Vera - 01.09.1985, Side 5

Vera - 01.09.1985, Side 5
Ljósmynd.■ Hrefna Róbertsdóllir Þegar við komum að framlagi karla til kvennarannsókna vaknar þó óhjákvæmilega spurningin um þá hagsmuni sem liggja að baki þessum rannsóknum. Það verður að segjast eins og er að kvennarannsóknir eru sérstaklega stundaðar af konum vegna þess að það er ööru fremur í okkar þágu að breyta valdakerfi kynjanna. Það erum við sem tilheyrum hinu undirokaða kyni og búum yfir reynslu og viðhorfum sem án efa reynast gott veganesti við rannsóknina. Þegar kemur að því að greina orsakir kúgunarinnar er þessi reynsla sérstaklega mikilvæg þar sem hún opnar konum aðra sýn en körlum. Að mínu mati er það mjög mikilvægt einkenni kvennarann- sókna að þær miða að því að vekja konur til vitundar um stöðu sínaog beraþ.a.l. í sér frjóangafrelsisins. Þaðætti að vera höf- uð markmið þeirra að hafa ákveðið notagildi í kvennapólitísku starfi, þær ættu að þjóna frelsisbaráttu kvenna beint eða óbeint. Þetta er markmið sem auðveldlega getur leitt til árekstra við þær kröfur sem gerðar eru um hlutleysis visind- anna. Hvort vísindi geti nokkurn tímann verið hlutlaus er svo önnursagasem ekki verðursögð hér. Það má hins vegar leiða að því rökum að krafa um hlutleysi kvennarannsókna sé í rauninni krafa um að draga hlut karla. Þegar á allt er litið held ég að óhætt sé að segja að styrkur kvennarannsókna liggi ein- mitt í því að þeim er ætlað að hafa ákveðið notagildi. Gagnrýni kvennarannsókna Forsenda kvennarannsókna er í rauninni sú gagnrýni i kvenna að rannsóknir almennt hafi verið og séu undir yfirráð- um karla. Með því að afhjúpa þessa slagsíðu á vísindunum og með því að vinna á fræðilegan hátt með þá þætti sem sérstak- lega varða konur, geta kvennarannsóknir stuðlað að nýsköp- un í fræðunum. Kvennarannsóknir mega þó ekki einskorða sig við að gagnrýna fræðigreinar fyrir að draga upp ranga og ófullkomna mynd af veruleikanum. Gagnrýnin veröur jafn- framt að beinast að sjálfu rannsóknarsviði fræðigreinanna og þeim fræðikenningum og aðferðum sem notaðar eru til að nálgast viðfangsefnið. Sagt með öðrum orðum þá er t.d. ekki nóg að gagnrýna sagnfræðina fyrir það að þar sé lítið fjallað um konur, heldur þarf líka að færa út landamæri sögunnar. Þetta hafa kvennarannsóknir líka gert og m.a. beint sjónum sagnfræðinnar að þeim sviöum samfélagsins þar sem konur er helst að finna s.s. fjölskyldunni og einkalífinu en ekki látið sér nægja rannsóknir á hinu opinbera lífi. Þessi nýju rannsóknarsvið hafa útheimt nýjar fræöikenn- ingar og nýjar aðferðir við að nálgast viðfangsefnið en aöferð- irnar geta m.a. falist í því aö skoða heimildir sem ekki eru not- aðar að öðru jöfnu s.s. fagurbókmennir og/eða afþreyingar- bókmenntir. Með öðrum hætti verða konur ekki sýnilegar þar sem blöð, tímarit og opinberar skýrslur eru ekki skrifaðar af þeim og sjálfsævisögur kvenna eru mun fátíöari en karla. Það er því óhætt aö segja að kvennarannsóknir hafi frjóvgað almennar rannsóknir og dregið inn ný rannsóknarsvið og að- ferðir. Opinbert líf versus einkalíf Hin nýja kvennahreyfing hefur í gegnum tíöina lagt mikla áherslu á að útvíkka hugtakið „pólitík" þannig að það næði ekki aðeins til efnahagsmála og atvinnulífs heldur einnig fjöl- skyldumála og einkalífs, enda hafa mjög margar stjórnarat- hafnir bein eða óbein áhrif á það sem gerist innan fjögurra veggja heimilisins. Þessi útvíkkun á hugtakinu hefur líka verið rauður þráður í kvennarannsóknum enda miða þær að því að gera einstaklingsbundna og félagslega reynslu kvenna sýni- lega; að draga fram í dagsljósið þau svið lífsins sem hafa verið vanrækt s.s. einkalífið, tilfinningalífið og kynferðislífið (sexauliteten). Staða kvenna í samfélaginu, þar með talin tak- mörkuð þátttaka þeirra í opinberu lífi, verður ekki skilin eða út- skýrð nema könnuð sé hefðbundin staöa þeirra í einkalífinu og þær hindranir sem eru á vegi þeirra til þátttöku í oþinberu lífi. í samræmi við þetta verður að gera þá kröfu til kvennarann- sókna, sem og allra félagslegra rannsókna sem vilja standa undir nafni, að þær endurskoði þau skil sem venjulega eru gerð milli einkalífs og opinbers lífs. 5

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.