Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 10

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 10
ar kvensjúkdómalæknis, sem var æösta vald í fóstureyöinga- málum á þessum tíma. Hann leit ekki áplaggið heldur horföi nístandi á mig og sagöi: „Heldur þú aö þú getir sofið hjá hverjum sem er og komiö svo hingað og látið bjarga þór? Veistu ekki hvaö lög eru?“ Þó ég stæði þarna meö tárin i augunum þá svaraði ég hon- um samt og sagði: „Veistu ekki hvaö mannúö er?“ Svarið sem óg fékk var: „Út meö þig“. Þetta var eins og mis- þyrming og óg gekk hágrát- andi alla leiöina heim. Eigin- lega fannst mér þetta vera eins og f kvikmynd, þetta gæti ekki veriö aö koma fyrir mig. — Hvernigleiðþérsvoþegar þú geröir þér grein fyrir aö þú yröir aO eignast barniO sem þú gekkst meO? Illa, mér leiö svo illa viö til- hugsunina um að einhver vissi að ég væri ófrísk. Ég varö þaö þunglynd aö ég hætti í skólan- um og ekki nóg meö þaö held- að vilja ekki en eignast börn sarnt ur lokaöi ég mig inni. Þegar ég sá aö kennarinn var að koma heim til aö athuga meö mig þá faldi ég mig. I rauninni var ég alltaf aö vona aö mamma Ijóstr- aöi upp þessu hræðilega leyndarmáli fyrir mig. Ekki aö fólk kæmist aö því meö því aö sjá mig. Þaö voru auðvitað ýmsar tilfinningar og hug- myndir sem hrærðust með mór. Mig langaöi t.d. til aö gefa barnið þegar það fæddist en þá kom upp þessi tvöfaldi mórall, „hvaö segir fólk þá“. Þaö var Ijótt að veröa ófrískur, bannað aö fá fóstureyöingu og ótækt aö gefa bamiö. Annars var þetta mjög óraunverulegt alla meögönguna og ég trúöi því varla aö óg ætti eftir aö eignast barn. Ég var t.d. að leika mér I „yfir" þegar óg var komin 8 mánuði á leiö og ég fékk hláturskast á leiðinni upp á spítala þegar óg hugsaði um aö það kæmi barn út úr mér. — Hverjar voru tilfinningarn- ar þegar þú varst búin aO eiga barniö? Eiginlega fannst mér lífiö búiö fyrir mig, þaö væri bara fyrir aðra. Lífiö var bara ekki spennandi meir og ég geröi engar kröfurtil þess. Öll orkan fór I aö sætta mig viö mitt hlut- skipti og óg reyndi aö gera eins vel og óg gat. Enginn skyldi segja aö ég gæti þetta ekki svo óg geröi allt eins og maður átti aö gera í umönnun barna. Ég stóö heldur ekki ein. Ég haföi mikinn tilfinningaleg- an stuöning af barnsfööur mln- um. Hann brást alltaf vel við og var ánægöur meö hlutina eins og þeir voru því hann vildi eignast fjölskyldu. Hann var mjög umhyggjusamur viö mig. — En hvaO svo þegar þú varst ófrisk af þfnu OOru barni, hvernig varö þér þá viö? Þaö var algjört sjokk. Ég fór hreinlega I rúst. Og þaö á svo afgerandi máta aö þegar ég fór til læknis, gagngert til aö sækja um fóstureyðingu, og hann spurði „viltu nokkuð vera aö því“, þá sagöi óg bara „nei, nei“. Eftir á að hyggja, þá finnst mér ég hafa fariö illa meö þetta annaö barn mitt. Ég gat bara ekki átt þaö, gat ekki hugsaö vel um þaö. Ég vildi þá helst af öllu gleyma þvl aö ég ætti þaö. Ekki svo aö skilja aö óg hugsaði ekki um þaö. Ég sinnti mínum skyldum, gaf því aö boröa og passaði upp á að það væri ekki skítugt en ekkert umfram þaö. Ég var bara hald- in algerum sljóleika og deyfð. — Svo áttir þú þitt þriöja barn 19 ára gömul. Hvernig varö þér viö i þaö sinniö? — Þegar ég uppgötvaöi að ég var ófrísk I þriðja sinn þá varð mér eiginlega alveg sama. Nú nennti óg ekki aö fara á „bömmer" eina ferðina enn. Fyrst ég átti tvö börn því þá ekki að eiga þrjú. Meöan ég var ófrísk af mínu þriöja barni fór ég að jafna mig eftir öll sjokkin. Úr því sem komið var breytti þetta þriöja barn engu þannig að ég sætti mig við þetta. Ég var farin aö hugsa ööru vísi en áður og sætti mig einfaldlega við þaö aö draum- arnir yröu aldrei aö veruleika. Ég fór I staöin að velta því fyrir mér hvernig ég gæti best nýtt mér mínar aöstæður og hvernig ég gæti spilað úr því sem ég hafði. Ef ég hefði ekki hugsað svona heföi ég orðið að aumingja. En þessi þanka- gangur haföi auðvitaö sínar af- leiðingar. Ég fór að líta sjálfa mig jákvæðari augum en áður og leyfði mér að gera kröfur til lífsins. Þetta þróaðist svo og varö að gegndarlausri lífs- frekju í nokkur ár. Þetta geröist á svipuöum tíma og nýja kvennahreyfingin fór aö láta til sín heyra og sjálfsagt vegna aöstæöna minna kveikti ég strax á kvennabaráttunni. Mér fannst stórkostlegt að heyra slagorðiö „ekki bara móöir heldur manneskja líka“. — Þegar þú varst unglingur, þ.e. áöur en þú fórst aö eignast börn, gekkst þú þá meö þá hugmynd í kollinum aö seinna meir myndir þú giftast og eign- ast börn? Nei. Það er meira aö segja svo hlálegt að um haustiö þegar ég byrjaði I 4. bekk þá sagði einhver I bekknum; „réttið upp hendi sem ætlið aö gifta ykkur,“ og allir réttu upp hönd nema ég og önnur 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.