vekur aödáun hversu vel Önnu Sig- uröardóttur hefur tekist að nýta samvinnu, persónulegar upplýsingar bróflegar, munnlegar og í myndum, sem áhugafólk um land allt hefur látið henni og Kvenna- sögusafni íslands l tó. Kemur það glöggt í Ijós viö lestur bókarinnar, ekki slöur en viö heimsókn í Kvennasögusafnið, að Anna er safnari af sannri ástríöu. Hún bjargar þvi margvlslegum fróðleik og handritum kvenna sem annars yrðu gleymsku og glötun aö bráö. Tamt er höfundinum að vitna til íslend- ingasagna og annars skáldskapar og er þaö allt vel valiö og ánægjulegt aflestrar. Talsvert er af þjóðfræðaefni I bókinni sem er almenns eölis og snerta að því leyti líf og starf kvenna. Birt eru bróf og kaflar úr rit- um og kannast ég vel við þá freistingu, þegar heimildin er vei eða sórkennilega skrifuð, að erfitt er að ákveða hve fljótt skuli Ijúka tilvitnuninni. Þegar um kvennasögu er ritað dragast hugmyndir um sköpunina gjarnan, með einum eða öörum hætti, inn í verkið. Sköp- unarsaga er hluti af flestum trúarbragða- og heimspekikerfum og til sköpunarsagna fornra menningarheima er oft vitnað þegar grafist er fyrir um mæðrasamfélög, eða samfélög með móðurrótti/erfð. Á þetta efni er drepið I þætti sem nefnist: „Orka og uppeldi — og meöhjálp". Þarna er stutt- lega sagt frá innihaldi I sköpunarsögu Gamla testamentisins og alhæft um áhrifamátt hennar á íslandi fram á okkar daga. Gaman heföi veriö að fá þarna stutt ágrip af samsvarandi sögnum í norrænni goðafræði, en það hefði mátt vel fara I þessu samhengi og er forvitnilegt. f Snorra-Eddu eru nokkurstig sköpunarinn- ar talin og þar segir af Ými jötni: ,,En svá ersagt, atþá erhann svaf, fekk hann sveita. Þá óx undir vinstri hendi honum maör ok kona, ok annarr fótr hans gat son viö öörum, en þaöan af kómu ættir. Þat eru hrlmþursar. . Síöar segir frá því aö: ,,Borssynir skópu Ask ok Emblu" ,,Þá er þeir gengu meö sævarströndu Borssynir, fundu þeir tré tvau ok tóku upp téin ok sköpuöu menn. . . Hét karlmaöurinn Askr, en konan Embla, ok ólst þaöan af mann- kindin.. ."3) Einhvern grun hygg ég að við hér á landi höfum um þessar norrænu hugmyndir um upphaf mannkyns, þar sem gert er ráð fyrir aö sköpunin hafi orðið stig af stigi og að kona og karl hafi verið sköpuö samtímis og af sama efni. Af rótum þessara goðsagna gætu sprottið nýir frjóangar jafnréttishug- mynda, ef við hlúum að okkar goðsagna arfi. Um kaupgjald og verðlag er alloft vitnað til ,,Búalaga“ eða í flestum köflum bókar- innar frá 4—12 kafla. Þetta virðist mér benda til oftrúar á gildi „Búalaga" sem heimildar um verðlag. ÞAU höföu ekki lagagildi, en voru sammæli stórbænda um vinnulaun og verðlag. Miklar heimildir eru saman dregnar í þessu riti um störf og kjör vinnukvenna og kemur það fram í flestum köflum bókarinn- ar, að einhverju leyti. Það er maklegt, að vinnukvenna sé víða við getið, því þaö mun hafa verið fjölmennasta starfsstétt landsmanna um nokkurra alda skeið. Þennan akur hafa tveir ágætir sagnfræð- ingar áður plægt nokkuð, en það eru þau Sigríður Th. Erlendsdóttir og Guðmundur Jónsson. Ávinningur heföi verið að því að styðjast við bók Guðmundar: Vinnuhjú á 19. öld, sem út kom 1981 og gerir úttekt á kjörum kvenna, möguleikum á stofnun öreigahjónabanda og einnig misvæginu I kynskiptingu hjúa á 19. öld. En eins og hér er sýnt með Ijósum dæmum, I bók Önnu Sigurðardóttur, þá unnu vinnukonur að flestum þeim verkum sem til féllust I íslensku atvinnulífi fyrri tíða. Sjósókn heitir 9. kafli bókarinnar og þar í eru nokkrir undirkaflar. Þarna er fjölbreytt efni saman komið, bæði um sjóferðir kvenna og vinnu við sjávarsíðuna. Vikið er að B.A.-ritgerð minni frá 1979, sem er I fárra höndum. Greinilegra hefði verið að vitna til bókar minnar: Sjósókn sunn- lenskra kvenna, frá verstöðvum í Árnes- sýslu 1697—1980, sem út kom 1984, hefði þá verið hægt að sjá hvar um beinar tilvitn- anir er að ræöa. Mikill fengur er að því fjölbreytta mynda- efni sem I bókinni er. Margar þeirra eru tímasettar og eykur þaö heimildagildi þeirra. Með myndunum eru greinagóðir textar sem eiga eftir að koma síðari tíma fólki að góöum notum, eftir að allt það fólk sem þekkti þau vinnubrögð hefur lagt frá sér amboðin fyrir fullt og allt. Ég er hins- vegar mjög ósátt við þýðingar á mynda- textum og raunar einnig þýðingu eða end- ursögn á efnisyfirliti. Dönsku textarnir eru oft í litlu samræmi við frumtextann og I nokkrum tilvikum allt annars efnis. Dæmi um þetta er á bls. 33 þar sem höf. er upp- tendruð af jákvæðum viðhorfum til fræöslustarfs Björns I Sauölauksdal og bætir síöan við: „Fyrirmyndarsaumakona hefir það veriö sem sneiö svo fallegt boð- angssnið". Danski textinn við sömu mynd er þessi: „En sorgelig anvendelse af et hándskrift." Þetta gæti verið andvarp frá brjósti handritasafnara, sagnfræðings, eða minjavarðar, en er i engu samræmi við frumtextann. Sömu sögu er að segja af efnisyfirliti á dönsku. Þar viröist þýðandinn taka sér talsvert „skáldaleyfi". Hefði ekki farið bet- ur á því að þýða, af vandvirkni, þær fáu lín- ur sem tilfærðar eru í upphafi inngangs úr 34

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.