Vera - 01.09.1985, Qupperneq 21
andlitið
Smásaga eftir Þórunni Magneu
Þaö byrjaði í rauninni allt daginn, sem ég sá andlitiö. Fyrst
í staö þekkti ég þaö ekki. En þaö var eins og óskýrri endur-
minningu frá Ijósum dögum bernsku minnar brygði fyrir eitt
andartak, sem síðan hvarf í sorta fulloröinsáranna, allt myrkv-
aöist. En andlitið hélt áfram að stara á mig, krefjandi, ásak-
andi. Krefjandi hvers? Ásakandi um hvað? Ég veit það ekki,
en það var eins og það krefðist bústaðar í mér, innra með mér,
í huga mínum, innan í höföinu. Ég reyndi að bægja því burt,
losa mig viö það á sem þægilegastan hátt, en það vildi ekki
fara. Allan þann dag sveimaöi þaö fyrir hugskoti mínu eins og
draugur, endurminning. Hvað vildi þetta andlit? Hvaðvildi það
mér? Ég ætlaði ekki aö þora að hætta mér út næsta dag af ótta
viö að andlitinu skyti aftur upp, birtist fyrir framan mig meö all-
arsínarorðlausu ásakanirog kröfur. Ég hafði heldurekki farið
langt þegar það birtist í einum búöarglugganum. Þetta var rétt
fyrir jól og allar verslanir fullar af varningi og Ijósadýrð og ein-
mitt í einum glugganum innan um gjafir handa allri fjölskyld-
unni birtist það aftur. Allt í einu var það þarna. Ég hopaði frá
glugganum og leit flóttalega í kring um mig til að athuga hvort
nokkur hefði tekið eftir því. En enginn í mannþrönginni sýndi
nokkurt merki um undrun yfir þessu andliti, sem allt í einu
hafði birst innanum heimilistölvur, ryksugur, brauðristar og
hina einu sönnu rakvél handa honum. Ég reyndi að telja sjálfri
mér trú um aö þaö, sem ég haföi séö heföi ekki verið annað en
endurspeglun frá tölvuskermi, þar sem litlir kringlóttir karlar
hlupu fram og til baka milli þess, sem þeir voru etnir af ein-
hverjum óskiljanlegum skrímslum. Ég smokraði mér út úr
þvögunni og áður en ég vissi var ég í hörku samræðum við
sjálfa mig um ímyndunarveiki, taugaveiklun, móðursýki og
jólahreingerningarþreytu, allt sem gæti gefið einhverja
minnstu skýringu á þessu undarlega framferði augna minna.
Þegar ég kom heim kveikti ég Ijós í öllu húsinu til að vera viss
um að andlitið birtist ekki allt í einu út úr einhverju myrku skoti,
starandi, ásakandi og krefjandi einhvers, sem ég skildi ekki.
Eitt vakti þó mesta undrun mína, en það var aldursleysi þessa
andlits. Það var eins og það heföi ekkert lifað, svo ungt og
ómarkað af sársauka lífsins, en um leið eins og þetta andlit
hefði allt séð og allt reynt. I senn svo gamalt og svo ungt. Ég
vissi innst inni að ég þekkti þetta andlit, hvern drátt, en samt
þekkti ég það ekki, ég elskaði það og óttaðist. Ég dáði það og
fylltist viðbjóði um leið. Ég reyndi aö lesa blöðin og drakk kókó-
ið mitt, reyndi að gleyma þessu andliti, sem hafði allt í einu tek-
ið upp á því aö ofsækja mig. Ég las auglýsingarnar um allt það,
sem maður varð að eignast fyrir þessi jól og líka auglýsingarn-
ar um allt það sem hún varð aö eignast og hann og barnið,
hundurinn, kötturinn og heimilið. En allt kom fyrir ekki, hugs-
unin um andlitið þrengdi sér á milli mín og allra þessara bráð-
nauösynlegu hluta. „Þetta andlit“. Ég reyndi að reka það til
síns heima, því einhver hlaut að eiga það, en allt kom fyrir ekki.
Að lokum gafst ég upp á að fá einhvern botn í þetta og háttaöi,
ég var viss um að mig myndi dreyma þetta andlit alla nóttina,
en ég svaf draumlaust að minnsta kosti mundi ég ekkert þegar
ég vaknaði. Mér leið vel, úthvíld og hlakkaöi til að takast á við
það sem eftir var af jólahreingerningum og bakstri. Andlitinu
hafði ég gleymt, því var gjörsamlega stoliö úr huga mér eins og
ég hefði aldrei séð það. Ég kláraöi aö þvo og strauja gardín-
urnar og byrjaði á smákökunum, gyöingakökum og hálfmán-
um. Ég haföi að vísu ætlað að byrja snemma [ ár og Ijúka
þessu öllu af í tíma en einhvern veginn fór það svo að ég var
á síöustu stundu eins og í fyrra og hitteðfyrra og. . . já. . . þaö
skiptir kannski ekki öllu máli. Þorláksmessa var ekki fyrr en á
morgun og þá gæti ég lokiö viö að versla, skreyta jólatréð og
pakka inn gjöfunum, skipta á rúmunum, þrifið baðið þegar allir
væru búnir aö nota það, eldhúsið og ganginn. Já, þetta mundi
allt ganga eins og í fyrra og hitteðfyrra. Allan daginn fyrir Þor-
láksmessu hamaðist ég við hreingerningar og bakstur meö
smá hléum þegar ég þurfti að gefa fjölskyldunni að boröa.
Börnin horföu ásakandi á mia: Af hverju er ekki heitur matur
bara smurt brauö og skyr? Eg afsakaði mig meö því að ég
heföi svo mikið að gera og hélt áfram aö fægja húsið. Um
kvöldið þegar allir voru háttaðir og ég var aö ganga frá í eld-
húsinu tók ég eftir því aö ég hafði gleymt að fara út með rusliö.
Ég greip pokann og hljóp með hann út í tunnu og þá gerðist
það, þegar ég átti mér einskis ills von, um leið og ég snóri mér
viö til aö fara Inn í húslö, birtist það. Allt í einu var þaö þarna
á milli mín og dyranna. Skyndilega flaug sú hugsun í gegnum
huga minn að ég kæmist aldrei aftur inn. Andlitið myndi varna
mór inngöngu. Ég mjakaöi mér ofur hægt til hægri eins og til
að reyna aö komast fram hjá andlitinu, en það virtist fylgja mór
eftir eins og það væri fest við mig með ósýnilegri taug, nafla-
streng. Ég fann hvernig hendur mínar byrjuöu að titra og hjart-
að hamaöist í brjósti mér. Ég vissi aö ef ég fyndi ekki eitthvert
ráö til aö komast inn myndi ég deyja úr hjartaslagi og hræðslu
á stéttinni við öskutunnurnar. Skyndilega heyrði ég raddir.
Nokkrir unglingar komu gangandi eftir götunni, raddir þeirra
hljómuöu undarlega hávært í næturkyrrðinni. Ég stóð þarna
og horföi á þá, ég var hálft í hvoru að hugsa um að kalla til
þeirra og biðja þá um hjálp, en svo sá ég hvað það var fárán-
legt. Hvað átti ég að segja við krakkana? Væri ykkur ekki
sama þó að þið rækjuð þetta andlit í burt, svo ég komist inn,
ég fór nefnilega út með ruslið og þegar ég ætlaði inn aftur þá
var þaö allt í einu þarna. Þeir myndu halda að ég væri geöveik
og kannski var ég það. Nei, ég yrði að bjarga mér út úr þessu
upp á eigin spýtur. Ég setti í mig kjark og leit aftur í áttina þar
sem andlitið var, en þá var það horfið. Ég hentist af stað að
dyrunum, inn og skellti á eftir mér. Titrandi á beinunum, hall-
aöi ég mér upp aö huröinni og reyndi að ná taumhaldi á tilfinn-
ingum mínum. Svona gæti ég ekki fariö upp í rúm. Eins og ég
var á mig komin mundi ég ekki bara titra, heldur rúmið og mað-
urinn minn líka. Ég staulaðist inn í eldhús. Hvað var eiginlega
aö gerast? Var ég að ganga af vitinu? Af hverju var ég svona
hrædd viö þetta andlit? Það var í sjálfu sér ekki ógnvænlegt,
ekki afskræmt, þvert á móti, þetta var slétt og frekar laglegt
andlit. Hvað var þá svona viöbjóðslegt við það? Einkennilegri
og óljósri endurminningu frá bernsku minni skaut upp í huga
mér. Eitthvað með vor, blóm og vonir. Vonir um hvað? Fram-
tíöina, lífið? Nei, það gat ekki komið andlitinu við. Andlitið til-
heyröi ekki björtum dögum bernsku minnar, þegar hamingjan