Vera - 01.12.1986, Blaðsíða 26
i
Annasamt hefur veriö hjá þingkonum Kvennalist-
ans nú í haust. Guörún Agnarsdóttir tók sér tveggja
vikna launalaust leyfi til þess að geta skilað af sér
störfum í nefnd sem hún hefur setið í undanfarin 2
ár. Nefnd þessi varð til eftir að þált. Kvennalistans
um rannsókn og meðferð nauðgunarmála var sam-
þykkt á Alþingi vorið 1984. Nefndin hefur kannað
stöðu þessara mála hér á landi og stóð til að hún skil-
aði af sértillögum um úrbætur nú í haust. Málmfríður
Sigurðardóttir kom inn fyrir Guðrúnu í þingbyrjun en
Kristín Ástgeirsdóttir þann 11. nóvember s.l. þegar
Guðrún fór á allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Sigríður Dúna fór einnig í launalaust leyfi í lok
október. Hún fór til Grænhöfðaeyja til þess að halda
erindi á ráðstefnu um þróunarsamvinnu sem haldin
var þar í október. María Jóhanna Lárusdóttir tók sæti
Sigríðar Dúnu í efri deild á meðan.
Þingkonur Kvennalistans hafa því verið sex tals-
ins þetta haustið.
Frumvarp um lágmarkslaun var flutt í annað skipti í
haust, en hin frumvörpin um leyfi frá störfum vegna um-
önnunar barna, lífeyrisréttindi heimavinnandi hús-
mæðra og breytingu á sveitarstjórnarlögum voru öll
flutt í fyrsta skipti á þessu þingi.
Þrjár þingsályktunartillögur um þjóðaratkvæði, end-
urmat á störfum kvenna og skipun embættismanna-
nefndar til að fjalla um kjarnorkuvopnalaust svæði á
Norðurlöndum voru fluttar í fyrsta skipti nú í haust.
Hinar þrjár eru um staðgreiðslu opinberra gjalda, fryst-
ingu kjarnorkuvopna og fræðslu um kynferðismál.
Fyrirspurnirnar þrettán eru um: kjarorkuverið í
Dounreay í Skotlandi, tvær um rannsóknarlektor í sagn-
fræði við heimspekideild Háskóla íslands, endurmat á
störfum kennara, aukningu fjár til Byggingasjóðs verka-
manna, launagreiðslur starfsfólks stjórnarráðsins,
skuldabréfakaup lífeyrissjóðannaaf Húsnæðisstofnun,
vísinda- og rannsóknaráð, Þróunarsamvinnustofnun
íslands, afstöðu íslands til stöðvunar kjarnorkuvígbún-
aðar, úrbætur í ferðaþjónustu, skort á hjúkrunarfræð-
ingum og sjúkraliðum og lokun deilda á sjúkrahúsum.
Á fyrstu vikum þingsins lagði Kvenna-
listinn fram ein tuttugu og þrjú þingmál.
Þar af fjögur frumvörp til laga, sex þings-
ályktunartillögur og þrettán fyrirspurnir.
RAINBOW NAVIGATION
Rainbow Navigation málið svokallaða eða deila
íslendinga og Bandaríkjamanna um flutninga til hers-
ins, var með því fyrsta sem rætt var á Alþingi í haust.
Þá var lögð fram þingsályktunartillaga um fullgild-
ingu samnings milli íslands og Bandaríkjanna til að
auðvelda framkvæmd varnarsamstarfs ríkjanna.
Samningur þessi varð til þegar utanríkisráöherra
sótti Bandaríkin heim nú í haust. Eins og nafn tillög-
unnar gefur til kynna er samningurinn í beinum
tengslum við hernaðarhagsmuni Bandaríkjanna hér
á landi.
Samkvæmt samningi þessum er íslenskum skipa-
félögum tryggö 35% flutninganna til hersins það er
að segja ef þau bjóða í þá. í umræðunum sagði
Sigriður Dúna að það væri aumlegt og lítt sæmandi
þeirri sjálfstæðu siglingaþjóð sem við viljum vera að
hafa tekið við nokkurs konar kvótaúthlutun úr hendi
Bandaríkjamanna.
Kvennalistinn greiddi atkvæði á móti samningn-
um því að kvennalistakonur eru andvígar því að vera
bandaríska hersins sé nýtt í fjárhagslegu ágóða-
skyni. Stefna Kvennalistans er að áhrif hersins á
íslenskt efnahagslíf verði minnkuð svo að tryggt
verði að afstaða til hans mótist ekki af efnahags-
hagsmunum eins og kemur fram í stefnuskrá
Kvennalistans.
TVjTf'JGVJ,,
OG
í .
<