Vera - 01.09.1985, Page 31

Vera - 01.09.1985, Page 31
I Rætt við Dagnýju Kristjánsdóttur bókmennta- fræðing Dahlerup sem vakti mikla athygli, en hún fjallar um kvenrithöf- unda á Noröurlöndunum á síðari hluta 19. aldar. Hún tekur m.a. fyrir samskipti þeirra viö bókmenntajöfurinn Georg Brandes sem skrifaðist á við þær sumar hverjar, en eyddi aldrei orði á þær sem rithöfunda. Konur áttu ekki að skapa bókmenntir. Ástæðan fyrir því hve athyglin beinist að 19. öld- inni er að þangað liggja svo margar rætur. Þá urðu miklar þjóðfélagsbreytingar og átök í sálarlífinu sem speglast í bók- menntum. Hlutverk karla breyttist frá því aö vera nær ein- göngu föðurhlutverk í elskhugahlutverk. Konur fengu hlutverk ástkonunnar í sinn skerf, sem var þeim algjörlega ný reynsla. Þær höfðu áður stefnt að því einu að verða eiginkonur og mæöur. Þær glímdu við nýjar hugmyndir og nýjar kröfur. Á síð- ustu áratugum 19. aldarinnar voru margar konur að velta fyrir sér svipuðum spurningum og leita á okkur í dag. Það er kannski þess vegna sem sjónir beinast að konum 19. aldar. Dagný flutti erindi á ráðstefnunni þar sem hún greindi frá ýmsum þáttum sálkönnunarinnar og notaði þá aðferð til að greina söguna Drauminn eftir Ástu Sigurðardóttur. (Erindi er að finna í bók ráöstefnunnar „íslenskar kvennarannsóknir") Dagný nefndi fyrst þá kenningu Freuds að konur fengju sköp- unarþrá sinni fullnægt í móðurhlutverkinu, en þeirri kenningu er hún að sjálfsögöu ekki sammála, heldur benti á ýmislegt það sem kemur í veg fyrir að konur geti skapað, bæði ytri og innri hömlur. Sagan um Drauminn segir frá ungri konu sem er orðin ófrísk. Elskhuginn vill að hún eyði fóstrinu. Hana dreymir draum þar sem bæði Guð og Djöfullinn birtast henni og er barniö tætt í sundur. [ lokakafla sögunnar ráfar stúlkan um drukkin, búið er að eyða fóstri hennar, blóðið lekur niður lærin og hún hallast upp að kaldri bárujárnsgirðingu og grætur. Dagný túlkaði söguna sem dæmi um sköpunarþrá konu. Barnið væri tákn listaverksins sem hana dreymir um að skapa. Guö og Djöfullinn (sem síðan reynast vera hún sjálf í draumnum) eru tákn andstæönanna og togstreitunnar innra með henni. Aðstæöurnar leyfa henni ekki að fullnægja sköp- unarþörf sinni, listaverkið verður aldrei til, það er rifið úr henni. Túlkun Dagnýjar vakti verulega athygli, enda sjónum ekki verið beint að Ástu Siguröardóttur með þessum hætti áður. Sem betur fer fær sköpunarþörf stundum útrás, í það minnsta þörfin til að skapa vettvang með öðrum konum. Ráð- stefnan í Odda var slíkur staður. Þar sköpuðust hugmyndir og hugsanir, fróðleikur og skarpar greiningar á veruleikanum sem sköpuðu titring meðal þeirra sem hlustuðu. Megi þúsund slík rannsóknarblóm spetta á ökrum kvenna og verða öðrum hvatning til afreka. Kristín Ástgeirsdóttir 31

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.