Vera - 01.09.1985, Síða 8
Hugsið ykkur að geta valið á milli þess að fara á Ijósmyndasýningu, hlusta á tón-
list, hlýða á Ijóðalestur, skoða myndlistaverk, fara í kvikmyndahús og samtímis vera
viss um að allsstaðar fá notið listsköpunar kvenna. Þessi draumur margra er nú að
rætast með listahátíð kvenna, dagana 20. september til 24. október, þegar hátt í
annað hundruð kvenna munu leggja menningarstofnanir Reykjavíkur undir sig. Hug-
myndin er sprottin úr kvennahreyfingunni og eingöngu konur hafa unnið að fram-
kvæmd hennar. Það verður hátíð þar sem ,,farið verður í eigin kistu og ekki hlaupið
til útlanda í leit að frægu fólki" eins og Gerla, starfsmaður hátíðarinnar, orðar það.
„Hátíð þar sem sköpunarkraftur margra listakvenna verður að stórgosi."
f r
Gerla, eða Guðrún Erla Geirsdóttir, hefur undanfarna mán-
uði verið samtvinnuð hátíöinni. Hún er eini launaði starfsmað-
urinn og það hefur ekki verið hægt að hitta Gerlu án þess að
taskan hennar hafi veriö full af ,,hátíðargögnum“ og umræðu-
efnið gefið. Síðan í maí hefur hún staðið fyrir skrifstofu í
Kvennahúsinu viö Hállærisþlanið. Efst upþi á lofti stendur
Listahátíð kvenna skrifað með tússi á umslag sem Gerla hefur
fest á hurðina. Herbergið er lítið og skrifborðið bjó hún til sjálf,
en Gerla virðist una sér vel innan um möpþur og skjöl, allt
merkt Listahátíð kvenna. Hún situr eins og könguló (skúma-
skoti og net hennar teygja sig í allar áttir, meira að segja langt
út fyrir landsteinana. Þegar Vera lítur inn eru þrjár vikur til
stefnu, gestagangur mikill og síminn stoppar varla. Kannski er
aðstaöan þarna undir þakinu táknræn fyrir hátiðina sem er að
verða að veruleika þó svo að ekki hafi verið til eyrir þegar hug-
myndin var sett á blað á fundi á annarri hæö í þessu sama
húsi.
„Líklega er þetta afskaplega kvenlegt. En það hefur sýnt sig
að konur ráðast í hluti sem eiginlega ætti að vera ógerningur
að ráðast i. Það er alveg ótrúlegt hvað konur hafa lagt á sig til
þess að ná þessu markmiði. Tugir kvenna hafa lagt á sig
ómælda vinnu, og þaö í sjálfu sér hlýtur að vera gífurlegur
munur á þessari hátíð og öðrurn."
Gerla hefur verið með frá fæðingu hugmyndarinnar um
Listahátíð kvenna og þekkir aðdragandann af eigin raun.
„Upphafiö var að ég sem fulltrúi Kvennaframboösins í
stjórn Kjarvalsstaða lagöi fram hugmynd okkar um sérstaka
menningardaga kvenna. Þegar svo 85-nefndin, sem er sam-
starfsnefnd í lok kvennaáratugar, óskaði eftir hugmyndum um
aðgerðir á þessu ári var ákveðið að útvíkka þetta til heillrar
hátíöar."
Undirbúningsvinna byrjaði í fyrra þegar leitað var til ýmissa
stofnana á Reykjavikursvæðinu.
Hvernig voru viðbrögð þeirra?
„Mjög jákvæð. Sem dæmi má nefna að Kjarvalsstaðir lán-
uöu okkur húsiö leigulaust og veittu þar að auki 250 þúsund
kr. styrk til þessa verkefnis. Eins hefur Geröuberg, Norræna-
húsið, Arkitektafélagið, Sambandið og miklu fleiri stutt
okkur."
Varstu aldrei vör við andstöðu þar sem konur eiga í hlut?
„Nei, eiginlega ekki. Kannski vegna þess að 85-nefndin tók
þetta sem eitt af sínum verkefnum og þetta átti að vera
einhverskonar ,,-grand final-“ á kvennaáratugnum."
Hefur staða listakvenna breyst á þessu áratug?
„Tvímælalaust. Margt hefur áunnist og ég held að þessi
hátíð komi til með að sýna það. Þátttaka kvenna hefur aukist
gífurlega og nú eru næstum fimmtíu prósent félaga í Sam-
bandi íslenskra myndlistarmanna konur. Sú vakning hefur átt
sér staö á þessum tíu árum aö konur geta nú leyft sér í ríkari
mæli að helga sig list sinni. Það er viðurkennt að konur geta
unnið við listsköpun eins og karlar. Annaö sem hefur gerst á
þessum árum er að viðhorfið til þess sem kvenlegt er hefur
breyst. Ég man að það þótti afskaþlega neikvætt ef gagnrýn-
8