Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 4

Vera - 01.08.1985, Blaðsíða 4
— í hvaöa grein sem er — hafi samflot eins og á Norrænu Ijóðlistarhátíöinni." Síöan segir líka: ,,Sem nærri má geta veita góð Ijóö mér alveg sömu ánægju hvort sem þau eru eftir karl eöa konu. Og óg á þá ósk eina íslenskum skáldkonum (ath! skáldKONUM) til handa aö þeim nýt- ist gáfur sínar sem best í nútíö og framtíö." Og í lok bréfs síns beitir skáldiö nýyröinu „kresslegur" sem skilja er að merki sirkusstjóri „sem stýri slag þar sem liöi er skipt eftir skapnaði manna.“ Það er sem hátíöinni? Hressilegast væri auövitaö aö geta haldið aðra Norræna Ijóðahátíö sam- hliða körlunum og kynnt öll góöu norrænu kvenskáldin. Á einhvern hátt ættum við alla vega að standa á því fastara en fót- unum, aö mannkynið sé ekki karlkyns heldur sé þaö karlar og konur í samfloti. Og látum engan komast upp meö það aö búatil neikvætt lýsingarorð úr nafni konu, sem svo mikið hefur lagt af mörkum í bar- áttunni fyrir þeirri skoðun. Ms sagt úr þessari hæö sem skáldið kýs aö skaka vopn sitt. „Ég vaska alltaf upp fyrir konuna mína — hvers vegna segir hún þá aldrei þakka þér fyrir?” spurði kvenréttindakarlinn og skildi ekki hvers vegna stelpurnar fóru all- ar aö hlæja. Sjálfsagt var honum einhver vorkunn. Orðið listamaöur þýðir auövitaö karl-listamaöur rétt eins og orðið skáld þýöir karl-skáld og Ijóö er ort af karli. Nema annaö sé tekiö fram svo sem eins og meö því aö nota oröiö skáldkonur sórstaklega. Og Ijóöahátíö er auövitaö karla-hátíö lista- manna, sem vilja hafa samflot. Hvernig dettur okkur í hug aö kvenskáld meö sín kvenljóð rúmist inni í þessari skilgrein- ingu? Konur! Þær eru ekki skáld, heldur kvenskáld. Um þær má fjalla sérstaklega, gjarnan í kippum, svo sem eins og fimm í einu enda fljótlegast þannig. En þaö er ekki þar meö sagt aö slikar kippur eigi heima á raunverulegu skáldaþingi. Hvernig væri aö fara aö ráöum Svövu, Sonju og Magneu og koma hvergi nærri „Hef ekki frelsi“ Til Veru. Ég sendi hér með greiðslu fyrir heim- send blöð og segi þar meö upp blaðinu Veru, allavega um stundarsakir. Þó upp- hæðin fyrir áskrift sé ekki há hef ég í hyggju að verja henni í annað. Ég vinn úti frá 9—18 og hef hreinlega ekki tíma til aö lesa eitt eða neitt, varla dagblöðin svo að þaö er sóun aö kaupa þessi tímarit. Nú er svo komið fyrir mér aö ég þrái þaö eitt aö geta tekið smáfrí til að vera heima en ég hef ekki „frelsi" til þess þ.e. efna- hagslegt frelsi. Ég þráöi aö fara út aö vinna en nú er þetta orðið of mikið og litli fjögra ára sonur minn segir á hverjum morgni „mamma, geturðu ekki veriö heima?“ 4 Barnapían, systir hans, ber einkenni sinnuleysis og leiöa, tæplega 10 ára gömul. Við erum nýflutt og henni leiöist að hafa ekki vinkonurnar. Svo flytjum við aft- ur einhvern tíma því nú leigjum viö, misst- um húsiö í fyrra eins og svo margir aörir. Hví er ég aö létta af mér þessu, í upp- sagnarbréfi aö blaðinu Veru? Þetta kom bara svona óvænt með á blaðið eins og þegar konur talast við. Hve margar eða mörg erum viö, sem erum oröin dofin og vansæl vegna þess aö launin hrökkva svo skammt og frítíminn er svo naumur? Finnum stressið í börnunum og finnst við vera misheppnuð eintök af mannfólki, sem kann ekki aö bjarga sér áfram. Líður mörgum svona núna? Einu sinni í mánuöi trufla hormónarnir mig og gera mig svo dapra og oft grimma og beiska. Þar sem móðurlífið var fjarlægt í fyrra, kemur þessi tilfinning ætíö aftan að mér og ég sit uppi meö sárindi viö eigin- manninn, sem eins og sennilega langflest- ir karlmenn, botna aldrei neitt í hormóna- hliöarsveiflum kvenna. Hann ásakar mig bara um að vera ekki ég sjálf og ég fæ á til- finninguna aö ég jafnvel hati hann og þá hata ég sjálfa mig og allt, en græt innan í mér. Er þaö svona, sem mörgum konum líður einu sinni í mánuði? Til hvers er ég aö þessu pári, er ég aö biöja um vorkunn, eöa er það einmitt svona, sem margar konur hleypa útaf „ventlinum" til aö halda söns- um? Hinar sem ekki þora þaö, enda í töflu- glasinu og halda uppi hátekjum lyfjafræö- inga, svo aö þeir geti borgað hærri skatta, svo aö ráðherrarnir geti hækkaö launin sín, svo aö við hin getum býsnast yfir því og fariö aö hata þá fyrir græögina og tillits- leysiö, sem sagt hringavitleysa. Nú hætti ég þessu, áöur en þið sendið geðlækni aövörun um aöeinhversé slopp- in út af lokuðu deildinni. Vel á minnst, eru margar konur, sem stundum vildu bara vera inni á „lokaðri deild“ og gleyma öllu þessu geöveikislega peningabasli? Þetta er auðvitað skammarlegt aö hugsa svona, þegar maöur er heilbrigöur og hefur þrek til að vinna úti. Já að ekki sé talað um alla hina sem þjást t.d. í Eþíópíu, en þaö er alveg sama þó að ég leiði hug- ann aö því, ég hefi jafnmiklar áhyggjur af ógreiddum reikningum fyrir því, og viröist ganga jafn illa að tjónka við verðbótaþætti og hækkandi vöruverð. Uss, nú hætti ég þessu kveini. Þaö stoö- ar ekkert enda gengur þessi tilfinning yfir rétt eins og hvert annaö lægðafargan á haustdögum. Gangi ykkur allt í haginn! Kveðja Þ.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.