Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 31

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 31
... en hvað um mig? Það hefur varla farið fratn hjá nokkrum sem les dagblöð eða fylgist með fjölmiðlum að neyðarástand ríkir nú í dagvistarmálum Reykjavíkur. í rauninni má segja að þetta neyðarástand hafi lengi verið viðvarandi þ. e. a. s. þvífer svo órafjarri að þörfinnifyrir dagvistarþláss sé fullnœgt. Nú hefur það hins vegar bæst við að ekki er hœgt að manna þær stofnanir sem þó eru fyrir hendi. Nú nýverið var fulltrúi frá Kvenna- framboðinu kosinn inn í stjórnarnefnd dag- vistarstofnana Reykjavíkurborgar en það er Ingibjörg Hafstað. Við griþum hana glóð- volga eftir hennar fyrsta fund og sþurðum hana hvernig henni litist á ástandið. Það er ekki beint glæsilegt ástand sem blasir við. Á þessum fyrsta fundi mínum fann ég mjög sterkt fyrir spennu milli fulltrúa starfsmanna annars vegar og stjórnar og embættismanna hins vegar. Þessi spenna er mjög vel skiljanleg og fulltrúi starfsmanna sagöi á þá leið: Hér erum við búin að sitja á fundum í allan vetur og það hefur legið í augum uppi í hvaða ástand stefni. Við höf um komið með ýmsar tillögur til úrbóta sem þið hafið ekkert hlustað á og nú haldiö þið neyðarfund og eruð gapandi yfir að það skuli hafa skapast neyðarástand í þessum málum. Það er nefnilega dálítið seint af stað farið að ætla sér að finna lausnir á málunum þegar allt er komið í óefni. Neyðarástand í dagvistarmálum — Hvernig er svo staðan á dagvistarstofnununum núna? Það er Ijóst að þegar sumarfólkið hættir þann 1. september þá vantar í 38 stöðugildi fóstra og 48.5 stöðugildi Sóknarkvenna. Þaö hefur veriö auglýst eftir fólki í þessar stööur í allt sumar og ekkert komið út úr því. Fólk hefur einfaldlegaekki áhuga á að ráða sig fyrir þau lúsarlaun sem í boöi eru. Ofan á þetta bætist svo að það er ekki hægt að fá afleysingafólk, sem gerir það að verkum að álagið verður geysilegt ef einhvern vantar og þ.a.l. verður veikindatíðni meiri en áöur. Þetta er eins og svikamylla. Þá er líka algengt að starfsfólk fái ekki almennilega matar- og kaffitíma vegna manneklu en það fær aldrei krónu fyrir aukalega þó það vinni þannig í lögboönum frítímum. Á þessum fundi í nefnd- inni nefndi forstöðukonan í Hraunborg t.d. að þar vant- aði stundum 50% upp á fulla mönnun og þá yröi hún aö vera inni á deildum allan daginn og sinna sínu forstööu- konustarfi að venjulegum vinnutlma loknum. Það segir sig auðvitaö sjálft aö viö svona aðstæður verður álagið svo mikið aö börnin fá alls ekki þá þjónustu sem þau þurfa og sem starfsfólkiö vill gjarnan veita þeim. Allt veröur þetta svo eflaust til þess að vanmetakennd starfsfólksins eykst vegna þess aö þaö finnur að störf þess eru einskis metin og það fær enga umbun þó það vinni tvö- eöa þrefalda vinnu. Ef þú ert sóknarstúlka færðu vessgú 16.145,- kr. á mánuði og búið. Aö vísu komast þær upp í 19.055,- kr. á mánuði eftir 15 ára starf, þaö eru nú öll ósköpin. Byrjunarlaun fóstra eru 21.759,- kr. og þær komast upp I 28.336,- eftir 18 ára starf. — Þarf aö loka einhverjum dagvistarstofnunum í haust vegna þessa ástands? Já þaö lítur út fyrir aö þaö burfi aö loka einni eöa tveimur deildum á töluvert mörgum stöðum. Ég get nernt sem dæmi að á Laugaborg vantar 2 fóstrur og 4 Sóknarkonur, á Austurborg 3 fóstrur og 6 Sóknarkonur, á Hagaborg 2 fóstrur og 4 Sóknarkonur og svona er þetta vlöa. Þessar tölur eru bara miðaöar við lágmarks- mönnun en ekki viö þær stööur sem heimilin sjálf hafa farið fram á. — Var þetta ástand ekki fyrirsjáanlegt? Af hverju hefur ekki verið brugðist vlö þessum málum fyrr? Auðvitaö hefur þetta veriö að koma (Ijós í vetur og núna seinni part vetrar þá byrjuöu forstööukonur ein- mitt aö halda markvissa fundi um málin og leggja fram tillögur um úrbætur. Þær komu m.a. meö þá tillögu að starfsfólk sæti fyrir um pláss á dagheimilunum ef ein- hver losnuöu, og aö það þyrfti einungis að greiöa lægra gjaldið þ.e. sama gjald og einstæöir foreldrar. Þessi til- laga var felld í félagsmálaráði. Auövitað má segja aö hún sé í prinsippinu gölluö, og auðvitað á fólk að geta lifað af launum sínum án slíkra bitlinga, en einhverjar ráðstafanir veröa aö koma til. Stjórnarnefnd dagvistun- ar er hins vegar afskaplega lítils megandi. Þarna sitja „ábyrgir" pólitískt kjörnir fulltrúar sem þykjast vera að stjórna einhverju en ráða ekki yfir neinum fjármunum til þess. (rauninni hefur nefndin allarforsendur nema fjár-

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.