Vera - 01.09.1985, Blaðsíða 12
Svo kemur hugmyndin og efnið og smám saman skapast
heimur og þegar vel gengur þá vega heimarnir tveir salt, sá
sem maður skapar og hinn raunverulegi."
Telur þú þá ekki að vitund kvenna séað ýmsu leyti ólik vitund
karla og þar með listsköpun kynjanna ólík?
„Það er spurning hvort, í teoríunni, er ekki lagt of mikið upp
úr takmörkunum vitundar hvors kyns fyrir sig. Öll takmörkun
í list er slæm að mínu mati og það er takmörkun aö miða að-
eins við annað kynið. Hver einasti rithöfundur verður að taka
orðin, þessa hluti sem manni finnst mest spennandi í heimin-
um þegar maður er að skrifa, og velta þeim við, taka þau í
sundur. Annað er ekki hægt og þetta hljóta bæði karlar og kon-
ur að þurfa að gera. En af því að þaö er svo mikið líf og fjör í
konum núna og hefur verið undanfarið, og kannski alltaf, þá
getur verið að nú hafi konur aðra möguleika en karlar til að
koma að oröunum. En endurnýjun í listsköpun, endurnýjun
máls, hún gerist hægt og ekki á að endurnýja bara til að endur-
nýja. List og sköpun verða að fá að njóta sín, að fá að „dansa
á Ijósinu" eins og Bubbi Morthens segir. Ég er bæði hrædd við
forcnúlur og takmarkanir. Ég held að við konurnar verðum að
passa okkur, bæði í kvennarannsóknum og ekki síður í sam-
bandi við bókmenntirnar, að fara ekki að skorða okkur, að
gera ekki það sama og karlmennirnir hafa gert. Við megum
ekki skorða okkur á einhvern andskotans ákveðinn bás heldur
verðum við að vera opnar, reyna að nýta alla möguleika, allar
kenningar, allar formúlur en taka enga þeirra sem algilda. Við
getum meira að segja notað klisjurnar til aö sýna fram á hvað
þær eru heimskulegar. En hins vegar verðum við að muna að
það sem er ekki klisja í dag getur verið oröin klisja á morgun.
Alveg á sama hátt og ópið sem konur ráku upp á milli 70 og
'80 er í dag orðin klisja og allir orönir leiðir á. Og eins og þú
veist fá karlmenn fyrir hjartað núna ef þeir heyra nefndar
kvennabókmenntir, kvennarannsóknir, kvennalista, kvenna-
framboð, KONUR — nema i láréttri stellingu."
Eigum við að láta þær raddir hræða okkur?
„Nei, það er engin ástæöa til þess. En hins vegar verðum
viö að passa okkur á því að ef maður er alltaf að reka upp sama
veiniö þá hætta ekki bara allir að hlusta heldur er maöur orð-
inn eins og dauður hlutur. Maður verður að halda áfram, kyrr-
staöa er ekki líf. Bókmenntir eru líf og þar af leiðandi verður að
vera hreyfing og bókmenntarannsóknir eru líka líf í lífinu og
þær verða aö hreyfast."
Finnst þér þá gæta kyrrstöðu t.d. í kvennarannsóknum I bók-
menntum?
„Af þvl litla sem ég hef lesið finnst mér of oft að formúlan
hafi tekið yfir, verk hafi verið tekin og þeim troðið í rammann,
alveg á nákvæmlega sama hátt og karlmennirnir hafa alltaf
gert. Þetta er ákaflega auðskilið vegna þess að konur hafa jú
meira og minna lært sína aðferðafræöi hjá karlmönnum, í
bókmenntum sem öðru og vara sig ekki nógu mikiö á þessum
vinnubrögöum.“
Telur þú ekki að kvennarannsóknir geti opnað nýjan skilning
á bókmenntunum?
„Maður var náttúrlega fylltur af fordómum í skólunum og
sérstaklega í háskólanum. Maður var troðfylltur af fordómum.
Það eina sem bókmenntafræðingur getur gert og það eina
góða sem ég lærði í sambandi við bókmenntir í háskólanum,
og það kenndi Sveinn Skorri mér, það er að lesa bókenntir og
lesa bókmenntir og lesa bókmenntir. Af því einu er hægt að
læra eitthvaö um bókmenntir."
En getur maður þá nálgast bókmenntirnar fordómalaust?
„Nei, líklega ekki. Og það virðist vera svo þröngt á bók-
menntamarkaðinum, eins og á öðrum mörkuðum, að þeir sem
ráða taka eina og eina konu til þess að friða samviskuna og
lyfta henni upp og svo týnast allar hinar. Ef þú lest bókmennta-
söguna þá sérðu að konum hefur verið ýtt út. Þú veist ekki
hverjar þær eru, þú rekst á bók og bók á bókasöfnunum, þú
heyrir einhvers staðar um einhverja konu sem hefur skrifaö
bækur og þú ferð og leitar bókina uppi, konan er löngu dáin,
hún er horfin. Og þú heyrir hvergi getið um þessa konu, þú
sérð hana ekki á námskrá upp í háskóla. Kannski er hún ein-
hvers staðar í einni línu í bókmenntasögu, en þó oftast ekki.“
Þú telur þá ekki að kvenrithöfundar njóti sannmælis I bók-
menntaumfjöllun?
„Ja, það virðist a.m.k. vera ákaflega erfitt aö fá kvenper-
sónu tekna gilda sem heila persónu sem getur gengið í gegn-
um þjáningar og gleði tilverunnar. Þá er hún túlkuö sem frú-
stereruð kona í kynkreppu. Það minnir mig á að einu sinni
spurði mjög greindur og gáfaður maður, og mikill Freudisti, að
því hvaö gæfi mér mesta ánægju og gleði í lífinu. Eins og barn
svaraði ég: „að skrifa". En það var sama hvaö ég sagöi, skrift-
irnar voru mér bara snuð fyrir ófullnægðar kynhvatir, barn-
eignir eða ég veit ekki hvað.“
Hvað er til ráða?
„Þetta er fáránlegt og hlálegt en þetta er svona. Og það er
einhvers staðar þarna sem konur sem fást við bókenntarann-
sóknir verða aö reyna að grípa inn I. Þær verða aö víkka
áherslusviðið."
Þegar maður les verk ,,gömlu“ skáldkvennanna, og þá á ég
einkum við þær konur sem voru að skrifa í byrjun aldarinnar, þá
er ákaflega áberandi í verkum þeirra einhvers konar togstreita
sem þær virðast upplifa milli þess að vera kona og vera skáld.
„Þetta held ég að þú sjáir hjá þeim öllum, mér dettur t.d. í
hug Halldóra B. Björnsson. En þetta er þó þrátt fyrir allt að
lagast með allri þessari umræðu, þetta er skárra en það var.
Sjónarmið kvenna koma meira fram. Og þetta hlægilega orð
„reynsluheimur" sem mér finnst reyndar ekkert hlægilegt.
Allir eiga sinn reynsluheim. Ég held að togstreitan sé á marg-
an hátt ekki eins mikil í dag. En aftur á móti verð ég óstjórnlega
reiö yfir því að sjá kynjamismununina ná alla leið inn í skáld-
sagnapersónur. Það er jafnvel svo að kvenpersóna í bók er
beitt harðari ákvæðum en lifandi kona. Kvenkyns skáldsagna-
persóna er ekki tekin gild sem heil persóna heldur sem kona
með stórum stöfum, í kvenhlutverki og kynhlutverki og viröist
ekki eiga rétt á aö lifa utan þess hlutverks, ekki I bókmenntun-
um.“
Og nú erum við farnar að tala um bókmenntahefð.
„Já, og þessa bókmenntahefð hafa bæði karlar og konur
hjálpast að við að skapa, því miöur."
Hvað viltu segja um viðbrögð annarra kvenna við sögunum
þínum?
„Ég hef orðið mjög mikið vör við að það sem ég skrifa er
persónulega yfirfært. Sem dæmi get ég nefnt að á öllum þeim
stöðum sem ég hef komið og lesið söguna Stökkið upp þá
hafa konur komiö til mín á eftir og talað um yngra bróður minn.
En ég á bara engan yngri bróður! Þetta er eitt af því sem er
bæði kostur og galli við konur, mér finnst þær gera meira af
því að yfirfæra persónulega það sem þær lesa. En talandi um
viðbrögð þá get ég sagt að ég verð alltaf jafn hissa þegar ég
hitti ókunnugt fólk sem hefur lesiö þaö sem ég skrifa."