Vera - 01.09.1985, Qupperneq 10

Vera - 01.09.1985, Qupperneq 10
r. ) .j* i # w • • »‘V LISTAHATIÐ KVENNA DAGSKRÁ ' * < » „Þessi bókaskreytingasýning er eftilvill happa og glappa sýning og ekki mjög vísindaleg. Þaö eru ekki til nein gögn um bókaskreytingar, viö urðum sjálfar aö leita upplýsinga á þess- um stutta tíma. Þaö væri svo sannarlega veröugt verkefni fyrir listfræöing að gera úttekt á bókaskreytingum kvenna." í Listasafni ASÍ veröur svo sýning á alþýðulist kvenna og á mörgum stöðum veröa smærri sýningar svo sem í Gallerí Langbrók, Skálkaskjóli tvö, Mokkaog Cafe-Gestur. í Norræna húsinu verður svo sýning tekin saman af Carin Hartman á póstkortum og sýnir hún hvernig karlar líta á konur og hvernig þeir líta á sjálfa sig. Samtímis sem Vera spjallar við Gerlu eru konur aö vinna á Vesturgötu 3, Menningarmiðstöð kvenna, að því að koma á fót leikhúsi kvenna fyrir hátíðina. Þar verður sett á svið leikgerð Helgu Backman á Reykjavíkursögum, sem er byggð á smá- sögum Ástu Sigurðardóttur. Þar að auki verða konur frá Leik- félagi Reykjavíkur með dagskrá úr verkum Jakobinu Sigurðar- dóttur á Kjarvalsstöðum og í Gerðubergi. ,,Og svo verður Ijóðalestur undir mismunandi þemum, þar sem við munum reyna að sýna hvað íslenskar konur hafa gert á því sviði gegnum tíðina og hvernig þær hafa tekið á mismun- andi viðfangsefnum." Á hátíðinni veröur flutt tónlist eftir íslenskar konur og þrennir portrett tónleikar með verk eftir Jórunni Viðar, Karólínu Ein- arsdóttur og Mist Þorkelsdóttur og auk þess verða aðrir tón- leikar haldnir. „í lok hátíðarinnar verður kvikmyndahátíð, við verðum að sjálfsögöu með þær myndir sem til eru eftir íslenskar konur. Þær eru því miður ekki margar og því verða einnig sýndar myndir eftir erlendar konur. Þar kemur einnig góður gestur fyr- ir milligöngu Goethe Institut, Margret von Trotha, sem mun halda fyrirlestur og tvær mynda hennar veröa á dagskrá í Stjörnubíói. Þar munu sýningar verða í gangi allan daginn 12.—20. október í báðum sölum.“ Það leynir sér ekki að Gerla er dálítið hreykin þegar hún segir frá dagskrá hátíðarinnar. Hún er sjálf þræl pólitísk og það liggur beint við að spyrja hversu kvennapólitlsk hátíðin sé? , ,Þær konur sem taka þátt í hátíðinni eru að fást við mismun- andi verkefni, því er ekki hægt að segja að verk þeirra séu kvennapólitísk í heild. En auðvitaö er það pólitík að gera þetta, að sýna verk kvenna á þann hátt sem nú er gert.“ Hvernig hefur þessi tími verkaö á þig? „Þetta hefur verið afskaplega skemmtileg reynsla. Og það sem kom mér mest á óvart var hversu vel allir tóku í þetta, hvað þessi hugmynd mætti allsstaðar velvilja og skilningi." Hvaða vonir bindur þú við hátíðina? „Að sýningarnar veki stolt hjá konum. Við þurfum að vera stoltar af að vera konur. Heimur listamanna er bara endur- speglun á þjóðfélaginu í heild og það er allsstaðar erfitt að vera kona. Það er mikil barátta að gerast listamaður og ekki léttist sú barátta ef maður er kona í þokkabót. Ég vona að lista- hátíð eins og þessi sé liður í því að gefa konum kjark til að glíma við þetta erfiða viðfangsefni." 20. september 21. september — 6. október 22. sept.—24.okt. 28. september — 24. október 4.—20. okt. 12,—20. okt. Arkitektafélagið. Ásmundarsalur kl. 16.00 gengið þaðan kl. 17.00 að Vesturgötu 3 þar sem dagskrá hefst kl. 17.30, kórsöngur og lúörasveit. „Hér og nú“ myndlist á Kjarvals- stöðum Opnun kl. 14.00. Ásrún Kristjánsdóttir. Gallerí Lang- brók. Opnun kl. 16.00. Guörún Hrönn Ragnarsdóttir — Sólveig Aðalsteinsdóttir. Sýning Mokka Reykjavíkursögur Ástu Sigurðar- dóttur í leikgerð Helgu Backman, frumsýning að Vesturgötu 3 kl. 20.30. Bækur og bókaskreytingar í Gerðu- bergi kl. 14.00. Ljóðadagskrá Gerðubergi kl. 15.00. Dagskrá úr verkum Jakobínu Sig- urðardóttur, frá Leikfélagi Reykja- víkur. Frumsýning í Gerðubergi kl. 20.30. Úr hugarheimi Listasafn A.S.Í. Ljósmyndir. Nýlistasafn Vatnsstíg 3b. Opnun kl. 14.00. Sigríður Guðjóns og Rúna, sýning Café Gestur. Ljósmyndir Ingu Straumland Skálkaskjóli 2, opnun kl. 16.00. Konurséðaraf karlmönnum — Karl- menn séðir af karlmönnum, sýning í samantekt af Carin Hartmann. Norræna húsinu, opnun kl. 17.00. Kvikmyndahátíö í Stjörnubíó. * :/ Á meðan á listahátíð stendur verða fluttir sex tónleikar þar á meðal einir tónleikar meö verkum Jórunnar Viöar og aörir með verkum Mist Þorkelsdóttur og Karólínu Eiríksdóttur. Einnig verða Ijóðadagskrár. Þegar þetta er ritað eru ekki komnar endanlegar dagsetningar, en það verður tilkynnt síðar. Þjóðmynjasafnið verður meö sýninguna „Með silfurbjarta nál“ Listasafn (slands verður með sýninguna „Myndlista- konur 1910—1970“. Ásmundarsafn verður með sýninguna „Konur í list Ás- mundar Sveinssonar" Meöan á listahátíö stendur verða svo að sjálfsögðu sýning- ar á Reykjavíkursögum Ástu Sigurðardóttur og dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur. Einnig er hægt að fá allar upplýsingar um hátíðina á Vest- urgötu 3, garðhúsi, sími 19560 og er þar opið frá kl. 2—6 daglega. 'jfcr’i' \ * '<■. A *»’+ "i . i KB 10

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.