Vera - 01.09.1985, Qupperneq 15

Vera - 01.09.1985, Qupperneq 15
verið ranglega eignuð frægum kennurum þeirra og seld sem slík fyrir svimandi háar fjárhæðir annað fyrir jafnvirði 2 milljóna Bandaríkjadollara til Metropolitan-safnsins í New York. Það var talið eftir David, en er eftir Constance-Marie Charpentier. Hin myndin var talin efir Hals en var í raun eftir Judith Leyster. Bæði voru þessi verk talin bestu verk meistaranna. ,,Þaö má í rauninni segja að þetta sé hæsta verð sem hefur verið greitt fyrir verk eftir kvenmálara, en ég geri ráð fyrir að myndin hafi verið flutt á minna áberandi stað þegar upp komst að þær voru ekki eftir David og Hals. Oft hafa sjálfsmyndir kvenna verið ranglega mæðraðar. Tal- ið að einhver karlmaður hafi verið að mála persónugerving geti enn. Við eigum þó talsverðar heimildir um eina þeirra, Kristínu Þorvaldsdóttur Jónsson frá ísafiröi, sem var á akademíunni í Kaupmannahöfn í að minnsta kosti tvö ár, fór svo í námsferð til Þýskalands, málaði og teiknaði mikið upp úr aldamótum, en hætti alveg 1906. Þá dó systir hennar og hún tók við barni og mági og setti síðan upp fyrstu listmuna- verslunina í Reykjavík. Þar seldi hún eftirprentanir, silfur og gipsstyttur, en engin málverk og hætti alveg í myndlist sjálf. Hún virðist hafa haft mjög ákveðinn smekk og kynnti fyrir íslenskri borgarstétt erlenda list.“ myndlistarinnar sýnda sem málandi konu. Og þær eru áreið- anlega margar í söfnum enn ranglega mæðraðar." Nærtækt myndefni „Þegar akademíurnar voru stofnaðar breyttist aðstaða kvenna til myndlistar til hins verra, því þær fengu ekki aðgang að þeim strax. Franska akademían er sú elsta, stofnuð 1648. Sú verklega kunnátta sem listamenn fengu í vinnustofum mál- ara þótti ekki nóg fyrir þá, þeir þurftu teoríu með. Franska lista- akademían setti mjög strangar reglur um hvernig ætti aö mála, listin var eiginlega miðstýrð, enda tíð Lúðvíks 14. og Colberts. Þá var gerður listi yfir myndefni og það flokkað niður eftir því hversu merkilegt það þótti. í efstaflokknum var mynd- efni sögulegs og trúarlegs eðlis, og það byggðist á færni í að mála naktar eða hálfhjúpaðar mannverur. Konur höföu enga möguleika á að læra og þjálfa sig í þessu. Þeirra myndefni var það sem þeim var nærtækara, dýr, börn andlitsmyndir og þess hátta og þær myndir þóttu mun lakari en myndir með sögulegu eöa trúarlegu inntaki. Þessi mismunur á aðstöðu breyttist ekki fyrr en akademíurnar opnuðust fyrir konum." ,,Meðal þeirra fyrstu sem fóru á akademíuna í Kaupmanna- höfn voru íslenskar konur. Ein þeirra Kristín Vídalín, var þar á undan Þórarni B. Þorlákssyni, 1890—92. Flestar af þessum fyrstu íslensku konum sem fóru í myndlistarnám eru hálfgerö- ar huldukonur, saga þeirra hefur ekki verið könnuð að heitið Næsta kynslóð íslenskra kvenmálara ber að mörgu leyti sömu einkenni. Þetta voru allt konur sem voru barnlausar eða áttu eitt barn og þá seint, sumar ógiftar og flestar búsettar erlendis og unnu þar að list sinni. ,,Ég held aö það hafi ekki verið mikið um fordóma í garð myndlistarkvenna á þessari öld hér á landi, ekki meiri en erlendis, en þetta er hörð veröld og það talar sínu máli að þær skuli nær allar setjast að erlendis. Þetta er heil kynslóð, Nína Tryggvadóttir, Júliana, Geröur Helgadóttir, Nína Sæmundsson. . . Og þær eiga það sam- eiginlegt að allar gátu þær ráðið lífi sínu meira en algengt var með konur.“ Því fór þó fjarri að allir fordómar væru úr sögunni í garð myndlistarkvenna þó þær væru komnar með jafnan aðgang aö listaskólum á við karla. ,,í myndlist kvenna finnur þú allan þokka konunnar, en einnig lesti hennar. List hennar skortir dýpt, breidd, þyngd, víðsýniogdirfsku. List hennarerelskuleg en titgerðarleg.“ Þetta eru stór orð og miklir fordómarsérstak- lega sé þess gætt að þetta eru lokaorð í riti sem nefnist: Kven- málarar 18. aldarinnar. Sá sem ritaöi þetta hét Charles Oulmont og bókin kom út áriö 1928. ,,Manni finnst þetta nærri vera brandari," segir Hrafnhildur. ,,Ekkert annaö en sögufölsun" Það er hins vegar lítill brandari sem mætt hefur Hrafnhildi í starfi hennar sem listasögukennari í Myndlista- og Handíða- skóla íslands. „Margar þeirra bóka sem taldar eru til grund- vallarverka í listasögu núna eru alveg kvenmannslausar.

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.