Vera - 01.12.1986, Qupperneq 10

Vera - 01.12.1986, Qupperneq 10
ig aö fyrstu 2 dagana var rætt í 7 hópum eftirfarandi efni: Friö- ur og réttlæti, afvopnun, friöur og frelsi, friður og mannrétt- indi, friöur og mannlegar þarf- ir, líf í friði og friöur og traust. Margt á boðstólum Síöari dagana var m.a. rætt um eyðingu efnavopna, afnám kjarnorkuvopna, þróun af- vopnunar, baráttu gegn geim- vopnum, kjarnorkuvopnalaus svæði, afvopnun, öryggi og gæslu í Evrópu, friösamlega samninga á ófriöarsvæöum, upplausn og brottflutning er- lendra herja. Einnig héldu sér- stakir áhugahópar meö sér fundi, s.s. vísindamenn, sál- fræðingar, læknar, grasrótar- samtök, trúarbragöahópar, kennarar, þingmenn, verka- lýðsleiötogar, listamenn, íþróttafólk auk umræöna um samvinnu hinna ýmsu friðar- hreyfinga. Þá var starfræktur æsku- lýðsklúbbur og kvennamiðstöð meö fjölbreyttum fundahöld- um, sýningum og öðrum skemmtilegum uppákomum. í sal var komið fyrir litríku markaöstorgi og sýningarbás- um, þar sem hinar ýmsu þjóöir og samtök kynntu málstað sinn, og höfðu margvíslegan varning til sölu. Þarna var og ýmislegt til skemmtunar, stig- inn dans, sungið og ótal margt fleira auk þess sem gaman var aö rölta þarna um, rabba viö fólk og kynnast ólíkum sjónar- miðum. Þingiö sóttu um þrjú þúsund manns frá 136 löndum og eins og sjá má að framan- sögöu var heilmargt á boöstól- um. Skipulag og upplýsinga- streymiö um þaö sem var aö gerast heföi mátt vera betra. Oft var erfitt aö henda reiður á hvaö var hvar og hvenær, og tímaáætlanir riðluðust. Ég ákvaö aö velja hópinn Líf í friöi fyrstu tvo dagana en verö aö játa aö ég gafst upp á því. Mér fannst lítið nýtt koma fram. Umræðurnar snerust um að segja frá ástandinu heima fyrir, sem er afar eölilegt þar sem það er víða þannig aö þaö hlýtur aö hvíla þungt á viðkom- andi, en um leið uröu umræöur lítt frjóar. Raunin varð því sú að ég hélt mig mest í kvennamið- stöðinni. Þar var skipulagið til fyrirmyndar og eins og þaö gerðist best aö margra dómi. Þar voru fundir um margvísleg efni, skyggnimyndasýningar, myndbandasýningar og ótal margt fleira sem væri alltof langt mál aö telja upp hér. Þaö sem ef til vill bar hæst í kvenna- miðstöðinni var fundur sem nefndist: Eftir leiötogafundinn í Reykjavík. Meðal frummæl- enda þar voru Ellen Diderick sem dvaldi í Reykjavík á meö- an á leiðtogafundinum stóð og Steinunn Harðardóttir formað- ur MFÍK. Eitt kvöldiö var boðið í kvennahúsiö Grevindens Danners hus. Auk kynningar á húsinu og þeirri starfsemi sem þar fer fram voru flutt Ijóð, lesið upp og spjallaö saman. 40 ungmenni ruddust inn Á lokafundi þingsins ruddust 40 ungmenni upp á sviðið þegar maðurfrá Nigaraguavar í ræöustól og ruddu honum frá og hrópuöu „Sovétmenn frá Afganistan". Úr þessu urðu talsverð átök og brást fólk mis- jafnlega viö. Sumir hrópuðu og aðrir sungu. Þessir leiðinlegu atburðir í upphafi og við lok þingsins virt- ust vera það eina sem fjölmiðl- ar höfðu áhuga á að fjalla um í sambandi við þingið og þótt mér það miður, því eins og komið hefur fram gerðist ótal- margt áhugavert þessa daga. Erfitt er að henda reiður á hvaða árangur er af þingi sem þessu. En bara það að fólk frá ólíkum þjóðum með ólík trúar- brögð og menningu hittist og ræði málin hlýtur að skila sér í sterkari friðarbaráttu um heim allan. Það er Ijóst að öllum bar saman um að kjarnorkuvopn eru gereyðingarvopn sem ótt- ast er að verði nýtt í styrjöld og muni tortima öllu lífi á jörðu. K. Bl. 7. heU'1986 Alþingistíðindi koma út í tveimur deildum, A deild sem eru þingskjöl og B deild sem eru umræður. Báð- ar deildir koma út vikulega meðan þing stendur. Afgreiðsla Alþingistíðinda er á skrif- stofu Alþingis Skólabrú 2, 101 Reykjavík, sími: 11560. psKV 164-192 10

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.