Vera - 01.09.1985, Síða 29

Vera - 01.09.1985, Síða 29
langflestum tilfellum. En á móti gerum viö aö sjálfsögöu kröfur um jöfn laun og karlarnir. Raunar hefur þetta aldrei verið nein spurning innan stéttarinnar. Þar höfum viö ekki rekist á neina veggi. Sigríður: Þaö er kannski ekki beinlínis hægt að tala um val áverkefnum hjáeinstökumarkitektum. Margirálítaaðviðkon- urnar séum bara í því aö hanna lítil og nett hús. Vitanlega tökumst viö á viö verkefni af öllum stæröum og gerðum eins og karlmennirnir. Hvernig gengur þá kvenarkitektum aö komast áfram innan fagsins? Sigríöur: Þaö hefur gengið misvel. í gegnum samkeppnir um ýmis verkefni fá allir arkitektar jöfn tækifæri til aö sýna hvaö í þeim býr og hafa þannig margir getaö haslaö sér völl, ekki síst konur. Fá konur sambærileg verkefni og karlar eða eru þær látnar i minni og öðruvísi verkefni? Valdís: Persónuleg og pólitísk sambönd ráöa oft miklu um úthlutunverkefnaog þarer karlaveldiðennþáallsráðandi. Hiö opinbera hefur lítið leitað til kvenna meö stærri verkefni svo sem skóla og sjúkrahús, sem er jú að mestu vinnustaðir kvenna. Kannski er ástæöan sú aö konur eru ekki í yfirmanns- stöðum og ákveöa ekki hvert leitaö er meö verkefni. Sigríöur: En verkefnaskipting á stofunum sjálfum fer fyrst og fremst eftir starfshæfni einstaklingsins en ekki eftir kyn- ferði. Leita konur almennt frekar til kvenarkitekta? Sigríður: í mörgum tilvikum ekki, þaö má t.d. benda á hús Kvennaathvarfsins þar sem konur ráða. Þaö verkefni fengu karlar og ég veit ekki til aö konum hafi staðiö þaö til boða. Valdís: Sumir karlar leita ekki síður með verkefni til kven- kyns arkitekta en karlkyns. Þeir vita jú aö konur eru samvisku- samar og leita þess vegna til þeirra. Annars er erfitt að alhæfa í þessu sambandi. Ég hef einu sinni fengiö verkefni frá konu þar sem hún tók það fram aö hún leitaði til mín vegna þess aö ég er kona. Er arkitektúr kannski kvennafag? Sigríður: Nei, alls ekki. Þetta var karlafag fyrir 10—15 árum en ekki lengur. Nú eru konur u.þ.b. 16% félaga í Arkitekta- félagi (slands og flestar virkar í starfi félagsins. Samt má benda á aö hlutfallslega færri konur vinna sjálfstætt, fleiri eru launþegar á stofum eöa hjá hinu opinbera. Hvers vegna fóru konur ekki í arkitektúr hér áður fyrr? Valdís: Þar má nefna nokkrar ástæöur. Þetta er langt og dýrt háskólanám erlendis á tæknisviöi. Starfið er krefjandi og krefst ábyrgðar. Hvað gerðist svo? Sigríður: Ég held aö breytingarnar hafi komiö í kjölfar annarra breytinga í þjóðfélaginu. Fólk er fariö aö hjálpast meira aö þannig aö ekki er útilokað fyrir konuna að vinna starf einsog arkitektúr. í þessu starfi ertu raunverulegaað vinnaall- an sólarhringinn. Konur eru líka óhræddari í dag viö að axla ábyrgö. Nú svo er þaö ekki lengur svo fjarlægt aö konur fari í tækninám af einhverju tagi. Valdís: Þaö er nokkuö sérstakt aö á islandi eru aö því er ég best veit allar þær konur sem farið hafa í arkitektúr starfandi viö fagið. Þetta er mun betri staöa en í nágrannalöndum okkar eins og t.d. í Þýskalandi. Samt eru menn ansi gjarnir á aö halda að við konurnar séum frekar í innanhúsarkitektúr en í arkitektúr almennt. Við erum búnar að sþjaiia heilmikið um arkitektúr almennt, en hvað með sýningarnar á Listahátiðinni. Sigríður og Valdís eru báðarísýningarráðiArkitektafélags Islands og hafa tekið virkan þátt í undirbúningi sýninganna sem konur innan Arkitekta- félagsins eru með á hátíðinni. Gefum þeim orðið. Sigríður: Sýningin í Ásmundarsal er fyrsta sýningin á veg- um Arktitektafélagsins sem hefur þetta sérstaka þema. Þ.e. aö kynna störf kvenna í faginu. Sýningin er eins og allar sýn- ingarnar á Listahátiðinni í tilefni loka kvennaáratugarins. Arkitektúr er fyrst og fremst listgrein og félagið er í Banda- lagi íslenskra listamanna, því þótti okkur tilvalið að nota tæki- færið og vera meö á þessari hátíð. Á sýningunni verða líka- verk sem konur og karlar hafa unnið saman, en hópvinna er algeng hjá arkitektum og þá vinna karlar og konur saman jöfnum höndum. Konur hafa reyndar verið mjög virkar í öllum samsýningum Arkitektafélagsins undanfarin ár. Það eru þrettán konur sem taka þátt í sýningunni í Ásmund- arsal, m.a. elsti starfandi kvennarkitektinn en það er Halldóra Briem sem hefur starfaö í Svíþjóö í 40 ár. Hún sýnir eitt af sín- um fyrstu verkum sem hún fékk verðlaun fyrir úti. Einnig sýna nokkrar sem hafa starfað erlendis. Auk þess er ætlunin aö reyna að hafa skuggamyndasýningu á verkum finnskra kvenna m.a. frú Alto sem er eiginkona Alvar Alto en fæstir vita að hún er mikilvirkur arkitekt sjálf. Loks má nefna aö von er á þýskri sýningu um heimssögu kvenarkitekta. Sýningin mun standa frá 21. september til 10. október. Víkjum þá að Vesturgötu 3, en þar verða kvenarkitektar einn- ig með sýningu en svolítið ólíka þeirri sem verður í Ásmundar- sal. Valdís: Eins og flestir vita eflaust þá eru það eingöngu konur sem eiga húsin að Vesturgötu 3. Okkur þótti því vel viö hæfi að leggja okkar af mörkum og koma með hugmyndir um notkun húsanna. Þarna var líka kærkomið tækifæri fyrir þær sem ekki áttu verk til aö sýna í Ásmundarsal að vera með á Listahátíðinni. Verkefnið er líka spennandi og jafnframt gagn- legt. Við vinnum að sjálfsögöu mikið meö þeim sem hafa umsjón meö húsunum og svo ákváðum við að vinna í hóp og sleppa samkeppni í þetta sinn. Þetta er mjög gaman en jafnframt nokkuð tímafrekt. Tíminn var knappur eins og oft hjá arkitekt- um því oftast fáum við verkefni með skömmum fyrirvara og fólk vill að verkið sé tilbúiö sem fyrst. Þessu erum við vanar og á Listahátíðinni ætlum við að sýna afrakstur hópstarfsins þeg- ar húsin að Vesturgötu 3 verða opnuð formlega. Þar meö látum við þessu spjalli lokið, en ætla kvenarkitekt- ar kannski að stofna sérstakan félagsskap þegar þessar sýn- ingar eru afstaðnar? Það töldu þær stöllur afar ólíklegt, þeim gengi ágætlega að vinna með körlunum í félaginu og í félags- starfinu væri ekki undan neinu að kvarta. Það er vel að vita af góðu gengi kvenna á þessu sviði og ósk- andi að svo væri víðar. En drífum okkur nú á sýningarnar. Sigrún Jónsdóttir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.