Vera - 01.12.1986, Page 2

Vera - 01.12.1986, Page 2
VERA 6/1986 — 5. árg. Útgefendur: Kvennaframboðið í Reykjavík og Samtök um Kvennalista. Símar: 22188 og 13725 Að þessu sinni er efni VERU úr ýmsum áttum. Má þar m.a. nefna bráðskemmtilegt og athyglisvert viðtal við Helgu Kress auk þess sem friðarbaráttan skipar sinn sess, enda mun það vel við hæfi þar sem jólin eru skammt undan, sú hátíð sem gjarnan er kennd við frið og kærleika. Það verður að segjast eins og er að framvinda í átt til friðar í heiminum á líðandi ári gefur ekki tilefni til mikill- ar bjartsýni eða trú á mannlega skynsemi. Hér er þá fyrst og fremst átt við hinn svokallaða leiðtogafund, sem allt setti úr skorðum hér á landi á haustmánuðum. Þar gafst okkur tækifæri til að fylgjast með úr návígi einu helsta pólitíska sjónarspili ársins. Niðurstöður þess fundar voru móðgun við alla mannlega skynsemi eða kannski réttara sagt gróf móðgun við lífið sjálft. Sú spurning hlýtur að vakna við hverju sé að búast í fram- tíðinni þegar stór hluti einnar valdamestu þjóðar verald- ar telur það ófrávíkjanlega nauðsyn til friðar í heiminum að byggja upp vopn til að heyja stjörnustríð, meðan stór hluti jarðarbúa býr við sárustu örbirgð. En það má líka spyrja sig hvernig hægt sé að ætlast til að þjóðir heimsins sýni skynsemi og virðingu fyrir lífi í samskiptum sín í milli, þegar einstaklingum innan þjóð- anna reynist það um megn. Riki sem lætur viðgangast kúgun, ofbeldi og margvíslegt misrétti meöal þegna sinna er ekki líklegt til að vinna stórvirki til eflingar heimsfriðinum. Því hljótum við, jafnframt baráttunni fyrir friðsamlegum samskiptum þjóðanna að herða baráttuna fyrir jafnrétti og kvenfrelsi. VERA óskar lesendum sínum gleðilegra jóla og friðar á komandi ári. bgf í VERU NÚNA: 3 Lesendabréf 4—5 Það birti af nýjum degi. . . Hugleiöing um friðarmál 6—8 Hvundagstragedían Smásaga 9—10 Flogið á friðarþing 11 Skrafskjóðan Guörún Jónsdóttir skrafar 12—13 Héðan og þaðan 14—17 Saga kvenna Sagt frá ráðstefnu í Amsterdam 20—24 . . . Opnar nýja sýn Rætt viö Helgu Kress 26—29 Þingmál 30—33 Borgarmál 34—38 Um bækur 39 Jólasamkvæmi Mynd á forsíöu Elín Rafnsdóttir Ritnefnd: Guðrún Ólafsdóttir Guðrún Kristmundsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Elín Garöarsdóttir Kristin Blöndal Magdalena Schram Ragnhildur Eggertsdóttir Brynhildur G. Flóvens Starfsmaður Veru: Kicki Borhammar Auglýsingar og dreifing: Ragnhildur Eggertsdóttir Ábyrgð: Magdalena Schram Setning og filmuvinna: Prentþjónustan hf. Prentun: Solnaprent Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgö höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.