Vera - 01.09.1985, Qupperneq 18

Vera - 01.09.1985, Qupperneq 18
Glugginn á bakhliðinni (Rear Window, 1957) segir frá L. B. Jeffereys (James Stewart), fréttaljósmyndara sem hefur fót- brotnað og er því tímabundið fastur í hjólastól í íbúð sinni. Hann hefur lítið annað fyrir stafni en aö virða fyrir sér nágrann- ana og fylgjast með hvað þeir hafast að. Smám saman verður honum Ijóst að morð hefur verið framið í einni íbúðinni og fjall- ar stór hluti myndarinnar um það hvernig hann og vinkona hans, Lisa (Grace Kelly), afhjúpa morðingjann. Meðan á myndinni stendur er Jeffereys andspænis glugg- um sem snúa út í húsagarö. Sjónsvið hans, sem er jafnframt sjónsvið áhorfandans, takmarkast við glugga nágrannanna, þar eö húsagarðurinn er lokaöur fyrir utan þröngt húsa- sund sem leiðir út á götu. Sjónsviöið er því líkast sviösmynd í leikhúsi, enda er lögð áhersla á þau áhrif með lýsingu og notkun filtera sem gefa umhverfinu óraunverulegan blæ. T.d. er hitinn úti fyrir undirstrikaður með sterkum rauðgulum lit. ( upphafi myndarinnar dragast gluggatjöldin upp eins og leiktjöld frá leiksviöi, um leið og við sjáum Jeffereys sofandi í hjólastólnum. Vélin líðurfrá húsagarðinum og um Ijósmyndir í herbergi hans, sem sýna hann í starfi sínu, en starfið felst í aö ferðast um heiminn og taka Ijósmyndir við erfið og oft hættuieg skilyrði. Vélin staðnæmist síöan við tískublaði með forsíöumynd af andliti ungrar konu (Grace Kelly). Kynn- ingin á Jeffereys og umhverfi hans sýnir því ekki aðeins tengsl hans við umheiminn heldur er líka kynning á Lisu og starfi hennar. Glugginn á bakhliðinni samanstendur af tveim samofnum sögum, annars vegar af morösögu og hins vegar af ástarsögu Jeffereys og Lisu. Ástarsagan er, þegar grannt er skoðað, aöalviðfangsefni myndarinnar, en morösagan nokkurs konar aukasaga, nauðsynleg til að myndin geti leyst vandamál ástarsambandsins, eins og sýnt veröur fram á í þessari um- fjöllun. Umgjörðin og spegilmyndir' Húsagarðurinn myndar umgjörð um söguna, og það sem Jeffereys sér í glugganum á móti eru spegilmyndir af hugar- ástandi hans, og á því sem er aö gerast í sambandi hans og Lisu. Hver lítil saga í gluggunum myndar því hliðstæðu eða andstæðu við það sem á sér stað hjá Jeffereys. Þegar þau Lisa eru að borða kvöldmat er ungfrú Einmana með kvöld- verðarboð fyrir ímyndaðan matargest, og þegar Lisa ætlar að eyða nóttinni með Jeffereys sjáum við sömu persónuna, ung- frú Einmana, fara út á bar og koma svo heim með misheppn- aðan næturgest. Allt sem ungfrú Einmana aðhefst í þessum efnum misheppnast og það knýr hana loks til að hugsa um sjálfsmorð. Sagan um hana gefur því m.a. til kynna ótta Jeffereys viö einsemdina. Ötti hans við hjónabandið kemur fram í samtali hans við hjúkrunarkonuna, Stellu (Thelma Ritter), á meðan hann er að fylgjast með nýgiftum hjónum, sem eru að flytja inn í eina íbúðina á móti. Þau loka sig af frá umheiminum og eiginkonan ersífellt að krefjast návistareiginmannsins, sem endurspegl- ar ótta Jeffereys við að vera háður og njörvaður niður (enda byggist starf hans á sífelldum ferðalögum um heiminn). Þetta birtist líka í hjónabandi sölumannsins (morðingjans) sem verður að þjóna duttlungarfullri og sjúkri konu. E.t.v. sér Jeffereys sjálfan sig að einhverju leyti í einhleypa tónlistar- manninum, sem er stöðugt að reyna að semja lag. „Þetta lag gæti verið um okkur,“ segir Lisa, en Jeffereys svarar hæðnis- lega: „Þá er engin furða þó honum gangi svona illa að semja það.“ Lisa „Lisa er of fullkomin, hún er allt nema það sem ég vil,“ er dómur Jeffereys um Lisu í samræðum hans við Stellu um hjónabandið. Fullkomleiki Lisu felst í því að hún er ósnertan- leg; of falleg, of vel klædd, of kúltiveruð og of sjálfstæð. Þessir þættir eru undirstrikaðir á myndrænan hátt í kynningarsen- unni á Lisu, þar sem hún er gerö (sýnd) allt að því óraunveru- leg. Viö sjáum fyrst skugga hennar leggjast yfir andlit Jeffereys þar sem hann situr sofandi I rökkrinu. Þar næst sjáum við hana í nærmynd eins og Jeffereys upplifir hana; hún er fjarræn í nálægö sinni og draumkennd. Hún kynnir síöan sjálfa sig smám saman með því aö kveikja á lömpum um leiö og hún segir: „Lesist frá efsta hluta til neðsta: Lisa, Carol, Freedman". Kynningin endar á því að hún stendur á upp- hækkuðum palli í herberginu, upplýst af lampaljósunum í módelkjól. Hún er því kynnt á hlutgerðan hátt, sem vara, og eru þau áhrif enn frekar undirstrikuð í upphafi myndarinnar þar sem hún sést fyrst sem mynd á forsíðu tískublaös. Við vitum að Jeffereys stendur ógn af þessari ímynd, ekki aöeins af því hún viröist ósnertanleg sem mannleg vera (ógnin undirstrikast af skugga Lisu á andliti hans), heldur stafar ógn- in líka af sjálfstæöi hennar sem birtist annars vegar í virkri þátt- töku og velgengni í atvinnulífinu, og hins vegar í því að hún tek- ur kynferðislegt frumkvæöi í sambandi þeirra Jeffereys (það er t.d. hún sem tekur ákvörðun um að eyða nótt með honum). Kynferði Jeffereys Jeffereys er bæklaöur I hjólastól í tvennum skilningi: annars vegar af völdum slyss, og hins vegar vegna ógnandi nálægðar Lisu, þ.e.sjálfstæði hennarsem m.a. birtistíóbeinumog bein- um kröfum gagnvart Jeffereys sem honum finnst hann ekki geta uppfyllt og valda honum þar með öryggisleysi og tauga- veiklun. Þegar Lisa spyr hann hvaö kona eigi að gera til að ná athygli karlmanns, svarar Jefferey: „Hún þarf ekkert að gera ef hún er nógu falleg, hún þarf bara að vera“. Þarna er hann að lýsa konu sem er hlutgerð og óvirk í senn og vinnur því bug á þeirri ógn sem getur stafaö af kynferði kvenna. Segja má að ballerínan í glugganum á móti uppfylli þessar kröfur Jeffereys. Hún er í öruggri fjarlægð og ógnar því ekki stöðu hans, en veitir honum samt kynferðislega fróun sem hann nýt- ur með því að vera áhorfandi (gægir). Þetta er undirstrikað með öruggu fasi og brosi sem færist yfir Jeffereys þegar hann horfir á ballerínuna, og jafnframt með atviki sem sýnt er eftir að hann hefur verið að virða hana fyrir sér, en þá tekur hann langa klórustöng og klórar sér undir gifsinu og gefur þaö hon- um ákveðna útrás (nautnalegt bros færist yfir andlit hans). Sundurbútun Ógn sú sem konan í myndum Hitchcocks veldur (sálræn og/eða kynferðisleg), er gjarnan leyst með líkamsárás og/eða morði ákonunni. ÍGIugganum ábakhliðinni ereiginkonasölu- mannsins í glugganum á móti ekki einungis myrt, heldur sund- urbútuð. Verknaðurinn kemur þó aldrei áhorfendum fyrir sjón- ir, en er gefinn til kynna með túlkun Jeffereys og Lisu á atferli sölumannsins. Engu að síður kemur „sundurbútun" kven- 18

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.