Vera - 01.12.1986, Side 35

Vera - 01.12.1986, Side 35
lesendum auðveldara fyrir að fletta upp í bókinni. Því bók af þessu tagi er ekki lesin í gegn einu sinni og síðan lögð til hliðar. Heldur væri upplagt að hafa hana stöðugt innan seilingar, hvort heldur sem er til að svara einstökum spurn- ingum eða til fróðleiks og skemmtunar. Það er engin leið að gera úttekt á svona viðamikilli bók í stuttu máli. En til að varpa Ijósi á efnistök höfundar, til að sýna á hve víðum grund- velli hún leitar efnis, skal vitnað í nokkrar millifyrirsagn- ir: kynlíf og sjálfsmat, tvöfalt siðgæði, typpisöfund, grasa- lækningar, kynferðisleg hug- nnyndafræði, feminismi, kynlíf og málfar, einlifinu fagnað, líkamlega fatlaðir, kynhvöt í bernsku, brjóstagjöf, tíða- hvörf, efri ár, skeiðarkrampi, kynferðislegt ofbeldi, klám, dauði ástvinar, barnsmissir, að elska konur. . . og svo mætti lengi telja. Umfjöllun höfundar um kynlíf ýmissa minnihlutahópa er svo sann- arlega nauðsynleg og kær- komin. Þessir hópar sem annað hvort hafa orðið út- undan í umræðu fólks um kynlíf, eða hópar sem eru ekkert nema kynlíf í huga margra. Hér er átt við t.d. lesbíur, fatlaða, fólk á efri ár- um og þá sem af einhverjum orsökum hafa ákveðið að búa einir. Bókinni var ekki ætlað að sanna neina sérstaka kenningu um kynhneigð kvenna, heldur ætlaði höfundur að kanna raunveru- lega reynslu kvenna og hvernig þær skynja hana. Hún vitnar iðulega I raunveru- leg dæmi og frásagnir kvennanna sjálfra. Þær eru ekki alltaf sammála enda ekki tilgangur bókarinnar að steypa allar í sama mót held- ur varpa Ijósi á sameiginlega reynslu. Þessi bók gerir sýni- legan reynsluheim kvenna. Allar konur ættu að geta kynnst sjálfum sér betur og karlar kynnst hugsunarhætti kvenna við lestur þessarar bókar. Bókin er vel unnin og vönd- uð af forlagsins hálfu og þýð- endur hafa unnið vel þótt á stöku stað gæti stofnanalegs málfars. Aftast í bókinni eru svo heimildaskrá, atriðisorða- skrá og skrá yfir aðstoð og upplýsingar þ.e. samtök og aðila sem hafa með höndum ráðgjöf og hjálp við ein- staklinga. Rétt er að koma á framfæri breytingu á þessum lista. Kvennaráðgjöfin er flutt í Hlaðvarpann, Vesturgötu 3 en er áfram á sama tíma með sama síma. EMn TÍMAÞJÓFURINN Steinunn Siguröar- dóttir útg. Iðunn Reykjavík 1986 Þetta er ekki bók, sem hægt er að lesa í hvelli og skrifa svo um hana í Veru. Þvert á móti sé ég fyrir mér að hún verði mér dágóður tímaþjófur því það er lengi hægt að kreista úr henni Er tekið eftir þvísemþú segír? Þeir sem vilja tjá sig opinberlega, flytja ávarp, ræðu eða á annan hátt taka þátt í málflutningi þurfa að geta talað fumlaust og skipulega. „Þú hefúr orðið“ er bók sem leiðbeinir öllum er vilja ná betra valdi á málflutningi sínum og ræðu- mennsku. Þar er fjallað um skipulag og uppbygg- ingu ræðunnar, framsögn, málfar og aðra mikil- vægaþætti. í bókinni eru margar æfíngar, dæmi og verkefni við allra hæfi. „Þú heftir orðið“ er bók sem hentar hverjum sem er, jafnt í skólum sem heima fyrir, byrjendum og þcim sem lengra eru komnir. MFA MENNINGAR OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞÝÐU GRENSASVEG116-108 REVKJAVlK ■ SlMI 91-84233

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.