Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 11

Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 11
I ! I Fyrst spurði ég Fríðu að því hvernig kvenrithöfundi á íslandi í dag liði. „Stórkostlega. Þaðerekkertskemmtilegratil en aðvera rit- höfundur þegar vel gengur að skrifa. Að fást við orðiö afturá- bak og áfram og finna að orðin hlýða, að maður ræður við þau. Að móta þau í þá mynd sem ég vil fá, ég veit ekkert stórkost- legra. En ekkert er hræðilegra en að vera rithöfundur þegar illa gengur, að vera eins og stíflað sigti sem ekkert kemst í gegnum. Satt að segja man ég ekki eftir því að ég er kona þegar ég er að skrifa. Því ég er ekki að hugsa um sjálfa mig heldur verð ég að skynja persónuna sem ég segi frá í verkinu, óg verð að vita hvað hún hugsar, hvernig hún finnur til, hvað hún borðar, hvernig hún greiðir sér, hvernig henni líður þegar hún vaknar á morgnana. Ég hugsa ekki um mig heldur lifi í allt öðrum heimi þegar ég skrifa.“ Áttu við aðþegarþú skrifarþá hverfirþú sjálfá einhvern hátt? ,,Ég hverf náttúrlega ekki en ég finn ekki fyrir sjálfri mér endilega sem kynveru. Þegar maður er að reyna að búa til heim og koma honum yfir á bók, þá er það upphaflega vegna þess að maður sér eitthvað sem er þess virði að segja frá því. 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.