Vera - 01.09.1985, Page 24

Vera - 01.09.1985, Page 24
Fjölbreytni einkennir þessa sýningu. Ein er með litmyndir af fegrunaraðgerðum á konum í Frakklandi, önnur með brúntónamyndir af gömlu fólki og gömlum hlutum i Vín- arborg, sú þriðja með nærmyndir (lit af fósturjörðinni mis ískaldri og þannig mætti lengi telja. Um 20 konur sýna Ijósmyndir á sýningunni sem opnar 28. september í Nýlistasafn- inu við Vatnsstíg. Margar þessara kvenna hafa lært Ijósmyndun sem iðn eða í listaskólum. Þó hafa fæstar þeirra sýnt myndirnar sínar opinberlega áður. Ljósmyndasýningar á íslandi eru fáar og langt á milli þeirra, jafnt kvenna sem karla. Enda þarf að borga með þeim stórfé. Ljósmyndir seljast ekki og jafnvel áhugi og umræða á Ijósmyndun er í lágmarki. Þessi sýning er því eins konar liðskönnun. Erlendis er staðan í Ijósmyndun nú svipuð og í mörgum öðrum listgreinum: afturhvarf til náttúrunnar, eða þannig. Til skamms tíma voru leikreglurnar í Ijósmyndun mjög stífar en nú eru flestir Ijósmyndaskólar uppfullir af fólki sem er að vinna með ýmsar gamlar aðferðir tæknilega og hugsunarháttur annarra tímaskeiða er ekki lengur fyrirlitinn. Þessa nýja viðhorfs gætir t.d. í verkum Birgit Guðjónsdóttur sem vinnur með stórar film- ur sem gefa aðra möguleika en þær 33 mm. En þó er engin með platinum-ljósmynd hvað þá heldur gum-bivhromate-mynd. Tækifærið til að skoða þessar Ijósmyndir er til 13. október. Svala 24 Eldur 1

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.