Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 3

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 3
VERA „bréf” Hótel Vík Reykjavík Engin naflaskoðun Ágæta Vera! Aö loknum lestri greinarinnar „Konur og bissness", í júní tölublaði s.l., settist ég strax niöur til að láta í mór heyra eins og óskaö var eftir í greininni. Ég er nefnilega ein af þessum konum sem hef „stofnaö eigiö“, án þess aö vita aö það væri i þágu kvennamenningar, eða á nokkurn hátt merkilegt. Fyrir u.þ.b. 20 mánuðum stofnuöum viö, fjórar konur á fertugsaldri, sameignarfyrir- tæki um rekstur barnafataverslunar í rúm- lega 3.000 manna kaupstaö úti á landi, þar sem viö búum allar. Ástæöa þess var fyrst og fremst þörf fyr- ir þessa þjónustu. Þeir sem búa á Reykja- vlkursvæöinu gera sór sjaldnast grein fyrir þeim vöru- og þjónustuskorti sem ríkir á nær öllum sviöum úti á landsbyggðinni. Því miöur hafa kaupfélögin algerlega brugöist þeim upphaflega tilgangi sínum aö sjá fólki í hinum dreiföu byggöum landsins fyrir þeim vörum sem sjálfsagöar þykja í nútimaþjóðfélagi. Og í staö þess að Sambandið styöji þau í þessari viöleitni, kippir það að sér hendinni ef illa gengur. Þá ríkir vöruskortur á þeim stööum sem einungis hafa kaupfélag til aö leita til. Frumástæöan var sem sé þörfin. En ekki siðri ástæöa var sú aö við höfðum áhuga á aö reyna hvað viö gætum á þessu sviöi. Hér eru heldur ekki mörg atvinnu- tækifæri og lítt áhugavert aö starfa alltaf undir stjórn „misviturra" karla. En það er nú einu sinni valkostur flestra kvenna. Til aö gera langa sögu stutta hefur þessi rekstur gengiö Ijómandi vel og viö höfum stækkað verslunina um helming á þessu rúma ári. Fyrir nokkrum mánuöum stofn- uöum við hlutafólag um rekstur sauma- stofu, ásamt ungri stúlku sem nýlokið haföi klæðskeranámi. Hór var ekki um slíkan atvinnurekstur að ræöa fyrir, svo aö viö renndum blint í sjóinn meö það hvernig til tækist. Veganesti okkar var þó það aö þaö hlyti að vera þjóöhagslega hagkvæmt að framleiða fatnaö hér á landi frekar en flytja allt inn. Reynsla okkar var sú að viö fengum oft bæöi seint og illa margar þær vörur sem viö vildum hafa á boðstólum í versluninni, sérstaklega ef um eitthvað eftirsóknarvert, ,,heitt“, var að ræöa. Viö hófumst handa í 18 fermetra kjallara undir bilskúr og áöur en viö vissum af streymdu til okkar konur aö biöja um vinnu og verkefni viröast nægileg. Nú höfum viö fengiö stærra húsnæði og vinnum öll kvöld viö aö mála þaö og standsetja og hyggjumst flytja í þaö í ágúst n.k. I þessu brölti okkar höfum viö orðiö var- ar við mikinn velvilja og áhuga, jafnvel svo aö okkur hefur komiö þaö á óvart. Einni okkar varö að orði, „ja, ef viö værum karlar þætti þetta barasjálfsagt." En konurvekja undrun og aödáun ef þær hafa frumkvæöi aö einhverju og þaö er hreint ekki nógu gott, því aö auövitaö á þaö að vera sjálf- sagður hlutur að konur hefjist handa þar sem þörf er á. I greininni sem óg vitna í, er talað um aö flesta skorti fjármagn, það átti aö sjálf- sögöu viö um okkur l(ka. En þeir sem hafa stundað húsbyggingar eöa íbúðarkaup þekkjaþaö „aöberjast í bönkum" og þetta er ekki ósvipað, nema aö fjárfestingin I versluninni t.d. er mun minni en einbýlis- hús kostar ( dag, kannski svona álika og tveggja herbergja fbúö f blokk. Saumastof- an búin tækjum og vinnuaðstöðu fyrir 10 manns, kostar álika og einn Volvó sem ekki þykir tiltökumál aö fólk spóki sig á. Viö búum í eigin húsum sem hægt er að taka veð í og ökum á bílum sem hægt er aö selja ef I nauðirnar rekur. En fyrst og fremst er þetta vinna og aftur vinna + ómældur áhugi. Við höfum allar sinnt öörum störfum meö og þegiö lítil laun viö reksturinn enn sem komið er, en það stendur vonandi til bóta. Aö fenginni minni reynslu get óg ekki annað en hvatt konur, sem lúra á góöum hugmyndum, til aö hefjast handa hiö fyrsta. Ánægjan er áhættunnar viröi. Svanhlldur Þórðardóttir P.s. Mór þykir frekar gæta neikvæöni i umfjöll- un um „glæsilegar, sjálfsöruggar konur“ og „kvenlegan kapitalisma". Er þaö ekki markmið okkar að konur hasli sór völl á sem flestum sviöum og sóu glæsilegar og sjálfsöruggar í veru sinni hvaöa vinnu sem þær stunda. Það getur ekki veriö meining- in aö við eigum aö hengja haus og stunda naflaskoöun um alla eilífö. Hátíð gegn konum Þaö verða tvær listahátíðir í Reykjavík i haust. Önnur er listahátíð kvenna, aögerð í lok Kvennaáratugar. Mörgum finnst það asnaiegt aö halda slíka kynskipta hátíö. Hin er hvorki meira né minna en fyrsta norræna Ijóðlistahátíöin í heiminum og ekki kennd viö karla né konur heldur Ijóð- listina eina. Á beirri hátiö veröa kynnt 27 skáld, sex frá Islandi. Þessi hátiö er ekki kynskipt, því á henni fátvær konur hljóöiö. Meöal islensku skáldanna veröa engar konur. Samt er þetta ekki karlahátíð og ekki kynskipt hátíö, og því ekki asnaleg. Og þar eru þaö ekki kerlingar í hjáverkum sem standa aö skipulaginu heldur jöfur á jöfur ofan: Knut Ödegaard, þýöandi og skáld, Einar Bragi skáld og Thor Vilhjálms- son skáld. Þaö þurfti Helgu Kress bókmenntafræö- ing til aö vekja athygli á þessari karlahátíð en þaö geröi hún í Morgunblaðinu þ. 30. júli s.l. og skrifaöi þar m.a. aö „sú íslenska Ijóölist sem ætlunin er að kynna umheim- inum sýnir engan veginn rótta mynd af því besta í íslenskri Ijóðagerð i dag." Þráöur Helgu var tekinn upp af Helgarpóstinum þ. 1. ágúst en þá spuröi blaðið fjórar skáld- konur (nú skulum við gæta okkar á því aö kalla þær ekki skáld!) álits á ummælum Helgu og á norrænu Ijóðíistarhátíöinni. Svava Jakobsdóttir, Sonja B. Jónsdóttir, Ingibjörg Haraldsdóttir og Magnea Matt- híasdóttir urðu fyrir svörum og voru svörin öll áeinn veg: „karlrembaogíhaldssemi", „endurspeglar matið á konum sem skrifa", „rithöfundastóttin viröist vera for- dómafyllri en margir aðrir hópar þjóöfó- lagsins", „þaö þýðir ekkert að sofna á verðinum", „aöskilnaðarstefna." Allar nema Ingibjörg hvöttu konur til aö láta þessa Ijóölistarhátíð fram hjá sér fara. Knut Ödegaard var lika spurður álits en vildi ekki tjá sig um málið. Hins vegar skrifaöi Einar Bragi skáld langt bróf til ritstjóra Helgarpóstsins strax í næsta blað til aö rekja hversu mikill kven- réttindamaöur hann er, hann hafi jú þýtt bækur eftir konur, lesiö bækur eftir konur, staöiö aö birtingu Ijóöa eftir konur, farið á sýningar eftir myndlistarkonur, skrifað langa ritgerö til að vekja athygli á fimm (fimm) alþýöuskáldkonum (systrum) og telur sig þvf ekki hafa veriö óiönari við kvenkolana þessa áratugi en margur annar. Enda hafa orö Helgu (og annarra kvenna) ekki áhrif á hann „fremur en verið væri aö berja haröfisk norður á Langanesi eins og skaldið sagöi." „En", segir skáld- iö svo, „eölilegast finnst mér aö listamenn 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.