Vera - 01.12.1986, Page 9

Vera - 01.12.1986, Page 9
FLOGIÐ ÁFRIÐARÞING Dagana 15.—19. október s-l- var haldiö í Kaupmanna- höfn heimsfriöarþing í tilefni af ffiöarári Sameinuöu þjóöanna. Að þinginu stóöu friöarsamtök °9 stjórnmálaflokkar í Dan- mörku auk fjölmargra alþjóða S3rntaka. Við vorum tíu saman frá íslandi: Steinunn Harðar- dóttir og Kristín Jóna Halldórs- döttir frá Menningar og friðar- samtökum íslenskra kvenna, ^aría Þorsteinsdóttir, Selma “sk Kristiansen og Helgi ^östjánsson frá íslensku friö- arnefndinni, Jóhanna Jónas- dóttir frá Samtökum lækna 9e9n kjarnorkuvá, Gerður Gestsdóttir og Anna Hildur H'ldibrandsdóttir frá Æsku- ýðsfylkingunni og Margrét jarnadóttir og undirrituö frá Kvennalistanum. það snjóaöi í Keflavík þegar viö lögðum af staö. Flugvélin var full af erlendum frétta- mönnum, enda fundur þeirra Reagans og Gorbatjovs ný- afstaöinn í Reykjavík. í Kaupmannahöfn var sól og sumarblíða þótt komið væri fram á haust. Morgunin eftir tók ég strætisvatn að Bella- centri, þar sem þingiö var hald- iö. Blastiþáviðmérhópurfólks meö spjöld þar sem mótmælt var stríðinu við Afganistan og fleiru. Ég haföi talað viö danska vinkonu mína kvöldið áöur. Hún er mikill friðarsinni og hefur m.a. tekið þátt í friðar- göngum um víða veröld. Sagði hún mér að miklar deilur og óánægja hefðu verið með und- irbúning þingsins. Sjálf sótti hún ekki þingið þar sem hún taldi það hræsni að þarna mættu fulltrúar landa þar sem mannréttindi væru að engu höfð og blóðugir bardagar geisuðu. Hún fullyrti að þingið væri ekki eins ,,opið“ og að- standendur þess vildu vera láta. í Politiken 12. október kemur fram að þegar spurt var hvort kæmi fulltrúar frá pólsku hreyfingunni Einingu á þingið, hafi svarið verið að þeir hafi ekki sýnt áhuga og því ekki verið boðið. Þegar spurt var um hreyfinguna Charta '77 og hreyfingar frá Afganistan var fátt um svör. Þetta og fleira olli miklum ágreiningi og varð til þess að sósíaldemókratar hættu við þátttöku sem flokkur. Sama er að segja um Græn- ingjana, en þeir hafa haldiö því fram, að þinginu væri stýrt frá Moskvu. Friðarsamtökin ,,Nej til atomvápen" tóku heldur ekki þátt í þinginu. Það voru því blendnar til- finningar sem bærðust með mér þegar ég loks komst inn á setningu þingsins eftir að hafa staðið í biðröð í 2 tíma, til að fá skírteini og misst af byrjuninni. Rétt áður höfðu þrjú ungmenni þust upp á sviðið með borða sem á stóð ,,KGB farið heirn". Eftir að óróaseggirnir höfðu verið fjarlægðir hélt setningar- athöfnin áfram um stund. Þá ruddist Breti nokkur upp á svið- ið og mótmælti þvi að hinn 92 ára gamli Hermod Lannung væri kjörinn forseti þingsins en tilnefndi í staðinn landa sinn, sem ég kann ekki að nefna. Ekki fékk hann neinar undir- tektir, og þegar búið var að ýta honum frá gekk allt friðsam- lega fyrir sig með ræðuhöldum söng og Ijóðalestri. Dagskrá þingsins var þann- 9

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.